Fréttablaðið - 01.09.2006, Síða 24

Fréttablaðið - 01.09.2006, Síða 24
24 1. september 2006 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFANG: ritstjorn@frettabladid.is Sjálfstýring á miðunum? Í ört vaxandi þekkingarsamfélagi leita fjölmiðlar í ríkum mæli til sérfræðinga til þess að segja álit á einstökum við- burðum. Þetta er gert í þeim tilgangi að gefa lesendum blaða eða áheyrendum ljósvakamiðla sem gleggsta mynd af því sem til umfjöllunar er hverju sinni. Mikilvægt er að fjölmiðlar og notendur þeirra geti treyst því að slík álit séu gefin á grundvelli raunverulegrar sérþekkingar og af sjónarhóli alhliða yfirsýnar. Fréttir voru sagðar af því um miðja þessa viku að fyrrver- andi þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefði hlotið uppreist æru. Um það efni gilda ákvæði almennra hegningarlaga og venjur um túlkun sem byggðar eru á viðurkenndum lögskýringargögnum. Af þessu tilefni kynnti ljósvakamiðill til sögunnar sérfræðing Háskólans á Akureyri í stjórnskipun. Í viðtalinu gerði sérfræð- ingurinn þrjár efnislegar athugasemdir við afgreiðslu málsins: Í fyrsta lagi taldi hann að ákvörðunin væri klaufaleg. Í öðru lagi áleit sérfræðingurinn vafamál að hún væri til bóta fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í þriðja lagi lýsti sérfræðingurinn þeirri skoðun sinni að heppilegt hefði verið í ljósi fyrri atburða eða sniðugt fyrir handhafa forsetavalds að láta undirskrift máls- skjala bíða heimkomu forseta Íslands. Það þarf ekki sérfræðing í stjórnskipunarrétti til þess að átta sig á því að klaufaskapur við afgreiðslu þessa máls getur aðeins snúist um það hvort ráðherra fór að réttum lögum eða ekki. Sér- fræðingurinn gat enga veilu fundið þar á. Athugasemdin féll þar með dauð og ómerk. Önnur athugasemd sérfræðingsins laut að því að ákvörðun ráðherrans hefði ekki verið til bóta fyrir flokk hans. Sérhverj- um leikmanni er þó ljóst að ráðherrann hefði beinlínis gerst brotlegur við lög ef hann hefði við afgreiðslu slíks erindis látið hagsmuni flokks síns ráða ákvörðun þar um eða tímasetningu hennar. Varðandi þriðju athugasemd sérfræðingsins er flestum ljós sú stjórnskipunarregla að ráðherra ber ábyrgð á embættis- athöfnum forseta Íslands. Handhafar forsetavalds áttu því ekki neitt sjálfstætt val um að ákveða tímasetningu undirskriftar. Pólitískur leikaraskapur af þeirra hálfu hefði beinlínis verið brot á stjórnarskrá og enn fremur strítt gegn rétti umsækjanda til eðlilegrar málsmeðferðar. Þegar sérfræðingurinn vísar til fyrri atburða í áliti sínu er rétt að hafa í huga að einu atburðirnir sem ráðherra er heimilt að taka mið af við afgreiðslu slíks máls eru fordæmi um afgreiðslu sams konar erinda. Ef ráðherrann hefði notað aðra atburði sem fordæmi hefði hann brotið lög og brotið á rétti umsækjandans. Eina gilda álitaefnið við meðferð þessa máls er spurning um það hvort ráðherra hefði átt að víkja sæti. Samkvæmt vanhæfis- reglum stjórnsýsluréttarins sýnist þó ekki hafa verið lagaleg þörf á því. Þessa spurningu nefndi sérfræðingurinn þó ekki einu orði. Í þessu sambandi er einnig rétt að hafa í huga að sérfræð- ingurinn lét ekki í ljós skoðun á því gilda pólitíska álitaefni hvort skynsamlegt hefði verið af þingmanninum fyrrverandi að sækja um uppreist æru. Sérfræðiálit í fjölmiðlum: Það er stórt orð háskóli ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Nokkrir fremstu sérfræðingar heims í fiskihagfræði hittust á dögunum á málstefnu í Reykja- vík til að ræða þróun einstaklings- bundinna réttinda til nýtingar fiskistofna. Í hópi þeirra er Ragnar Árnason prófessor, sem varpaði fram athyglisverðri hugmynd. Hvers vegna stjórnar íslenskur sjávarútvegur ekki sjálfur fiskveiðum á Íslandsmið- um? Með því á hann við, að samtök útgerðarmanna taki við úr höndum ríkisins rekstri rannsóknastofnana og ákvörðun leyfilegs hámarksafla í hverri fisktegund. Rökin eru einkum tvenn. Í fyrsta lagi er einka- rekstur jafnan hagkvæmari en ríkisrekstur, eins og reynslan sýnir. Menn fara betur með eigið fé en annarra. Milton Friedman sagði eitt sinn við mig í gamni, en líka alvöru, að sér hefði virst, að þjónusta ríkisins