Tíminn - 30.07.1978, Side 7
Sunnudagiír 30. júli 1978
liilliií
7
Útgefandi Framsúknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurósson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Sióumúla 15. Sfmi
86300. .
Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verö i lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á
manufti. > Blaftaprenth.f.
Enn einu sinni
Nú er svo komið að örvænt er um samstarf flokk-
anna þriggja, sem kenndir hafa verið við vinstri
stefnu, um athafnir og viðbrögð við efnahagsvand-
anum.
Óábyrg slagorð og hrópyrði sjálfskipaðra
„verkalýðsflokka” um kjara- og efnahagsmál fyrir
kosningar virðast munu koma i veg fyrir að ábyrg
og markviss vinstri stefna nái fram að ganga.
Nú er það þó ekki svo,að„sigurflokkarnir” tveir
hafi ekki orðið að eta ofan i sig stóryrðin sin og
kosningakröfu sina um „samningana i gildi”, eins
og þeir komust svo fjálglega að orði. Alþýðu-
flokkurinn hefur áttað sig á þvi að vandamálin eru
ekki svo einföld að staðið verði við stóru orðin. Al-
þýðubandalagið reynir enn að þverskallast eitthvað
við i þessu efni, en gerir ráð fyrir þvi i sýndartillög-
um sinum að nýjar skattaálögur hirði aftur það sem
út verður greitt samkvæmt samningum. Þannig á
rikisvaldið að taka til sin með annarri hendi það
sem það með hinni hendinni lætur atvinnuvegina
greiða úr tómum sjóðum.
Alþýðuflokksmenn áttu sér það fagra fyrirheit að
vinna að svo nefndum „kjarasáttmála”. Söngfugl
sá var fljótlega skotinn niður þegar forráðamenn
Alþýðusambandsins gerðu sér litið fyrir og neituðu
að tala við formann Alþýðuflokksins og lýstu siðan
afstöðu sinni opinberlega áður en formlegar við-
ræður flokkanna við þá áttu sér stað nú siðustu
daga.
Alþýðubandalagsmenn gerðu sér ekki einu sinni
það ómak að leggja fram tillögur sem gátu staðist
einfaldan útreikning. Ekki er vitað, þegar þetta er
ritað, hvort þessar sýndartillögur voru til þess eins
ætlaðar að lengja viðræðuþófið eða klárt og kvitt
hugsaðar til þess að slita viðræðunum.
Aumlegt verður það að teljast ef fulltrúar „sigur-
flokkanna” hyggjast fela úrræðaleysi sitt á bak við
harða afstöðu forystumanna launþegasamtakanna.
Foringjar launþegasamtakanna munu að sjálf-
sögðu ófáanlegir til þess að taka á sig pólitiska
ábyrgð á örðugum efnahagsaðgerðum. Slikt er
hvort eð er ekki hlutverk launþegasamtaka, heldur
stjórnvalda i frjálsu þjóðfélagi. Allt annað mál er
það, að sameinast um ábyrga og raunhæfa stefnu,
fylgja henni fram og leita samstarfs við launþega-
hreyfinguna um einstök framkvæmdaratriði og til-
högun.
Þegar fram er komin markviss og ábyrg stefna
og fullur samhugur um að fylgja henni fram, er ekki
að efa að launþegahreyfingin mun fúslega taka boði
um eðlileg samráð til að tryggja vinnufrið, réttláta
skiptingu þjóðartekna og þróun kaupmáttar.
1 þeim viðræðum um stjórnarmyndun sem fram
hafa farið hefur það enn einu sinni komið ljóslega
fram að það veltur algerlega á styrk Framsóknar-
manna að samstaða náist um ábyrga og markvissa
stefnu sem tekur mið af félagshyggju, athafnafrelsi
og alhliða framförum. Alþýðuflokkurinn virðist
hins vegar velkjast i vafa um leiðir, og Alþýðu-
bandalagið leggur til að islenskum efnahags- og
viðskiptamálum verði rutt aftur á bak um tuttugu
ár, ef taka skal fullt mark á tillögum þess.
