Fréttablaðið - 01.09.2006, Side 18
1. september 2006 FÖSTUDAGUR18
fréttir og fróðleikur
Kimmo Sasi er formaður
stjórnarskrárnefndar
finnska þingsins og átti
sæti í nefndinni sem samdi
nýju stjórnarskrána sem
tók gildi árið 2000. Auðunn
Arnórsson hitti hann að
máli í þinghúsinu í Helsinki.
Tilefni heimsóknarinnar er að
kynnast reynslu Finna af því að
endurskoða stjórnarskrá norræns
lýðveldis, í ljósi þess að nú er verið
að vinna að endurskoðun stjórnar-
skrár íslenska lýðveldisins.
Það fer ekki á milli mála þegar
á fund Sasi er komið að þar fer
maður sem gustar af. Hann hefur
setið á þingi fyrir íhaldsflokkinn
Kokoomus (Sameiningarflokkinn)
síðan árið 1983. Hann er lögfræð-
ingur að mennt og hefur allt frá
því fyrst var farið að vinna að
endurskoðun finnsku stjórnar-
skrárinnar, fyrst mannréttinda-
kaflans og svo allra annarra þátta
hennar, tekið virkan þátt í því
starfi. Sem formaður stjórnar-
skrárnefndarinnar hefur hann
mikið um það að segja hvernig hin
endurskoðaða stjórnarskrá Finna
er túlkuð, enda hefur nefndin sam-
svarandi vald til að skera úr um
stjórnarskrársamræmi laga og
stjórnskipunardómstólar hafa í
öðrum ríkjum.
Lærdómur af valdatíð Kekkonens
Sasi var fyrst beðinn að lýsa
aðdraganda þess að stjórnarskrá-
in var endurskoðuð árið 2000. Til
að útskýra það byrjar hann á að
rifja upp að Finnland fékk sjálf-
stæði árið 1917 og þingið sam-
þykkti nýja stjórnarskrá árið 1919.
„Með henni varð Finnland lýð-
veldi; í henni var kveðið á um
hvernig æðstu valdastofnanir rík-
isins störfuðu,“ segir hann. „Þessi
stjórnarskrá hélst lítt breytt fram
á tíunda áratuginn. Eftir 24 ára
forsetatíð Urho Kekkonens (1956-
1981) var mikill vilji fyrir hendi
að draga úr völdum forsetans, það
var einn aðalhvatinn að stjórnar-
skrárbreytingum,“ útskýrir Sasi.
„Hinn var sá að mannréttinda-
ákvæði voru af mjög skornum
skammti í gömlu stjórnar-
skránni.“
Byrjað á mannréttindakafla
Viljinn annars vegar til að draga
úr völdum forsetans og hins vegar
til að efla mannréttindaákvæði
stjórnarskrárinnar voru semsé
aðalhvatarnir að því að fljótlega
eftir að Kekkonen var farinn frá
völdum í byrjun níunda áratugar-
ins var kölluð saman nefnd með
fulltrúum úr öllum stjórnmála-
flokkum sem sæti áttu á þingi.
„Þessi nefnd hafði það hlutverk að
semja nýjan mannréttindakafla
stjórnarskrárinnar og ég átti sæti
í henni,“ segir Sasi. Nefndinni til
ráðgjafar var nefnd með stjórn-
lagafræðingum og öðrum sér-
fræðingum, auk embættismanna
og fulltrúa hagsmunasamtaka
aðila vinnumarkaðarins.
Erfiðar málamiðlanir
„Þetta nefndarstarf tók langan
tíma og það þurfti miklar pólitísk-
ar málamiðlanir til að komast að
niðurstöðu,“ segir Sasi. En niður-
staða náðist og nýr mannréttinda-
kafli tók gildi árið 1995, sama ár
og endurskoðaður mannréttinda-
kafli íslensku stjórnarskrárinnar
gekk í gildi.
Sasi segir aðalmálamiðlunina,
sem greiddi fyrir samþykki upp-
færða mannréttindakaflans, hafa
verið þá að fallist var á að afnema
vald það sem þriðjungur þing-
heims hafði til að fresta gildistöku
tiltekinna laga fram yfir kosning-
ar, en þetta vald hafði verið stjórn-
arandstöðuflokkum Kekkonen-
tímans mikilvægt haldreipi. Þegar
borgaraflokkarnir komust í stjórn
seint á níunda áratugnum og
þurftu að koma efnahagsumbót-
um í framkvæmd reyndist þetta
ákvæði slíkum umbótaáformum
mjög til trafala. Því varð niður-
staðan sú að afnema það um leið
og nýi mannréttindakaflinn var
samþykktur, en í honum eru meðal
annars ákvæði um efnahagsleg og
félagsleg réttindi sem vinstri-
menn í nefndinni lögðu mikla
áherslu á að yrðu þar.
