Fréttablaðið - 01.09.2006, Síða 82

Fréttablaðið - 01.09.2006, Síða 82
50 1. september 2006 FÖSTUDAGUR FÓTBOLTI Tottenham keypti í gær franska miðjumanninn Steed Malbranque frá Fulham. Félagið borgaði Fulham tvær milljónir punda fyrir Malbranque og lánar Wayne Routledge til Ful- ham í eitt ár. Malbranque hefur ekki verið í náðinni hjá Fulham eftir að hafa lent upp á kant við Chris Coleman, framkvæmdarstjóra Fulham, og hafði óskað eftir því að vera seldur frá félaginu. Routledge var í láni hjá Ports- mouth á síðustu leiktíð en hann hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Tottenham eftir að liðið keypti hann frá Crystal Palace fyrir rúmu ári síðan. Þá er það einnig ljóst að Frakkinn Pascal Chimbonda, sem lék með Wigan á síðustu leiktíð, hefur gengið til liðs við Tottenham. - dsd Martin Jol styrkir lið sitt fyrir komandi átök: Malbranque til Tottenham Námskeiðið Súperform á fjórum vikum hjá Goran Kristófer, íþróttafræðingi, er hannað til að koma þér af stað á mjög árangursríkan og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðsins er að koma þér á æðra stig hvað varðar líkamlega og andlega heilsu. Ef þú vilt: Léttast Styrkjast Efla ónæmiskerfið Bæta meltinguna Hormóna jafnvægið Andlega vellíðan Auka minni og einbeitinguna Auka orkuna Komast í form Bæta heilbrigði Þú kynnist nýjum möguleikum í matarvali, mat sem örvar fitubrennslu, hvernig þú átt að glíma við matar -og sykurþörfina, hvernig þú ferð a því að brenna meira og léttast. Fimm tímar í viku – Brennsla, styrking og liðleiki Takmarkaður fjöldi Vikulegar mælingar Eigið prógramm í tækjasal Persónuleg næringarráðgjöf Ráðgjöf við matarinnkaup Fræðsla og eftirfylgni – 2 fyrirlestrar Slökun og herðanudd í pottum að æfingu lokinni Hollustudrykkur eftir hverja æfingu Karlar kl. 7:30 Konur kl. 6:30, 10:00, 16:30 og 18:30 Nýtt námskeið hefst 11. september nk. Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is. Námskeið greiðist við skráningu – athugið síðast komust færri að en vildu. 4. september kl. 19-22 Losum okkur við fi tu- og sykurpúkann! Ef þú er með auka belti um mjaðmirnar og mjúka fyllingu í mittinu þá eru þetta fi tupúkar. Við hjálpum þér, með réttu mataræði sem er bæði hollt og bragðgott, að lostnað við þá. Vertu með í heilsubyltingunni og taktu fyrstu skrefi n með okkur. Verð: 5.900 kr. 10 grunnreglur™ fyrir byrjendur - 2ja daga námskeið 5. og 6. september Langar þig til að borða hollari og betri mat og fá um leið meiri orku, létta líkamann og lund, og verða heilbrigðari á allan hátt? Þú hefur kannski fylgst með Heil og sæl á Skjánum og hefur áhuga á að ná sama árangri og fólkið þar, en veist ekki hvernig á að hefjast handa. Þá er þetta námskeið einmitt fyrir þig. Á aðeins tveimur kvöldstundum færðu leiðarkort í réttri næringu og líkaminn verður þér ævinlega þakklátur. Verð: 12.000 kr. fyrir 2 kvöld. VIÐ MÆLUM MEÐ UDO’S CHOICE FÓTBOLTI Íslenska U-21 landsliðið í knattspyrnu leikur í dag sinn annan leik í undankeppni Evrópu- mótsins. Andstæðingarnir að þessu sinni eru Ítalir, sem mæta til leiks með firnasterkt lið. Með liðinu eru leikmenn sem spila með nokkrum af stærstu félagsliðum heims og má þar nefna Giuseppe Rossi, leikmann Manchester Unit- ed, og Giorgio Chiellini hjá Juventus, en hann var orðaður við Chelsea fyrr í sumar. „Þetta er bara tilhlökkun,“ sagði Lúkas Kostic, þjálfari íslenska liðsins. Hann sagðist búast við erfiðum leik en taldi íslenska liðið eiga ágæta mögu- leika gegn