væri jafnan tvöfalt dýrari en sú, sem einka- aðilar veittu. Hin rökin eru, að útgerðar- menn hafi augljósan hag af því að taka hagkvæmustu ákvarðanir um leyfilegan hámarksafla í hverri fisktegund. Þeir eru hver og einn handhafar réttinda til að veiða tiltekið hlutfall af leyfi- legum afla í hverri tegund, en hafa saman brýna hagsmuni af því, að ákvörðunum sé hagað á þann hátt, að verðmæti hvers fiskistofns verði sem mest til langs tíma litið. Í rauninni hafa þeir brýnni hagsmuni af þessu en stjórnmálamenn, sem hugsa ef til vill frekar um að tryggja sem flestum kjósendum vinnu. Mér líst vel á þá hugmynd, að í stað þess að greiða auðlindagjald taki sjávarútvegurinn að sér að stjórna fiskveiðum með öllum þeim kostnaði, sem af því hlýst. Það er aukaatriði, að þá mun sjávarútvegurinn ef til vill greiða meira en hann gerir nú. Gordon Munro, prófessor í Háskólanum í Bresku-Kólumbíu í Vancouver, ræddi um annað mikilvægt mál. Hvernig á að stjórna úthafsveiðum? Tekist hefur að ná samkomulagi um að stjórna veiðum í suma stofna, til dæmis á Norður-Atlantshafi, en ekki alla, meðal annars á Kyrra- hafi. Ýmis úrræði eru hugsanleg. Eitt er, að fyrirtæki, sem nýta slíka stofna, annist um stjórn veiðanna. Það er þeim annmörk- um háð, að þau hafa ekki rétt til að framfylgja ákvörðunum sínum með valdi. Annað er, að Samein- uðu þjóðirnar eða stofnanir þeirra taki að sér stjórnina. Það er líka hæpið. Þótt sumir sér- fræðingar Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Róm hafi fullan skilning á vandanum, eins og kom fram á málstefnunni, eru Sameinuðu þjóðirnar kunnar að öðru en röggsemi og skilvirkni. Mér líst sjálfum best á, að strandríki heims færi fiskveiði- lögsögu sína eins langt út og kostur er á, en semji sín í milli um nýtingu annarra svæða. Gary Libecap, prófessor í Kaliforníuháskóla í Santa Barbara, ræddi um þann vanda, sem Íslendingar stóðu einmitt frammi fyrir, þegar kvótakerfinu var komið á: Flestir eru þeirrar skoðunar, að nýta beri takmarkað- ar auðlindir með úthlutun einstaklingsbundinna og fram- seljanlegra nýtingarréttinda. En hvernig skal úthluta slíkum réttindum í upphafi? Libecap benti á, að sá kostur væri nær alltaf tekinn, þegar um væri að ræða auðlindir, sem þegar væru nýttar, að úthluta réttindunum til þeirra aðila, sem þær nýttu. Það kostaði minnsta árekstra, enda ættu þeir hagsmuna að gæta. Þegar um nýjar auðlindir væri að ræða, kæmu hins vegar uppboð eða aðrar úthlutunaraðferðir til greina. Libecap bætti við, að þau rök fyrir auðlindagjaldi, að það minnkaði ekki verðmætasköpun í sjávarútvegi, væru veikari en margir hagfræðingar hefðu haldið fram. Í fyrsta lagi væri erfitt að stjórna fiskveiðum, þegar útgerðarmenn fengju ekki sjálfir að hirða afraksturinn af auðlind- inni, því að þá hefðu þeir ekki eins brýna hagsmuni og ella af skynsamlegri stjórn þeirra. Í öðru lagi hefðu þeir þá ekki hagsmuni af því að endurbæta auðlindina. Síðar meir mætti til dæmis hugsa sér að girða af hafsvæði, rækta eða kynbæta fiskistofna, dreifa einhvers konar áburði á fiskimið og svo framvegis, en útgerðar- menn legðu varla í kostnaðarsama leit að slíkum nýjum aðferðum, fengju þeir ekki að hirða afraksturinn sjálfir. Áheyrendur á málstefnunni hlutu að sannfærast um það, að Íslendingar standa framarlega í stjórn fiskveiða. Þótt kvótakerfið sé ekki fullkomið, er það miklu skárra en aðrir kostir. HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í DAG | Mér líst vel á þá hugmynd, að í stað þess að greiða auðlinda- gjald taki sjávarútvegurinn að sér að stjórna fiskveiðum með öllum þeim kostnaði, sem af því hlýst. Fiskihagfræði Það er stórt orð háskóli. Til slíkra stofnana má gera lágmarks- kröfur. VIÐBRÖGÐ | Arnbjörg Sveinsdóttir svarar Stefáni Ólafssyni Stefán Ólafsson er við sama heygarðs-hornið í öfugmælum sínum um skatt- kerfið. Hann fullyrðir í grein sinni á mið- vikudag að skattar séu of háir á Íslandi. Hann nefnir tvennt til sögunnar, annars vegar að tekjuafgangur ríkissjóðs sé 65 milljarðar og hins vegar að skattbyrði almennings sé að aukast. Eins og alltaf þegar Stefán birtir pólitískar skoðanir sínar opinberlega