„Það skapaðist samstaða milli
flokka innan þings um að taka
þetta vald af minnihlutanum.
Þessu var breytt um leið og nýi
mannréttindakaflinn var sam-
þykktur,“ staðfestir Sasi.
„Í framhaldi af því var samstaða
um að halda verkinu áfram og
uppfæra aðra þætti stjórnarskrár-
innar, sem verið höfðu í gildi frá
árinu 1919. Stefnan var sett á að
endurskoðuð stjórnarskrá tæki
gildi árið 2000,“ segir hann. Því
hafi ný nefnd verið mynduð til að
vinna að þessu verkefni. „Nefndin
fór í gegnum gömlu stjórnar-
skrána og endurskrifaði ákvæði
hennar; færði þau til nútímalegra
horfs,“ útskýrir Sasi. „Innihalds-
lega voru þó litlar breytingar
gerðar aðrar en þær sem vörðuðu
valdsvið forsetans.“
Forsetinn sviptur valdheimildum
Þær breytingar voru hins vegar
umtalsverðar. „Forsetinn var
sviptur nær öllu valdi í innanríkis-
málum,“ segir Sasi. Til dæmis um
þetta nefnir hann að ef forsetinn
hefur eitthvað á móti tilteknu
stjórnarfrumvarpi getur hann
vísað því til baka til ríkisstjórnar-
innar, en vilji hún halda málinu til
streitu og sendir það óbreytt til
forsetans til undirskriftar, verður
hann að gera það.
„Einu raunverulegu völdin sem
forsetinn hefur í innanlandsmál-
um er skipunarvald í æðstu emb-
ætti ríkisins,“ segir Sasi. Frá því
uppfærða stjórnarskráin tók gildi
hefur sýnt sig að þetta embættis-
skipunarvald hefur forsetinn nýtt
sér til áhrifa.
Það sem álitið var haldast sem
valdsvið forsetans er fyrst og
fremst á sviði utanríkismála.
Ánægja í öllum flokkum
„Ég tel að í öllum flokkum ríki nú
almenn ánægja með nýju stjórn-
arskrána,“ segir Sasi. „Eins og ég
sagði er valdsvið forsetans ekki
alveg fullmótað enn, ég tel að það
taki svolítinn tíma. Forsetinn mun
draga úr hlutverki sínu í sameigin-
legri utanríkis- og öryggismála-
stefnu ESB, ef ekki að eigin frum-
kvæði þá þvingaður til þess. Hann
mun að mínu viti gegna æ minna
hlutverki í leiðtogafundunum.“
Sasi rekur ástæðuna fyrir því
að Finnar gátu svo lengi búið við
stjórnarskrá, sem svo litlum
breytingum tók, til þess að með
2/3 hluta þingmeirihluta var hægt
að samþykkja sérlög sem viku frá
bókstaf stjórnarskrárinnar. Þessi
heimild var notuð mörg hundruð
sinnum á gildistíma gömlu
stjórnarskrárinnar; mörg slík lög
voru þó aðeins í gildi í takmarkað-
an tíma.
Þegar nýja stjórnarskráin tók
gildi var kveðið á um að ekki væri
hægt að hagga við kjarna stjórn-
arskrárvarinna réttinda borgar-
anna. „Nýja reglan var því sú að
áfram er mögulegt að gera stjórn-
arskrárbreytingar með þessum
hætti (2/3 meirihluta), en nær ein-
göngu í tengslum við alþjóðasam-
starfsskuldbindingar okkar,“
útskýrir Sasi.
FRÉTTAVIÐTAL
AUÐUNN ARNÓRSSON
audunn@frettabladid.is
Ný stjórnarskrá Finna reynist vel
Reglulega berast fréttir af átökum svo-
kallaðra Tamíltígra á Srí Lanka við þarlend
yfirvöld. Norrænar friðargæslusveitir hafa
dvalist á eynni undanfarið, meðal annars
nokkrir Íslendingar.
Hverjir eru Tamíltígrarnir?
Tamíltígrarnir eru herská pólitísk samtök
sem hafa strítt við yfirvöld Srí Lanka frá
því á áttunda áratugnum með það að
markmiði að aðskilja Tamíl-svæðin í
Norður- og Austur-Srí Lanka frá landinu
og stofna nýtt ríki.