Ítölum. „Ég er búinn að skoða þá vel og ég hef séð ákveð- inn veikleika hjá þeim sem við munum reyna að nýta okkur. Þeir hafa mjög góðan leikstjórnanda og við verðum að koma í veg fyrir að hann fái tíma og svo eru þeir mjög hættulegir í skyndisóknum,“ sagði Lúkas. Hann bætti því við að þetta lið spilaði hefðbundinn ítalskan bolta, leikmenn væru þol- inmóðir og fljótir að refsa and- stæðingunum ef þeir gerðu sig seka um mistök. Ítalska liðið æfði á Laugardals- velli í gær og þar hitti Fréttablað- ið Gianfranco Zola, aðstoðarþjálf- ara ítalska liðsins, að máli. „Við sáum leik íslenska liðsins gegn Austurríki. Þetta verður erfiður leikur því við erum að mæta mjög skipulögðu liði en ég er bjartsýnn. Fótbolti er hefur mjög sérstaka þýðingu fyrir mig og ég er alltaf bjartsýnn fyrir leiki,“ sagði Zola. Þetta er fyrsti leikur Ítala í undan- keppninni og fyrsti leikur liðsins undir stjórn Pierluigi Casiraghi og Gianfranco Zola í alvöru keppni, en eini leikurinn sem þeir hafa stýrt til þessa var æfingaleikur gegn Króatíu. Leikurinn er á Laugardalsvell- inum, byrjar kl. 19.00 í kvöld og það er frítt á völlinn. dagur@frettabladid.is Firnasterkt lið hjá Ítölum Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir í dag liði Ítala. Ítalir mæta með mjög sterkt lið og Gianfranco Zola er bjartsýnn fyrir leikinn. PIERLUIGI CASIRAGHI OG GIANFRANCO ZOLA Þjálfarar ítalska liðsins leggja hér á ráðin á æfingu liðsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FÓTBOLTI Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson er genginn til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Silke- borg en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa viðræður staðið yfir í vikunni og tókst félög- unum að komast að samkomulagi síðari partinn í gær. Fyrr í mánuðinum hafði það verið tilkynnt á heimasíðu Silke- borgar að Hólmar kæmi ekki fyrr en 1. janúar, þegar félagaskipta- glugginn opnaði á ný og Hólmar væri laus undan samningi sínum. En Silkeborg, sem hefur ekki geng- ið vel í upphafi danska tímabilsins, ákvað að Hólmar væri þess virði að fá hann strax til félagsins. „Ég er ánægður með þetta,“ sagði Hólmar við Fréttablaðið í gær. „Það hefði auðvitað verið gaman að klára tímabilið með Keflavík, ná öðru eða þriðja sæt- inu í deildinni og vinna bikarinn. En nú fer maður bara í önnur verk- efni.“ Hann segist kveðja Keflavík með söknuði enda hafi það verið hans félag alla tíð. Faðir hans, Rúnar Arnarsson, er formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur og hefur því samið við Silkeborg fyrir hönd félagsins. Hólmar segir að þrátt fyrir alla óvissuna sem hefur ríkt lengi hafi hann ávallt verið rólegur og sambandið við karl föður hans hafi ekkert breyst. „Við pabbi erum góðir vinir og þetta var allt mjög fagmannlega unnið,“ sagði hann í léttum dúr. Fyrir hjá Silkeborg eru Keflvíkingurinn Hörður Sveinsson og Bjarni Ólafur Eiríksson. Hólmar hlakkar til að hitta þá og liðið allt en hann fer utan í byrjun næstu viku. Aðspurður segist hann ekki viss um hvort hann fari beint í byrjunarliðið. „En þeim liggur greinilega mikið á að fá mig þannig að maður fær kannski sæti í leikmannahópn- um,“ sagði Hólmar. - esá HÓLMAR ÖRN Fagnar hér marki sem hann skoraði fyrir Keflavík gegn Fylki í fyrra- sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hólmar Örn Rúnarsson fer strax til Danmerkur: Svekkjandi að missa af síðustu leikjunum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.