Enn einu sinni skal hvatt til þess, að fulltrúar
flokkanna þriggja geri tilraun til að komast að
raunhæfu og ábyrgu samkomulagi. Vinstra sam-
starf veltur á þvi að það takist.
ERLENT YFIRLIT
Fangavistin eykur
vinsældir Mandela
Dáðasti leidtogi blökkumanna í Suður-Afríku
Vorster myndi blða mikinn ósigur fyrir Mandeia I frjálsum
kosningum
HINN 19. þ.m. var eins kon-
ar hátiftisdagur meftal blökku-
manna frá Suöur-Afriku, sem
dveljast erlendis. Tilefnift var
þaö, aft þá átti ástsælasti
blökkumannaleifttoginn í Suft-
ur-Afriku, Nelson Mandela,
sextugsafmæli. Hjá honum
var afmælisdagurinn þó eng-
inn sérstakur hátiftisdagur,
heldur eins og hver annar
venjulegur dagur i fangelsinu
á Robbeney, þar sem hann er
búinn aft vera fangi á annan
áratug. Alls er hann búinn aö '
vera i fangelsi nær þriftjung
ævinnar, svo aft hann er oröinn
vanur fangavistinni. I blöftum
i Suftur-Afriku var aft sjálf-
sögftu ekki minnst á afmæli
hans ogenn siöur vitnaft i' ræft-
ur hans efta rit, þvi aft hvort
tveggja er bannaö þar. Allt er
gert af opinberri hálfu til þess,
aft Mandela gleymist löndum
sinum. Þvi gátu landar hans
ekki minnst afmælis hans aftr-
iren þeir, sem dvelja erlendis.
IBretlandi og viftar komu þeir
saman til aft minnast afmælis-
ins og halda hvatningarræöur
I tilefni af þvi. Þá höfftu þeir
skipulagt aft senda honum
ekki færri en 10 þús. afmælis-
kveftjur, en vafasamt þykir aft
nokkur þeirrakomist alla leiö
til fangelsisins á Robbeneyju.
Eiginkona Mandela, Winnie,
og dætur þeirra tvær, héldu
daginn hátiftlegan meö föstu
og bænahaldi, sem ekki var
tileinkaft Mandela einum,
heldur öllum pólitiskum föng-
um i Suöur-Afriku. Winnie
Mandela var fyrir rúmu ári
flutt til Brandfort aft tilhlutan
stjórnarvaldanna og er þar i
hálfgerftu stofufangelsi til aft'
koma i veg fyrir, aft hún reki
áróftur. Afteins örsjaldan er
henni leyft aft heimsækja
mann sinn, en tift bréfaskipti
eru milli þeirra.
Þótt blökkumenn i Suft-
ur-Afriku mættu ekki minnast
afmælis Mandela opinberlega,
þykir vist, aft þeir hafi margir
gert þaft á heimilum sinum
meft sérstöku bænahaldi.
NELSON Rolihlahla Man-
dela er fæddur og uppalinn i
Transkei, sonur ættar-
höfðingja þar. Mandela og
Kaiser Matanzima, sem nú er
forsætisráftherra i Transkei,
eru náfrændur. Faftir Mandela
ætlafti honum aft taka við for-
ustu ættarinnar, en hugur
Mandela hneigftist frá þvl á
stúdentsárum hans og þó enn
meira er hann stundafti laga-
nám viöFort Hare-háskólann.
Aft loknu laganámi hélt hann
til Jóhannesarborgar og vann
þar i námum um hrift. Siftar
fékk hann starf á lögfræfti-
skrifstofu hjá hvitum og féll
þeim svo vel vift hann, aft þeir
hvöttu hann til aukins laga-
náms og fór hann aft ráftum
þeirra. Hann stofnafti siftan
sérstaka lögfræftiskrifstofu,
ásamt Oliver Tambo, sem nú
dvelst I útlegft vegna þátttöku
sinnar I mannréttindabaráttu
blökkumanna. Tambo er nú
forseti samtakanna African
National Congress (ANC),
sem voru stofnuft til aft berjast
fyrir réttindum blökkumanna.
