Fréttablaðið - 01.09.2006, Side 71
FÖSTUDAGUR 1. september 2006 39
Vegfarendur á höfuðborgarsvæð-
inu hafa rekið augun í óvenjuleg
skilti á ferðum sínum um borgina.
Skiltin voru sett upp í vetur í
tengslum við Vetrarhátíð í Reykja-
vík en nú hillir undir brotthvarf
þeirra því sýningu Stellu Sigur-
geirsdóttur „Hvert förum við nú
nema hvergi!“ lýkur næstkomandi
mánudag. Skiltin eru kölluð
minningarstólpar en þau eru
unnin á umferðarskilti sem eru úr
sér gengin og búin að þjóna til-
gangi sínum. Stella vinnur skiltin
með því að pússa þau og berja þau
til í upprunalega mynd en þá kvikn-
ar nýr boðskapur, myndir og minn-
ingar og þau fá nýjan tilgang.
Listakonan Stella kveðst hafa
fengist við skiltagerðina í þrjú ár.
„Skilti eru svo aðgengileg og ég
vildi vinna með eitthvað sem allir
gætu skilið. Skilti eru alþjóðleg,
óháð tungumálum, aldri, kynferði,
uppruna - stétt eða stöðu. Við
getum öll lesið umferðarskilti og
mér fannst líka tilvalið að vera
með sýninguna utandyra en loka
ekki listina inni,“ segir Stella.
Skiltin eru dreifð um borgina en
staðsetning þeirra er markviss því
myndefnið vísar til einhvers úr
umhverfinu. Þannig er til dæmis
skiltið „Flugtak“ staðsett við enda
flugbrautarinnar í Vatnsmýrinni.
Önnur skilti má til dæmis finna á
Skólavörðuholti, við Sæbraut, í
Ármúla og uppi við Rauðavatn.
„Þú ert kannski að keyra í vinn-
una eða á leið með börnin í leik-
skólann - þá rekur þú augun í eitt-
hvað sem stingur aðeins í stúf, en
samt ekki svo að það valdi umferðar-
slysi,“ útskýrir Stella. „Markmiðið
með þessum verkum er að brjóta
upp hversdagsleikann, hvetja
okkur til þess að skoða umhverfið,
borgina, á nýjan hátt og setja hann
í nýtt samhengi. Fólk kemur þá
kannski sjálfu sér á óvart með
nýjum hugmyndum og hugsunum í
rútínu dagsins.“
Það kvikna margar hugmyndir í
tengslum við skiltin og Stella seg-
ist hafa fengið góð viðbrögð við
þeim. „Það er ótrúlega gaman að
heyra hugmyndir fólks, til dæmis
hef ég heyrt að fólk tengi skiltið
„Flugtak“ við fæðingardeildina á
Landspítalanum og sundlaugina á
Hótel Loftleiðum.“
Ekki er ljóst hvort sum skilt-
anna fái að standa lengur en víst er
vinalegt að hafa þau. „Sum þeirra
fá vonandi að vera uppi lengur. Það
hefur verið gaman að fylgjast með
þeim og hvernig umhverfi þeirra
hefur breyst. Sýningin hefur staðið
í hálft ár og þannig náum við að
narta í árstíðirnar, sýningin byrj-
aði í vetur en nú er að koma haust
svo það er ekki seinna vænna að
drífa sig að kíkja á skiltin til dæmis
út í Skildinganes, Tjörnin og út á
Geirsnef.“ -khh
Minningarstólpar borgarinnar
STELLA SIGURGEIRSDÓTTIR MYNDLISTAR-
KONA „Skilti eru aðgengileg og óháð aldri,
kynferði, uppruna og stétt“
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
BOLTASTRÁKAR Á KLAMBRATÚNI Skiltin sóma sér vel í borgarumhverfinu.
MYND/STELLA SIGURGEIRSDÓTTIR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
SEPTEMBER
29 30 31 1 2 3 4
Föstudagur
■ ■ OPNANIR
18.00 Sýning á verkum Steinunnar
Marteinsdóttur opnar í Listasafni
Reykjanesbæjar. Steinunn sýnir
bæði keramikverk og málverk.
Tékknesk strengjasveit leikur við
opnun auk þess sem boðið verður
upp á léttar veitingar. Sýningin er
opin alla daga frá kl. 13.00-17.30 og
stendur til 15. október.
20.00 Myndlistarsýningin Pakkhús
postulanna opnar í Listasafni
Reykjavíkur - Hafnarhúsi við
Tryggvagötu. Sýningarstjórar
eru Huginn Arason og Daníel
Björnsson. Ingibjörg Magnadóttir
og Kristín Eiríksdóttir flytja gjörn-
ing við opnunina með dyggri aðstoð.
■ ■ SÝNINGAR
10.00 Verk mæðgnanna Valgerðar
Briem og Valgerðar Bergsdóttur
eru til sýnis í Gerðarsafni. Sýningin
stendur til 1. október.
13.00 Tumi Magnússon og
Aleksandra Signer sýna vídeó og
innsetningar í Listasafni ASÍ við
Freyjugötu.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Á næstunni:
08. september: Players, Kópavogi
09. september: Sjallinn, Akureyri
Laugardagskvöld:
Hlégarður Mosfellsbæ
Um helgina:
��������� ���
ásamt saxó
fónleikara!
Munið tónleika Sálarinnar og Gospelkórs
Reykjavíkur í Laugardalshöll 15. september.
www.salinhansjonsmins.is