Tíminn - 30.07.1978, Blaðsíða 22

Tíminn - 30.07.1978, Blaðsíða 22
22 Snnnudagor 30. jáli 1»7S Ætihvönn I höndum önnu Sdlveigar (2*/7 H78) I I MÖRGUM ER HVONNIN MIKIÐ I HUG „Hugrökk teygist á háum legg hvönnin fram yfir gljúfravegg”. Þannig ávarpar Jón Helgason prófessor hvönnina i kvæöinu „A Rauðsgili”. Flestir þekkja hvönn, hina mikilfenglegu jurt, sem oft verö- ur metri eöa meir á hæö meö afarstór blöö og stóra grænhvita blómsveipi. Mikil rót er undir þroskaöri jurtinni, fuU af nær- ingu. Hvönniner fræg aö fornu og nýju og fjölmargir staöir viö hana kenndir, t.d. Hvanná, Hvanneyri, Hvannalindir, Hvannstóö og Hvannakrar. Ætihvönn var fyrr- um miklu útbreiddari en nii, bæöi menn og fénaöur hafa víöa eytt henni. Samt vex hiin enn allviöa, aöallega i giljahvömmum, fugla- björgum, hólmum og eyjum, og fram meö lækjum, ám og vötn- um, bæöi i byggö og uppi á há- lendi. Fræin dreifast auöveldlega meö vatni. Hafa margir t.d. séö hvannbrydda bakkana og hvannastóöiö á bökkum og hólm- um Laxár i Þirigeyjarsýslu. Hvönn vex líka allviða viö sveita- bæi og i kaupstööum, t.d. viöa i vesturbænum i Reykjavik. Hvers vegna? Jú, hvönn var lengi mikilsverð mathurt i norölægum löndum og jafnframt lækninga- jurt. Voru fyrrum hvannagarðar viöa á Noröurlöndum, einnig hér á landi. Vex hún enn hér og hvar við garða eöa i garðshorni. t Noregi mátti fyrrum berja hvannaþjófa bótalaust á staön- um! Sýnir þaöl hve miklum met- um hvönnin var. Hvönn var lengi seld á torgum i Noregi. Heita má aö öll hvönnin sé æt, en mest þótti varið i' hinar digru rætur til bú- drýginda. Þær eru matarmiklar, þefmiklar og nokkuö rammar. Voru þær grafnar upp meö sér- stöku áhaldi, sem kallaö var rótargrefill. Aöallega var fariö á rótarfjall á vorin á fyrri öldum, og stundum safnaö svo he stburö- um skipti. Til geymslu voru ræt- urnar grafnar djúpt i mold. Siöan teknar upp jafnóöum og þurfti að nota þær og etnar meö ýmsum mat, t.d. harðfiski eöa sölvum. Soönar i mjólk voru þær og haföar i brauð. Stönglarnir (hvannnjólarnir) eru lika ætir og raunar mesta ljúfmeti ungir og meyrir, en tréna með aldrinum. Yzta himnan er flysjuö af og hinn bragðgóði stöngull siöan stýföur úr hnefa, eða borðaöur ,meö smjöri.sneiddur niöur. Hiö þægi- lega bragö situr lengi i munni. Ungir hvannaleggir einnig hag- nýttir i graut eins og rabarbari. Blöðin notandi sem salat eöa spinat. Fyrrum var rótin tuggin gegn farsóttum. Bæöi rót og fræ notuð i brennivin og likjöra til smekkbætis. I hvönn er allmikið C-fjörefni, einnig kumarinsambönd, — óstöðug olia o.fl. Hvönn þótti styrkja meltinguna. Sýrðir hvannstönglarþykja bæði sælgæti og hollir. Hvönn er talsvert rækt- uö i' Miöevrópu bæöi til lyfjagerö- ar og I likjöra. Flestar lækninga- jurtir ( ogþekking á þeim) hafa komiöað sunnan, voru t.d. marg- ar ræktaöar viö klaustrin. En meö hvönn var þessu ööru visu farið. Þekking á henni og lækn- ingamætti hennar virðist hafa borizt að noröan suöur á bóginn. Hvönn átti aö geta læknaö margt. Sumt eru eflaust hindurvitni, en nýlegar efnagreiningar benda þó til þess aö trúin á lækningamátt hennar sé ekki alveg úr lausu lofti gripin. Og talsverður matur er i henni. Skyldu ekki útilegumenn, t.d. i Hvannalindum, hafa haft veruleg not af hvönn. Eða Grettir á Arnarvatnsheiöi? Hvönnin hefur bragöast vel meö silungn- um. Vel hafa og Eyvindur og Halla kunnað aö meta hvönnina. Þekking áhvönnoge.t.v. hvönnin sjálf, hefur borizt meö islenzkum landnámsmönnum til Grænlands. HansEgedefannfáein islenzkorð i grænlenzku, þ.á.m. nafniö á hvönn — kuanek. Rætt hefur verið um ætihvönn. En þrjár tegundir hvanna vaxa á Islandi, þ.e. ætihvönn, geithvönn og sæhvönn. Sæhvönn vex við sjó i sjávarbökkum og eyjum, einkum á vestanverðu landinu. Hún er auðþekkt á fremur þykkum, gljá- andi blööum. Hæfir vel I garöa, Meö gleym-mér-ei á barmi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.