Þau eru nú ekki lengur leyfi-
leg, en halda áfram leynilegri
starfsemi. Mandela gerftist
meftlimur þessara samtaka
1944 og vann siöan aö þvi aft
skipuleggja æskulýftssamtök
þeirra, sem voru mun her-
skárri. Arift 1952 var hann
kjörinn varaformaður ANC og
gerftist siftan stööugt mikil-
virkari i ýmsum mótmælaaö-
gerftum. Hannsat þá i fangelsi
um nokkurt skeift. Eftir aft
hann var laus, tók hann aft sér
að verja blökkumenn, sem
höfftu gerst brotlegir vift lögin
vegna pólitiskrar andspyrnu
sinnar, og vann hann sér þaft
orð aft vera einn af fremstu
málflutningsmönnum i Suft-
ur-Afriku. Hann gerftist jafn-
framt stöftugt harftskeyttari i
andspyrnunni og gerftist vorift
1961 leiðtogi meiri háttar
verkfalls, sem stóft i þrjá
daga. Eftir þaft fór hann huldu
höffti og vann aö stofnun sam-
taka, sem frömdu skemmdar-
verk á opinberum byggingum
til aö minna á baráttu sina.
Arift 1962 tókst lögreglunni aft
handtaka hann og sat hann i
gæsluvarfthaldi til 1964, þegar
hann var dæmdur i lífstiftar-
fangelsi. Siftan hefur hann
lengst verið fangi á Robbeney.
ÞEGAR Mandela var
fangelsaftur 1962 og ákærftur
fyrir aö hvetja til ólöglegra
verkfalla og skemmdarverka
og fyrir aö hafa farift ólögiega
til útlanda, flutti hann i réttin-
um varnarræftu, sem tók fjór-
ar klukkustundir og þykir nú i
röft bestu ræftna, sem hafa
verið fluttar undir slikum
kringumstæftum. Kaflar úr
henni voru birtir i ýmsum
blööum utan Suöur-Afriku I
tilefni af sextugsafmæli hans.
Iræftunni lýsirhann m.a. þvi,
aft þaft hafi ekki veriö létt verk
að snúa baki vift góöu fjöl-
skyldullfi og hverfa frá góftu
starfi til þess aö taka upp bar-
áttu, sem kostaöi hann aft fara
huldu höffti og eiga stöftugt
handtöku og fangavist yfir
höffti sér. Hann hafi gert sér
vel ljóst um hvaft var aö tefla
og hann heffti þegar haft bitra
reynsiu af fangelsum I Suft-
ur-Afriku. Hann sagftist samt
hafa valift áhættuna, þvi aft
hann hataði af öllu hjarta þá
ánauft, sem kynbræftur hans
og systur yröu aft þola i Suö-
ur-Afriku. Enginn dómsúr-
skurftur gæti breytt þessu
hatri, heldur yröi þvi afteins
eytt meö þvi aft komift yrfti á
réttlátara þjóftskipulagi i
landinu.
Mandela hefur i fangelsinu
verift haldift algerlega ein-
angruftum. Oll bréf til hans og
frá honum eru ritskoftuft og
hann fær aldrei aft tala eins-
lega vift konu sina, þegar hún
heimsækir hann. Hann fær
ekki aft fylgjast meft fréttum
og hann fær ekki aft vinna aft
ritstörfum, þegar bréf eru
undanskilin. Samt segir kona
hans aft hann haldi fullu þreki,
bæfti andlegu og likamlegu.
Mandela er nú tvimælalaust
vinsælasti leiötogi blökku-
manna i Suftur-Afrlku. Ef
frjálsar kosningar væru leyfft-
ar i Suður-Afriku, myndi Man-
dela vera öllum liklegri til aft
setjast i þann stól, sem Vorst-
er forsætisráftherra skipar nú.
Þ.Þ.
Mandela og kona hans skömmu eftir giftinguna
J.S