Tíminn - 10.09.1978, Side 10

Tíminn - 10.09.1978, Side 10
10 Sunnudagur 10, september 1978 ENGIHN ER FUUKONIINH Aðeins einn kemst næst því í hverri grein. í byggingariðnaði eru gerðar miklar kröfur, enda eru byggingaraðilar stöðugt á höttunum eftir betri tækjum, meiri afköstum og hagkvæmari útkomu. Framleiðendur byggingakrana og steypumóta eiga í harðri samkeppni um heim allan. Þess vegna verður val byggingaraðila undantekningarlaust þau tæki, sem hafa sannað kosti sína og yfirburði í reynd. BPR byggingakranarnir, eru stolt franska byggingariðnað- arins vegna afburða hæfileika, og útbreiðslu þeirra um allan helm. HUNNEBECK steypumótin hafa valdið tímamótum, ekki bara í Þýzkalandi, heldur víðast hvar annarsstaðar. Betri lausn er varla til! Allar frekari upplýsingar fúslega veittar á skrifstofunni. ARMANNSFELL HF. Leigu- sölu- og varahlutaþjónusta. Funahöfða 19, Sími83307. CO Húnnebeck ■"C^T^fírgardl^^ SÍMAR: 1-69-75 & 1-85-80 Auk þess að vera með verzlunina fulla af nýjum húsgögnum á mjög góðu verði og greiðsluskilmálum höfum við i ÚTSÖLU-HORNINU: Borðstofuborð, palesander Kr. Léttsófasett — Sófasett — Raðsófasett — Sófasett — Sófaborð — Borðstofusett — Sófasett (2 hábaksstólar + 2ja sæta sófi, með nýju plussáklæði) — 35.000 56.000 85.000 48.000 35.000 15.000 80.000 180.000 Eins og þú sérð — EKKERT VERÐ Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar óskar cftir starfsfólki i heimilisþjónustu. Upplýsingar gefur forstööukona í sima 18800. ÍHÍI Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar 'V Vonarstræti 4 sími 25500 Ábyrgð okkar „Langt fram eftir árum taka börn með einlægni og opnum huga við öllu, sem er sagt.. ” segir Gunnvör Braga i þessu viðtali, en hún hefur lengi annast útvarpsefni fyrir börn Flestir útvarpshlustendur munu kannast við rödd Gunnvar- ar Braga, þvl aö margt hefur hún lesið i útvarp, bæöi fyrir börn og fullorðna. Nú er Gunnvör hingað komin, og ætlar að spjalla viö les- endur Timans um stund. Við skul- um byrja á því að heyra hvað hún hefur að segja um upphaf sitt og bernskuár. „Sigurinn minn i ár” Hún tekur nú til máls: — Ég fæddist I Flatey á Breiða- firði 13. júli 1927. Faöir minn, séra Siguröur Einarsson, siöar prestur i Holti undir Eyjafjöllum gegndi þá prestsskap i Flatey. Sumariö sem ég fæddist fóru fram alþing- iskosningar, og pabbi var I fram- boði, i fyrsta skipti á ævinni. Hann var að heiman i framboðs- leiðangri, þegar ég fæddist, og þegar hann sneri heim aftur, voru niðurstöður kosninganna þegar kunnar: Hann hafði ekki náö kosningu. Mér er sagt, að hann hafi gengið aö vöggunni, þar sem ég lá, beygt sig yfir mig og sagt: „Þetta verður sigurinn minn i ár.” — Svo hefur þú auðvitað alist upp meö foreldrum þinum? — Já. Þau fluttust frá Flatey. Pabbi fór til Norðurlanda til áframhaldandi náms, en móðir mln, Guðný Jónsdóttir hjúkr- unarkona, varð fyrst I stað eftir I Flatey til þess að ráðstafa húsi þeirra, og meðal annars sá hún um að selja þessar skepnur sem þau áttu. En svo fór hún utan á eftir honum með okkur systurnar, Hjördisi Braga og mig, og viö dvöldumst siðan I Danmörku á annað ár. Þannig stóð á þvi, að ég lærði að tala dönsku áður en ég haföi náð viöunanlegu valdi á þvi að tala Islensku. Ég var alveg tal- andi á dönsku, þegar við komum aftur hingað heim. — Og hefur verið vel mælt á danska tungu siöan! — Satt aö segja man ég ekki eftir þvi að hafa nokkurn tima lært dönsku, — og þaö á sér vitan- lega þær eðlilegu orsakir, að ég var svo ung, þegar við áttum heima I Danmörku. Hitt er öllu merkilegra, að ég man ekki held- ur, eða veit, hvernig ég læröi sænsku. Ég var gifurlegur bóka- ormur, þegar ég var barn, en hef sennilega verið óskaplegur letingi I barnæsku að öllu öðru leyti. Sú var þó bót i máli, að pabbi skildi mig ákaflega vel, og mér tókst vlst aö fá lánað hjá honum allt prentað mál, sem barst inn á heimilið, — með skælum, ef ekki vildi betur til, — en barnabækur voru ekki neitt sérlega algengar á þessum árum. Þó minnist ég þess, aö mig vantaði lestrarefni. Við áttum þá heima aö Lækjargötu 4 1 Reykja- vik, uppi á lofti I húsinu þar sem bókaverslun Guðmundar Gama- lielssonar var. Fyrir mig var það eins og að sitja við óþrjótandi uppsprettulind að eiga heima þarna, — mér fannst svo dásam- legt að sjá allar þessar bækur I búöinni. Svo var það einhverju sinni, þegar mig vantaði bók að lesa, að ég rakst á Gösta Berlings sögu i bókaskáp fööur míns. Þegar ég opnaði