Fréttablaðið - 01.09.2006, Síða 12

Fréttablaðið - 01.09.2006, Síða 12
12 1. september 2006 FÖSTUDAGUR KÓLOMBÓ, AP Stjórnarher Srí Lanka sækir nú í átt að Sampur-skaga við Trincomalee, norðlæga hafnarborg á austurströnd landsins. Sampur- skagi er á miðju yfirráðasvæði Tamílatígranna í austri og hernað- arlega mikilvægur því í Trincoma- lee er góð höfn, sem Tígrarnir nota til að koma vistum á yfirráðasvæði sín og til að klekkja á sjóher stjórn- arinnar, en herstöð sjóhersins er skammt undan borginni. Tamíla- tígrar hafa síðustu daga haldið úti árásum á herstöðina, en mikilvægt er fyrir stjórnarherinn að stöðin falli ekki í hendur Tígrunum því hún er eina leiðin fyrir stjórnarher- inn til að senda nauðsynlegar vistir til sinna hermanna á Jaffna-skaga í norðri. Sóknin, sem staðið hefur yfir frá sunnudegi, ræður því miklu um áframhaldandi þróun mála á svæð- inu og segir ríkisstjórnin að stjórn svæðisins ráði jafnvel úrslitum um fullveldi landsins. Hún sé svo mikið grundvallaratriði að hún sé undan- þegin vopnahléssamningnum frá 2002. Þorfinnur Ómarsson, tals- maður norrænu eftirlitssveitarinn- ar, efast um að þetta eigi við rök að styðjast. Sampur-skaginn hafi verið undir stjórn Tígranna í fjögur og hálft ár, eða allt frá vopnahléi. Her- inn geti því ekki sagt núna fyrst að hann skipti grundvallarmáli fyrir fullveldi landsins. Væri svo hefði herinn aldrei gengið að vopna- hléinu. Árásin er því að mati SLMM brot á vopnahléssamningnum. - kóþ FRAMKVÆMDIR Grunnar geta staðið opnir í áratugi, aðeins þarf að ganga frá þannig að ekki stafi hætta af. „Gapandi grunnur er ekki ríkinu til sóma nema síður sé,“ segir Magnús Sædal, byggingafulltrúi í Reykjavík. Byggingayfirvöld hafa heimild til þess að fella bygg- ingarleyfi úr gildi en það er sjaldan gert. Magnús segir að ekki stafi hætta af grunninum við Læknagarð en kannast hins vegar ekki við grunn- inn á baklóð K-álmu LSH. Herdís Storgaard, forstöðumaður Sjóvá forvarna- húss, segir að frágangur á grunnum séu enn mikið vandamál í borginni. Stærsta hætta fyrir börn sé tvenns konar, vatnshætta og steypustyrktarteinar. Steypu- styrktarjárnin við Læknagarð hafi verið klædd um 1996. „Við reyndum mikið að fá þá til að ganga frá járnunum og grafa yfir þannig að það skapaðist ekki hætta. Ég man að það var á sínum tíma mikil barátta að fá spítalann til að setja varnir á járnin,“ segir hún. „Það hafa orðið mjög alvar- leg slys þar sem börn hafa festst eins og kjöt á grill- teinum. Í einhverjum tilfellum hafa þau orðið að losa sig sjálf þar sem hjálp hefur ekki fengist.“ Betur verður gengið frá teinunum við Læknagarð á næstunni. - ghs Í kjölfar niðurstöðu norrænu eftirlitssveitarinnar um að sautján hjálpar- starfsmenn hafi verið teknir af lífi af stjórnarher Srí Lanka, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær, hefur Jan Egelund, skipuleggjandi neyðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna, hótað því að draga mannúðaraðstoð SÞ tímabundið til baka. Ulf Henricsson, fráfarandi yfirmaður SLMM, tók í sama streng og sagði ómögulegt að starfa áfram á átakasvæðinu nema „fólk verði dregið til ábyrgðar á aftöku sautján samstarfsmanna okkar“. Sameinuðu þjóðirnar: Íhuga að fresta neyðaraðstoð EINBEITTUR STJÓRNARHERMAÐUR Þessi dáti berst í grennd Trincomalee. Stjórnarher- inn vill flæma Tígrana frá svæðinu til að ná aftur valdi á sjóflutningum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP INDVERSK TÍSKA Sýningarstúlkur sýna indverska fatatísku á tískuviku í Nýju- Delí í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐ LÆKNAGARÐ „Við reyndum mikið að fá þá til að ganga frá járnunum,“ rifjar Herdís Storgaard, forstöðu- maður Sjóvá forvarnahúss, upp um grunninn við Læknagarð. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Húsgrunnar geta staðið opnir í áratugi í borginni ef frágangur er tryggilegur: Byggingarleyfi sjaldan fellt úr gildi Stjórnarherinn sækir inn á svæði Tígra í Srí Lanka: Stórsókn hersins DÓMSMÁL Hálffimmtugur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn vald- stjórninni. Hann er dæmdur fyrir að hafa í september í fyrra sparkað í andlit lögreglumanns þegar lögreglumaðurinn var að reyna að koma honum inn í lögreglubíl eftir óspektir á skemmtistaðnum Players í Kópavogi. Tvær tennur brotnuðu í lögreglumanninum. Manninum var gert að greiða lögreglumanninum rúmar sex þúsund krónur í skaðabætur. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. - sh Karlmaður fær skilorð: Braut tennur lögregluþjóns EÐ A LD A G A R Laugavegur Lexus IS200 skráður 04/04 ek. 35.000 verð 2.600.000 kr. Laugavegur VW Passat Highline 2,0 Turbo skráður 11/05 ek. 7.000 verð 3.650.000 kr. Laugavegur Mercedes Benz ML 270 Cdi skráður 09/05 ek. 26.000 verð 5.640.000 kr. *M.v. SP-bílasamninga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.