Fréttablaðið - 01.09.2006, Síða 33

Fréttablaðið - 01.09.2006, Síða 33
FÖSTUDAGUR 1. september 2006 5 Stefán Ásgrímsson, ritstjóri hjá Félagi íslenskra bifreiða- eigenda, ók nýverið hringveg- inn við þriðja mann á aðeins einum bensíntanki. Stefán sem ók hringveginn á bíl frá Heklu í þágu Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna segist ekki vera sérfróður í því hvernig spara eigi peninga öðruvísi en með því að versla í Bónus, en þegar kemur að bílamálum viti hann eitt og annað. „Að mínu mati eru bílar því betri sem þeir eru ódýrari. Þegar maður er ekki á of dýrum bíl er maður ekki að tapa vöxtum og þá er einnig minna verðfall á honum.“ Stefán ók hringveginn og rúm- lega það á einum bensíntanki með því að fylgja einföldum viðmiðum. „Ég ók á um það bil 70 kílómetra hraða og forðaðist að láta bílinn rembast. Ég læt bílinn ekki renna niður brekkur heldur læt ég hann halda við í hæsta gír, þá lokar hann fyrir alla bensíninngjöf og eyðir bara 0,0 lítrum,“ segir hann en bætir því þó við að hann tileinki sér ekki slíkt sparnaðaraksturslag að jafnaði sjálfur. „Það er líka sagt að dísilbílar eyði 20-50 prósentum minna elds- neyti heldur en bensínbílar. Það liggur því í augum uppi að ef maður ætlar að spara orku og elds- neyti þá á maður að eiga dísilbíl.“ Aðspurður um hvaða aðferðir hann tileinki sér til þess að minnka útgjöld í tengslum við bíla svarar hann: „Ég passa mig á því að skipta voðalega sjaldan um bíla. Ég reyni að eiga einhverjar góðar tegundir sem eru ekki til vandræða og bila lítið. Ég á bílana mína yfirleitt þangað til að þeir eru einskis virði og þá gef ég einhverjum þá,“ segir hann og hlær. „Ég er reyndar ekki á gömlum bíl um þessar mundir en ég mun eflaust eiga hann lengi.“ Stefán segist ennfremur furða sig á fólki sem bindur stóran hluta peninga sinna í dýrum bílum. „Að mínu mati er það vitlaust, ég vil bara eiga fyrir bílnum sem ég kaupi og að það sé ekkert lán áhvíl- andi á honum.“ Þó svo Stefán hafi yfirleitt verið heppinn með bílana sína þá hefur það ekki alltaf verið raunin. „Ég eignaðist einu sinni Moskvits sem ég fékk í skiptum fyrir annan bíl, hann var alveg vitavonlaus og því var ég fljótur að losa mig við hann.“ valgeir@frettabladid.is Keyrir bílana sína út Stefán Ásgrímsson, ritstjóri FÍB-blaðsins, kann á því skil hvernig spara skal í bílamálum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÚTIVIST OG SPORT VERSLANIRNAR ERU NÚ MEÐ 50 PRÓSENTA AFSLÁTT AF REGATA BARNAVÖRUM. Útivist & Sport verslanirnar eru í Reykjavík, Akureyri og Keflavík. Að auki eru sölustaðir á Ísafirði, Reyðarfirði og Höfn í Hornafirði. Fyrirtækið býður nýjar barnavörur fyrir veturinnn og 50 prósenta afslátt af úlpum, snjóbuxum, softshell peysum, flíspeysum, snjógöllum, skóm og annarri smávöru. Regatta er hágæða útivistarmerki fyrir alla aldurshópa og er opið í Útivist & Sport frá klukkan 11-16 um helgina. Tilboð á útivistarvörum Fyrir suma er 13 óhappatala. Þessir sumir geta nú snúið lukkunni sér í vil og nýtt sér tilboðin í tilefni 13 ára afmælis Tölvulistans. Í Tölvulistanum fæst allt sem við kemur tölvum. Þar er hægt að fá Acer og ACE borð- og fartölvur, prentara, hljóðkerfi, hljóðkort, móðurborð, harða diska, skjákort og alla fylgihluti. Meðal þess sem er á tilboði nú er þráðlaust Logitec lyklaborð og mús. Saman kosta þau 14.900 krónur. Viftulaust GeForce7 256 MB DDR2 skjákort kostar 15.900 krónur, Logitech X-530 5.1 hljóð- kerfi fyrir tölvur kostar 9.900 krónur og Canon prentari sem skilar ljósmyndagæðum kostar 9.900 krónur. Á tölvunum í Tölvulistanum eru núll prósent vextir á tölvu- kaupalánum í tilefni afmælisins og fyrsta greiðsla gjaldfellur ekki fyrr en 1. október. Hægt er að sjá tölvurnar sem í boði eru í ein- hverri af fjórum verslunum Tölvu- listans, á Akureyri, Egilsstöðum, í Keflavík og Reykjavík. Ekki skemmir fyrir að Tölvulistinn býður gestum upp á emmess íspinna meðan birgðir endast. Afmælissprengja Útsölulok standa nú yfir í Rad- íóbæ í Ármúla. Radíóbær í Ármúla býður stór- lækkað verð á vörum sínum vegna útsöluloka. Hægt er að gera mörg góð kaup á raftækjum og spara sér ófáan skildinginn. Meðal góðra tilboða eru sjón- vörp, 27, 19 eða 15 tommu, sem hægt er að fá á afslætti sem nemur 15 til 30 þúsundum króna. Ferða DVD spilara má fá með tíu þúsund króna afslætti og söngelskir geta keypt sér karókítæki á 5.495 krón- ur og sparað sér þannig 6.500 krónur. Roberts útvörpin eru seld með fjögur þúsunda króna afslætti og Tangent útvörpin með fimm þús- unda króna afslætti. - jóa Útsölulok í Radíóbæ Tölvulistinn býður upp á tölvur í úrvali. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM �������������������� Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Opið virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga frá kl. 11-16 w w w .d es ig n. is © 20 06 Dúnsængur og koddar • Hitajöfnun 37°C • Hannað af NASA • 600 gr af 100% hreinum hvítum gæsadún • Asthma- og ofnæmisprófað • Hægt að þvo á 60° Tempur inniskór • Mjúkur gúmmísóli • Tempur efni í botni • Mjúkur og hlýr
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.