gerir hann það sem prófessor við Háskóla Íslands. Það sem Stefán nefnir ekki er að eðli tekjujafn- andi skattkerfis er það að þegar laun fólks hækka þá eykst skattbyrðin. Raunin er sú að laun á Íslandi hafa hækkað langt umfram verðlagsbreytingar. Það sem segir auðvitað stærstu söguna um skatt- kerfið er að ráðstöfunartekjur fólks hafa vaxið mjög á undanförnum árum. Kaupmáttur hefur aukist og kjör skattgreiðenda batnað stórkostlega. Nefna má dæmi um vinnandi hjón með tvö ung börn. Með 360.000 króna laun á mánuði var heildar- skatthlutfall þeirra árið 1994 18,5% en 13,2% á þessu ári. Rétt er hins vegar að minna á að m.v. hækkun launavísitölu þá samsvara 360.000 mánað- arlaun árið 1994 rúmlega 500 þús. krón- um á þessu ári og hækkun kaupmáttar þeirra rúmum 40%. Það er það sem skiptir raunverulega mestu máli. Tekjuafgangur ríkissjóðs hefur sem betur fer vaxið og hefur tekist að greiða stórkostlega niður skuldir ríkisins. En það er auðvitað athyglisvert að tekjurn- ar hafa vaxið þrátt fyrir lækkandi skatt- hlutfall. Það segir auðvitað þá sögu að hjól efnahagslífsins snúast þeim mun betur sem einstaklingar og fyrirtæki eru minna skattpínd. Tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti fyrirtækja voru nánast engar þegar skattprósentan var 45% en skipta nú veru- legu máli þegar skattprósentan hefur verið lækkuð í 18%. Velferðarkerfið hefur notið góðs af bættum hag ríkissjóðs, fá ríki standast samanburð við Ísland um framlög til heilbrigðis- og menntamála. Það má þó segja að það er ánægjulegt að Stefán er sammála Sjálfstæðisflokknum um að enn megi stefna að meiri skattalækkunum. Stefnan hlýtur að vera að draga úr umsvifum og rekstri hins opin- bera og að einstaklingarnir hafi sjálfir sem mest af aflafé sínu til ráðstöfunar. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Skattalækkanir ganga eftir ARNBJÖRG SVEINSDÓTTIR FRÁ DEGI TIL DAGS Þangað er fátt að sækja „Þetta eru afar afskekkt svæði og fáfarin, nema helst af smalamönnum á haustin. Þangað er líka fremur fátt að sækja fyrir ferðamenn, nema þá til að skoða hreindýr og minjar um framrás Brúarjökuls. Hvort tveggja er þó aðgengilegt með auðveldari hætti annars staðar, hreindýr við Snæ- fell og á Vesturöræfum og jökulgarðar vestan við útfall Sauðár eða á Eyjabökkum.“ Svo skrifaði Hjörleifur Gutt- ormsson um Kringilsárrana í Árbók Ferðafélags Íslands 1987. Breytt sýn Nú, tæpum 20 árum síðar, má á andstæðingum Kárahnjúkavirkj- unar skilja að Kringilsárrani falli í flokk helstu náttúruperla landsins. Þangað hafa fjölmargir lagt leið sína síðustu mánuði og ber fólki almennt saman um að fegurð svæðisins sé því sem næst ólýsanleg. Svona geta hlutirnir breyst, þó í raun hafi ekkert breyst. Björn sækir fram Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra tilkynnti óvænt í gær að hann hygðist sækjast eftir öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Sá sem nær því sæti leiðir lista flokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu í alþingiskosningunum næsta vor. Björn er fyrsti einstaklingurinn sem tilkynnir um fram- boð sitt í Reykjavík en margir munu fylgja í kjölfarið. Þessi sóknarleikur Björns kemur líklega mönnum eins og Guð- laugi Þór Þórðarsyni í opna skjöldu. Hann er sagður stefna að sama sæti og hafa meðal annars tryggt sér húsnæði undir baráttuna í Lágmúlanum. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um prófkjör í fulltrúaráði sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, en það verður gert innan tíðar. Reikna menn með að prófkjör- ið verði haldið seinni hluta nóvember- mánaðar. bjorgvin@frettabladid.is bjorn@frettabladid.is Byrjar 4. september Byrjunar og framhaldstímar Upplýsingar 6910381. Kennari Kristín Björg Rope yoga Er fyrir alla, alveg sama á hvaða aldri og í hvaða líkamsástandi viðkomandi er. Rope yoga er líka frábært fyrir fólk sem er í mikilli þjálfun, það eykur liðleika í líkamanum og efl ir einbeitingu með markvissri öndun og slökun. Dans yoga Engin spor, dönsum eins og okkur líður. Losum um lífskraftinn sem í okkur býr, fi nnum frelsið. Njótum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.