hana, sá ég aö hún var árituð á dönsku, af þvi aö einhver danskur klerkur haföi gefið pabba hana. Ég fór nú að lesa, og þótt undarlegt væri, þá komst ég eitthvað talsvert áleiöis. Þó voru alltaf að koma fyrir orö, sem ég skildi ekki. Þá hljóp ég inn i her- bergi til pabba og spurði hann, og einhvern veginn þrælaöist ég i gegnum alla bókina. Eftir þetta las ég sænsku mér að gagni, en gat auðvitað ekki talað hana. Og ekki hafði ég lært málið, nema ef við eigum aö kalla þetta nám, þegar ég var að stauta Gösta Berlings sögu. Þar eru sterkustu eðlis- þættir hans — Nú var faðir þinn ekki ein- ungis mikill lærdómsmaður, heldur lika ágætt skáld. Varðst þú ekki vör við yrkingar hans, — þegar hann var með einhver sér- stök yrkisefni á prjónunum, hvernig hann vann, o.s.frv.? — Nei, um þá hluti veit ég litið. Eftir að ljóðabók hans, Hamar og sigð kom út, sendi hann ekki frá sér bók fyrr en hann var kominn að Holti. Á árunum, sem erú þarna á milli, gegndi hann fleiri en einu starfi, og flest voru þau umfangsmikil. Hann var kennari við Kennaraskólann, fréttastjóri Rikisútvarpsins, og hann átti sæti á Alþingi. Honum gafst þvi ekki mikill timi til ljóðagerðar á þessum árum, þvi að auk alls annars gerði hann mjög mikið af þvi að flytja erindi og á þessu skeiði ævinnar var hann miklu þekktari sem fyrirlesari en ljóð- skáld. Það var sá þáttur starf- semi hans, sem fjölskyldan varð einkum vör við. Þegar hann var aðsemja erindi, las hann þau iðu- lega fyrir móður okkar, og oft var lika kallað á okkur til þess að hlusta. Við, börnin vorum aldrei rekin út, hvort sem hann var að semja erindi eða lesa það fyrir mömmu. Og ég var mjög ung, þegar hann fór að taka mig meö sér þangað sem hann þurfti að fara til þess að flytja erindi, hvort sem það var i samkomuhúsum i Reykjavik eða á héraðsmótum út um land. — Seinna breyttust aðstæðurn- ar, eins og öllum er kunnugt. For- eldrar minir skildu, faðir minn kvæntist Hönnu Karlsdóttur og gerðist skömmu slöar prestur I Holti undir Eyjafjöllum, þar sem hann var til dauðadags. Þegar hann var setstur um kyrrt fjarri skarkalanum og fjölmenninu, fór hannafturaðyrkja.ogorti mikið. Hann kom þó oft til Reykjavíkur og heimsótti mig ævinlega, og ekki sfst eftir aö ég hafði stofnað mitt eigið heimili viö Meltröö i Kópavogi. 1 þessum ferðum las hann alltaf fyrir okkur, bæði það sem hann hafði ort nýlega, og ekki siður hitt, sem var I smiðum það og það skiptið. Það var ekki sjaldan að hann hafði með sér prófarkir af þvl sem hann var með i takinu. — Veist þú hvernig faðir þinn vann að ritverkum sinum? — Ég veit, að hann átti ákaf- lega létt með að yrkja. Mér er. kunnugt um, að ljóöabálkurinn Sól fer sunnan varö allur til I ferðalaginu, sem er kveikjan að þeim kvæðum. Hann orti á torgi suður i Róm, i áætlunarbil á milli borga eða annarra viðkomustaða I feröalaginu, og svo framvegis. Þegar heim kom, tók hann svo þessi kvæði, lagaði, breytti og orti jafnvel upp, I sumum tilvikum. En kveikjan, og meira aö segja frumgerö allra þessara kvæöa urðu til á ferðalaginu, og merkilega oft held ég að hann hafi litlu þurft aö breyta, þegar hann fór að vinna kvæðin seinna. Ég hef meira að segja heimildir um þetta frá samferöafólki hans. Ég veit um fólk, sem skrifaði eftir honum, það sem hann mælti svo að segja eða alveg af munni fram i ferðalaginu, og ég hef átt þess kost að bera þessar frumgeröir saman við fullort kvæði, sem hann haföi gengið endanlega frá, og birt síðan i bók. Þar munar furðulitlu á fyrstu og sfðustu geröinni. Þar hafa veigamestu þættir ljóðsins minnstum breyt- ingum tekiö i meðförunum. „Hve glöð er vor æska...” öllum börn- um er eiginlegt að veita þvi athygli sem fuliorðna fólkið segir og gerir og — Veist þú á hverju verka sinna hann hafði mestar mætur? — Þvi er kannski ekki auövelt að svara, en þó held ég að égjari nærri um þetta. Skálholtsljóð hans eru auðvitað merkilegur kvæöabálkur, Háskólaljóöin sömuleiðis. Þó er mér næst að halda að hann hafi metið Visurn- ar um viljann meira en þessa kvæðabálka, sem ég var að nefna. Hann minntist oft á þær, bæði á meðan þær voru i próförk og eftir það. Ég held, að þar sé meira af honum sjálfum en I nokkru ööru verka hans, og þvi lengur sem ég hugsa um þetta, þeim mun sann- færðari verð ég um þaö, að i Vis- unum um viljann megi finna sterkustu eðlisþætti föður mins. Langaði að tala fallegt mál — En hvað um sjálfa þig?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.