Eru Tamíltígrarnir hryðjuverkasamtök?
Eins og venjan er með samtök af þessum
toga eru alls ekki allir sammála um hvern-
ig skuli skilgreina Tamíltígrana. Stuðn-
ingsmenn þeirra segja þá frelsishetjur en
fjöldi ríkja, þeirra á meðal Bandaríkin, ríki
Evrópusambandsins, Kanada og Indland,
hafa sett Tígrana á lista yfir hryðjuverka-
samtök. Það er aðallega gert vegna þess
að þeir nota barnunga hermenn, hafa
staðið fyrir launmorðum á þekktum
stjórnmálamönnum og beita sjálfsmorðs-
árásum.
Þeir sem andmæla því að þeir séu
hryðjuverkasamtök benda á að Tamíltígr-
arnir, sem stjórna nyrsta hluta landsins,
haldi úti skólum fyrir börn, heilbrigðis-
þjónustu, dómskerfi, lagaskóla, fjölmiðla-
kerfi, bönkum, tollgæslu og lögreglu,
og séu því engin hryðjuverkasamtök,
heldur sjálfstætt starfandi ríki með eigin
stjórnsýslu.
FBL GREINING: TAMÍLTÍGRARNIR
Starfrækja fjölmiðla, skóla og banka
Hvalveiðar í vísindaskyni hafa verið
stundaðar frá árinu 2003 en veiðum
þessa árs lauk í síðustu viku. Sverrir
Daníel Halldórsson er líffræðingur á
hvaladeild Hafrannsóknarstofnunar-
innar.
Hversu margar hrefnur megið þið
veiða og hvað eruð þið að rann-
saka?
Þetta voru 60 dýr sem við máttum
veiða í ár. Við erum fyrst og fremst
að skoða fæðuvistfræðina; mikilvægi
hrefnunnar í vistkerfinu. Við greinum
til dæmis magasýni úr dýrunum.
Hvað verður um kjötið?
Félag hrefnuveiðimanna sér um að
setja kjötið í sölu. Allur ágóði af þess-
um veiðum rennur í rannsóknarsjóð.
Hvernig fara veiðarnar fram?
Við vorum með fjóra báta fyrr í sumar,
en tvo undir lokin. Félag hrefnuveiði-
manna útvegar bátana og allir skip-
stjórarnir eru gamlir hrefnuveiðimenn.
Við notum norskan sprengiskutul, sem
springur þegar hann kemur í dýrið.
SPURT & SVARAÐ
Hvalveiðar
Svona erum við
> Fjöldi íslenskra útvarpsstöðva
SVERRIR DANÍEL HALLDÓRSSON
líffræðingur
1965
4 231
1985 2005
Heimild: Hagstofa Íslands
KIMMO SASI Formaður stjórnarskrár-
nefndar finnska þingsins.
SÁTT UM VALD STJÓRNARSKRÁRNEFNDAR
ÞINGHÚSIÐ Í HELSINKI Með byggingu hins tilkomumikla þinghúss á millistríðsár-
unum var fest í sessi tilkall þingsins til að vera kjölfesta finnskrar stjórnskipunar.
LJÓSMYND/AUÐUNN
endurspeglar þannig flokkspólitískar átakalínur, svarar Sasi því til að þetta
hafi hingað til ekki verið vandamál. „Við reynum jafnan að ná samstöðu
þegar við tökum afstöðu til mála í nefndinni,“ segir hann. Og nefndarmenn
reyni að láta lögfræðirök vega þyngra en pólitísk.
Sasi segir góða samstöðu ríkja um
það vald sem stjórnarskrárnefndin
fer með. Hún hefur ein réttinn til
að túlka stjórnarskrárgildi laga.
Dómstólar hafa þennan rétt ekki
nema að svo miklu leyti sem
tengist tilteknu máli sem þeir
þurfa að úrskurða í. Slík túlkun
fær að sögn Sasi þó þá aðeins
fordæmisgildi að hún gangi ekki
gegn túlkun stjórnarskrárnefndar-
innar. Hann segir aðeins eitt slíkt
tilvik hafa komið upp í Hæstarétti
síðan stjórnarskráin tók gildi fyrir
sex árum.
Spurður hvort það sé ekki
til þess fallið að grafa undan
trúverðugleika nefndarinnar að
hún er skipuð stjórnmálamönnum
en ekki atvinnulögfræðingum og
Nánar verður fjallað um reynslu Finna af endurskoðun
stjórnarskrár sinnar í Fréttablaðinu á morgun.
1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8
Upplýsingar,
viðburðir,
afþreying og fréttir