Tíminn - 30.07.1978, Síða 14

Tíminn - 30.07.1978, Síða 14
14 Sunnudagur 30. júli 1978 Jón Sigurösson: LEGGJUM RÆKT VIÐ KELTNESKAN ARF OKKA tslendingar eru landnáms- þjóö. 1 þvi felst meðal annars aB þeir þekkja uppruna sinn betur en flestar þjóöir aðrar, einkum þær sem byggt hafa lönd sin frá örófi alda. Það vita islendingar um uppruna sinn að þeir eru ekki að öllu íeyti upp runnir I Noregi eða i Skandinaviu, enda þótt leiötogar landnámsmanna hafi komið þaðan og lagt mikið i sölurnar fyrir það að þurfa ekki aö ilendast lengur i þeim byggðarlögum. Með forystumönnum land- náms tóku hér og land fjölmarg- ir menn og konur af irskum stofni. Var það ýmist ánauðugt fólk, en einnig talsvert höfð- ingja sem voru af blönduðu for- eldri, norsku og irsku. Fræöi- menn hafa reynt að ráða i það hve mikill hlutur fyrstu kyn- slóöar i landi hér átti keltneskar rætur. Hafa menn ekki orðið á eitt sáttir um þaö efni fremur en vonlegt er, þar sem heimildir greina fyrst og fremst og ná- kvæmlegast frá höfðingjum, en leiða ýmislegt hjá sér sem lýtur að alþýðu manna. Löngum hafði það verið álitið að keltneskur stofn islensku þjóðarinnar hefði náö sem næst fjórðungi fyrstu kynslóðar. Samkvæmt þvi sem siöar hefur komið fram, ekki sist i ritum próf. Jóns Steffensen, bendir flest til þess að réttara væri að tala um liðugan þriðjung. Ýms- ar rannsóknir á sviði menn- ' ingarsögu og bókmennta hniga og að þvi a.ð einkenni sem rakin verða til keltneskra áhrifa séu á miklu m;eiri i menningu, siöum . og bókmenntum þjóðarinnar en 1, lengst af var talið. Mjög sterk keltnesk áhrif Þannig hefur verið bent á mörg mjög skýr, og sum undar- lega sterk, áhrif af keltneskum toga i Islendinga sögunum, ekki minnst i sjálfri Njáls sögu og Laxdæla sögu. Vitað er af heim- ildum að kristni er jafngömul byggð á tslandi og lagðist siður *• en svo af hér við landnám norr- ænna manna, þótt dvöl irskra f papa lyki. Þannig þekkja menn sið Unnar djúpuðgu, blendni Helga magra, uppruna ör- nefnisins Patreksfjarðar, og enn að i byggðunum umhverfis Kirkjubæjarklaustur, sem siðar nefndist, máttu heiðnir menn aldrei búa. Kristnitakan sjálf árið 1000 hefur verið mönnum mikil ráð- gáta löngum, en seint verða til- drög hennar skýrð að fullu ef ekki er tekið tillit til þess að irsk kristni hafi verið alþekkt um landið og gamalkunn, jafnvel i sókn meðal almúga þótt flestar höfðingjaættir vildu ekki af henni vita. Raunar má benda á það að kristnitakan, sem svo er nefnd, var hinum kristnu nokk- ur fórn jafnframt, þar sem i henni fólst játun undir Rómar- stól og norskt frumkvæði i trúarlegum og kirkjulegum efn- um. Margt fleira mætti i fljótu bragði nefna i þessu efni sem hnigur að þvi að samskipti íslendinga og tra ættu að vera miklu meiri og nánari en verið hefur. Er það reyndar furða að ekki hefur fyrir langa löngu verið undinn að þvi bugur að efla þau og auka. Er vafalitiö að gamalstaðin rómantik sem snýst um „norræna” menn og „norrænar” þjóðir hefur þar staöið i vegi. Sú rómantik varð á sinum tima að svo hræðilegum veruleika á meginlandi Evrópu að Islendingar ættu fyrir löngu aö hafa áttað sig á þeirri staö- reynd að þeir eru ekki og hafa aldrei verið „hreinn” kynþátt- ur, heldur eru þeir frá upphafi blendingsþjóð Norðmanna og Ira, og það sem er „islenskt” að upphafi er sú menning og það samfélag sem þessi tiltekna blanda Kelta og Te'ftóna ól með sér á þessum stað. Finna þarf félags- legan vettvang Þá fyrst er upp risið islenskt samfélag og islensk menning á þessu landi þegar sundruð brot, héruð, goðorð og heimili hafa sameinast i samfélagi, og blóð- bíöndunin hefur eytt öllum innri mismun. Það voru þó ekki að- eíns Asatrúarmenn sem héldu sinum sið fyrsta kastið, heldur stunduðu sumir íranna engu siður sina siðu þótt leyndara færi. Er sagan af Melkorku skýrasta dæmi þess og varð- veitist eftir aö hér er risin menningarstofnunin kirkja sem tók harla skjótt á sig ýmis ein- kénni kirkjuskipanar þeirrar sem tiðkast hafði á trlandi. Má leiða getum að þvi aö þangað hafi margir þeir leitað sem alist höfðu upp i kristni hér i landinu á þeim tima se.m heiðni var „öpinber” siður þeirra flestra sem með mannaforráð fóru. Engri rýrð skal varpað á þá góðu starfsemi sem Norrænu félögin hafa staðið fyrir um ára- bil hér i landinu. Norræn sam- vinna er ekki umdeild á landi hér, fremur en hin nánu tengsl okkar á öllum sviðum við Skandinava. Hitt er þó timabært að benda á, að við eigum einnig sameiginlegan . menningararf með trum, og reyndar Skotum að nokkru, og væri vel til fundið að finna samskiptum við þessa bræður okkar I suöri félagsleg- an vettvang, jafnt af opinberri hálfu sem féíaga áhugafólks um þessi efni. Af Irum getum við margt lært. Þeir geta og vafa- laust eitthvað af okkur lært I staðinn. Þeir tslendingar sem notið hafa gestrisni Ira bera þeim mjög vel sögúna, og er ekki að efa að flestir þeir sem þangaö hafa komið óska þess að mega koma þangað áftur. Þessi mynd sýnir leifarnar áf aðsetri yfirkonungsins yfir islandi i Tara, norðvestur af Dyflinni. Konungssetur þetta verður rakið aftur til brons- aldar, en siðar sat þarna með- al annars nokkurs konar kirkjuþing ira. Það er at- hyglisvert að helsta og æðsta kqnungsætt ira hét Ui Neill, sem á islensku merkir afkom- endur Njáls eða Njálssynir. Samfélagsskipan á irlandi fyrir vikingaiHd var á marga lund svipuð þvi sem við þekkjum úr sögum okkar. Landið skiptist i mörg héraðs- konungdæmi og árekstrar voru tiðir milli smákonunga landsins. Af þeim átökum og fleiri viðburðum i landinu eiga irar miklar sögur, og eru þeir eina þjóð alfunnar, önnur en islendingar, sem færði i letur sögur i lausu m áli, og má vera að þaðan sé komin ein kveikj- an að þeirri bókmenntagrein sem við köllum „sögur". »

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.