Tíminn - 10.09.1978, Síða 6
6
Sunnudagur 10. september 1978
ÍiMlmi •
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og' auglýsingar Siðumúia 15. Sfmi
86300.
Kvöldsfmar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á
mánuði.
Blaöaprent h.f.
^__________________________________________J
Hver dagur
árangur
Rikisstjórn ólafs Jóhannessonar, sem nú er tek-
in til starfa og vinnur að fyrstu efnahagsaðgerðum
sinum, er mjög alvarleg og mikilsverð tilraun til
þess að leysa meginvandamál þjóðarbúskaparins i
nánu samstarfi við almannasamtökin i landinu.
Það verður ekki of rækilega brýnt fyrir fólki,
launþegum jafnt sem öðrum, hve mikilvægt það er
að þessi alvarlega tilraun takist. Hér hefur um
margra mánaða skeið rikt hreinasta ófremdar-
ástand vegna þess að ekki lá fyrir hvaða aðili i
samfélaginu ætti að hafa forræði til athafna i nafni
þjóðarinnar.
Rikisstjórninni er i raun og veru ætlað að leysa
þennan stjórnarfarslega vanda og bægja frá þeim
háska sem af stafar, með samstarfi og samráðum
við almannasamtökin.
Það er vissulega eðlilegt að Framsóknarmenn
hafi forystu fyrir slikri tilraun til þjóðlegrar sam-
stöðu með heill alþýðu fyrir augum. Slikt er i fullu
samræmi við stefnu og hugsjónir Framsóknar-
manna og alla sögu flokksins.
1 lýðræðisþjóðfélagi er valdinu skipt milli
margra aðila sem verða að taka skynsamlegt tillit
hver til annars. Stjórnarfarslegt forræði og for-
ystuhlutverk rikisins minnkar ekki við það að
samráð séu höfð við launþegahreyfingarnar, sam-
vinnufélögin og bændasamtökin og skynsamlegt
tillit tekið til óska vinnuveitenda, viðskiptalifs, at-
vinnuvega og landshlutasamtaka.
Það sem máli skiptir er að allir þessir aðilar geri
sér grein fyrir þvi að rikisvaldinu er ætlað að vera
samnefndari og málamiðlari, en ekki að ganga er-
inda eins aðilans algerlega á kostnað einhvers
annars um fram skynsamlegt meðalhóf og félags-
legt réttlæti.
Helmingur flótta
manna í heiminum
eru böm
milljónir manna lifa fjarri ættjörð sinni og eiga litla
von um að snúa nokkum dmann beim
Flóttafólk frá Burma
Eftir styrjöldina í
Shaba-héraði í Zairesl. ár
flúðu um 220.000 manns
þaðan til Angóla. Flest
voru þetta bændur, sem
áttu lítinn blett þar sem
ræktuðu það, sem til mat-
ar þurfti. Nú er búið að
koma þeim fyrir í nýju en
kunnuglegu umhverfi.
Stjórnin í Angóla hjálpar
þessu fólki við að eignast
jarðarskika svo það geti
lifað á svipaðan hátt og
aðrir.
( fréttapistli frá Flótta-
mannastofnun Samein-
uðu þjóðanna eru marg-
víslegar og sorglegar
upplýsingar um þann
mikla fjölda flótta-
manna, sem víðs vegar
um heiminn hrekst úr
einum búðunum í aðrar,
fjarri heimkynnum sín-
um og meðal ókunnugra
og stundum óskyldra
þjóða.
Helmingur allra flótta-
manna eru börn og ung-
lingar. Þeirra bíður
margra hverra ekkert
annað en að gerast þegn-
ar annarra ríkja í besta
falli, eða þá að eldast og
deyja í flóttamannabúð-
um eins og dæmi eru frá
Vestur-Asíu.
I Bangladesh eru nú
nær 200.000 flóttamenn
frá Burma, og er það
þungur baggj fyrir hina
sárfátœku þjóð. Þessir
flóttamenn eru komnir
frá Burma vegna átaka
þar milli stríðandi ætt-
bálka.
Frá Víetnam berast
þær fregnir, að hundruð
þúsunda flóttamanna sé
þangað komnir frá
Kambodíu. Eru þetta
flest menn af Khmer-
stofni, sem flúið hafa
ógnarstjórnina í Phnom
Penh. Þá eru í þessum
hópi nokkur hundruð þús-
und manns af víetnam-
stofni, sem hrakist hafa
fram og aftur í styrjöld-
inni á þessum slóðum
undanfarna áratugi.
í f lóttamannahópnum
frá Kambódíu eru fjöl-
mörg börn.
Þær aðgerðir sem nú koma til framkvæmda eru
sem kunnugt er fyrst og fremst viðbrögð við þeim
vanda sem upp er kominn og er þeim ætlað að
leysa hann til skamms tima. Á það verður hins
vegar að leggja þyngstu áherslu að þessi nánu
samráð við almannasamtökin verður að nota til
þess að ná varanlegum árangri og ryðja úr vegi
þeim hindrunum gegn vinnufriði i landinu, skyn-
samlegri tekjuskiptingu,efnahagslegu jafnvægi og
eðlilegum viðskiptaháttum sem felast i þvi „kerfi”
sjálfu sem þjóðin hefur lifað við.
Aðilarnir að rikisstjórninni verða að taka hönd-
um saman um það að hún komi fram slíkum
grundvallarbreytingum að verkanna sjái lengi
staði i bættum hag og betra þjóðlifi.
Samtimis þvi að gengið er til verks við það að
leysa timabundinn vanda, verða menn jafnan að
hafa langtimasjónarmiðin i huga. Umbótamenn
mega aldrei gleyma sér svo i amstri daganna að
hugsjónirnar og framtiðarmiðin falli i skugga.
Og svo fer best að hvort glæði annað, lausnin við
vanda liðandi stundar og framtiðarmarkmiðið
sem stefnt er að um grýtta leið. Ef þetta samhengi
rofnar aldrei skilar hvert dagsverk varanlegum
árangri.
JS.