Fréttablaðið - 01.09.2006, Side 76

Fréttablaðið - 01.09.2006, Side 76
 1. september 2006 FÖSTUDAGUR Börnin fá að sjálfsögðu eitthvað við sitt hæfi um þessa helgi enda eru foreldrarnir uppteknir við að komast yfir sem flestar myndir á IFF-kvikmyndahátíðinni. Teikni- myndin Antbully eða Maurahrell- ir verður frumsýnd í Sambíóun- um nú um helgina en hún segir frá hinum tíu ára gamla Lúkasi sem á erfitt uppdráttar. Hann er fluttur til nýrrar borgar ásamt fjölskyldu sinni og á í miklum erfiðleikum með að laga sig að breyttum aðstæðum og eignast vini. Reynd- ar virðast skólafélagar Lúkasar hafa meira gaman af því að níðast á stráknum en að gera hann að vini sínum. Lúkas ákveður að fyrst hann þurfi að þola slíkan yfirgang skuli einhverjir aðrir fá að kenna á kröftum hans og fyrir valinu verða maurar. Lúkas veit hins vegar ekki að maurahersingin er ekki jafn vit- laus og hún er lítil því galdram- aurinn Zoc hefur bruggað töfras- eyð sem breytir Lúkasi á augabragði í dreng í maurastærð. Stráksi er ekki par ánægður til að byrja með en verður að sjálfsögðu að leggja sitt af mörkum ef ekki á illa fyrir honum að fara og nýtur aðstoðar hinnar „gullfallegu“ Hova sem þarf að beita öllum ráðum til að forða honum frá vandræðum. Í mauralíki LÚKAS OG HOVA Hjúkrunarkonan Hova tekur Lúkas upp á sína arma til að forða honum frá frekari vandræðum. TÖFRAMAÐURINN ZOC Hefur bruggað töfraseið sem breytir Lúkasi á auga- bragði í dreng í maurastærð. Bjólfskviða, sem kvikmynd- uð var á Íslandi árið 2004, var frumsýnd í Háskóla- bíói í gærkvöld. Leikstjór- inn Sturla Gunnarsson ræddi við Fréttablaðið frá Vancouver, þar sem hann er staddur við upptökur á nýrri sjónvarpsþáttaröð. „Bjólfskviða var tekin upp á 47 dögum á Íslandi haustið 2004, sem var afar stormasamt og það virð- ist hafa komið vel út fyrir okkur því flestir kvikmyndagagnrýn- endur hér segja íslensku náttúr- una vera einn aðalkarakterinn í myndinni,“ segir Sturla Gunnars- son leikstjóri. Kvikmyndin var frumsýnd í gærkvöld í Háskólabíói, en hún hefur þegar verið sýnd í Kanada og Bandaríkjunum, sem og í nokkrum Evrópulöndum. Hún verður frumsýnd í Bretlandi í september. „Mér þykir það afar leitt að komast ekki sjálfur á frumsýning- una á Íslandi, en ég er því miður bundinn yfir vinnu,“ segir Sturla, en hann hóf tökur á sjónvarps- þáttaröðinni Intelligence, sem fjallar um njósnir, í Vancouver í Kanada í fyrradag. Hins vegar var aðalleikari myndarinnar, Gerard Butler, við- staddur frumsýninguna við mikla hrifningu yngri kvenna. „Myndin hefur verið vel sótt bæði í Kanada og í Bandaríkjun- um og hún hefur fengið blandaða en jákvæða gagnrýni. Það hefur verið svona „cult“ stemning í kringum hana, sumir koma íklædd- ir víkingabúningi til að fara í bíó. Svo hafa heilu rúturnar af stelp- um komið á margar sýningar í röð, og þá eru þær að elta Gerry,“ segir Sturla og hlær. „Þær komu marg- ar með rútum á sýningar um öll Bandaríkin og sumar pöntuðu sér rútu og fóru í svona stelpu-helgar- ferð til Kanada til að sjá myndina kannski tvisvar-þrisvar sinnum. Svo fóru þær með rútunni heim aftur.“ Myndin hefur eflt ferðamanna- iðnaðinn á Íslandi, því eftir að Sturla skrifaði stóra grein um hana í Globe and Mail, eitt virtasta dagblað Kanada, hefur hann frétt af ferðum margra Norður- Ameríkana til Íslands, þar sem fólkið leitar uppi staðina sem sýndir eru í myndinni. Hann ítrekar hversu leitt honum þykir að hafa ekki komist. „Bjólfskviða var erfið og margir leikaranna og annarra starfs- manna hafa ekki séð hana enn og ég hefði gjarnan viljað vera á staðnum með þeim,“ segir Sturla, sem er fæddur á Íslandi en flutti sex ára gamall með foreldrum sínum til Kanada. Hann var í alls sex mánuði á Íslandi að vinna að gerð myndarinnar. Þess má geta að Bjólfskviða var með söluhæstu myndum í Kanada í fjórar vikur, þar sem hún gekk í 16 vikur eftir frumsýning- una þar í apríl. smk@frettabladid.is Náttúran ein af persónunum STURLA LEIKSTÝRIR Sturla Gunnarsson leikstjóri, fyrir miðju, sést hér sýna Gerard Butler, t.v. og Rory McCann tilþrifin við tökurnar á Bjólfskviðu haustið 2004. Myndin var frumsýnd á Íslandi í gær. B&G PRESS GALLERY ÞAR SEM ÍSLENDINGUM FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA NÁNARI UPPLÝSINGAR LAUGARD. 2. SEPT. 2006 PAPAR DANSLEIKUR STÓR PAPAR MIÐAVERÐ 1000 KR. HÚSIÐ OPNAR KL. 23 ALDURSTAKMARK 20 ÁRA ������������������ ������� �� ������������������������������������������������ ����������������� ���������������������� ����������������� ���������������������� ������ ��������������� ������������������� �������� � � � ��� �� �� �� ��� �� �� �� �� ��� �� ������������������� �������������������� ������������������� �������� ����������� �������������� ���� ����� ������� �� ���� ��� �������� ������

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.