Fréttablaðið - 07.09.2006, Page 6
6 7. september 2006 FIMMTUDAGUR
SRÍ LANKA Norræna eftirlitssveitin, SLMM,
mun ekki bregðast við beiðni Tamílatígra síðan
á mánudaginn, en hún var þess efnis að skorið
yrði úr um hvort eiginlegt stríð væri hafið á
eyjunni og hvort vopnahléssamningurinn væri
fallinn úr gildi.
Þorfinnur Ómarsson, talsmaður SLMM,
sagði í viðtali við Fréttablaðið að það væri ekki
í verkahring SLMM að rifta friðarsamningum.
„Til að vopnahléið falli úr gildi þarf annað-
hvort ríkisstjórn Srí Lanka eða Tamílatígrarnir
að senda skriflega yfirlýsingu þess efnis til
norsku ríkisstjórnarinnar. Norska ríkisstjórn-
in, sem fer með forræði í friðarferlinu, gæti
einnig ákveðið að pakka saman og hætta þessu,
en það gerum við ekki.“
Eftirlitssveitin mun hins vegar senda frá sér
á næstu dögum ályktun um hvort ákvæði vopna-
hléssamningsins hafi verið brotin þegar árásin
á vatnsveituna var gerð í síðasta mánuði, en
hún tengist núverandi átökum við Sampur.
Tamílatígrarnir sögðu í gær á fundi við
norska sendiherrann að ef þeim yrði ekki skil-
að Sampur-svæðinu aftur myndu þeir líta á það
sem stríðsyfirlýsingu frá stjórnarhernum.
Þorfinnur segir að ef stríð brjótist út og samn-
ingnum verði sagt upp með formlegum hætti,
njóti SLMM tveggja vikna friðhelgi til að yfir-
gefa eyjuna. „En ég sé það ekki í stöðunni, ég
held að enginn sé að fara að segja þessum
samningi upp, báðir aðilar hafa það mikinn hag
af honum,“ sagði Þorfinnur í gær. - kóþ
LIÐSMAÐUR SÉRSVEITAR STJÓRNARHERSINS Þessi her-
maður fylgist sérstaklega með hjólhestum, en þeir eru vin-
sæl flutningatæki fyrir sprengjur og önnur vopn. PHOTOS/AFP
Þorfinnur Ómarsson, talsmaður norrænu eftirlitssveitarinnar á Srí Lanka:
Eftirlitssveitin lýsir ekki yfir stríði
DÓMSMÁL Sextán ára piltur hefur
verið úrskurðaður í þriggja vikna
gæsluvarðhald. Hann er grunaður
um að hafa stungið 25 ára gamlan
karlmann í bakið með hnífi í
Laugardal aðfaranótt þriðjudags.
Honum er einnig gert að sæta
geðrannsókn.
Lögreglan greindi frá því að
fórnarlambið og árásarmaðurinn
hefðu verið kunnugir og svo virð-
ist sem árásin hafi verið tilefnis-
laus. Þeim særða tókst að aka á
slysadeild og reyndust meiðsl
hans ekki eins alvarleg og fyrst
var talið. Pilturinn hefur játað
verknaðinn. Gæsluvarðhaldsúr-
skurðurinn hefur verið kærður til
Hæstaréttar. - kk
Sextán ára hnífsstungumaður:
Þriggja vikna
gæsluvarðhald
MATARVERÐ Matarverð lækkar á
Íslandi ef Íslendingar gera eins og
Svíar, afnema tolla og vörugjöld
og lækka virðisaukaskatt. Þetta er
mat Thomas Svaton, framkvæm-
dastjóra samtaka um verslun og
þjónustu í Svíþjóð, sem segir frá
þróun matarverðs í Svíþjóð frá
árinu 1990 á fundi hjá Samtökum
verslunar og þjónustu nú í morg-
unsárið.
Innganga í Evrópusambandið
myndi líka stuðla að lægra mat-
vöruverði, að mati Svaton, sem
bendir á að íslenskir bændur
fengju stuðning frá ESB með sama
hætti og sænskir bændur hafa
fengið. Hann telur líklegt að inn-
koma erlendrar lágvöruverðs-
verslunar, á borð við Lidl, hefði
örvandi áhrif á samkeppnina.
Matvöruverð hefur lækkað
verulega í Svíþjóð frá árinu 1990
þegar sænska ríkið ákvað að hætta
stuðningi og niðurgreiðslu á land-
búnaðarvörum. Árið 1995 gengu
Svíar inngöngu í ESB og lækkuðu
um leið virðisaukaskatt á mat úr
tuttugu og fimm prósentum í tólf
prósent. Sænskur matvælaiðnað-
ur hafði þá gengið í gegnum mikla
hagræðingu og tekist að lækka
kostnað sinn. Matarverð lækkaði
verulega.
Matarverð hélst stöðugt á árun-
um 1995-2003 og fór heldur hækk-
andi ef eitthvað var. Árið 2003
sótti þýska lágvöruverðskeðjan
Lidl um sína fyrstu lóð í Svíþjóð.
Matarverð fór lækkandi áður en
Lidl opnaði fyrstu verslunina. Lidl
hefur í dag tveggja til þriggja pró-
senta markaðshlutdeild í Svíþjóð
og matvöruverðið fer stöðugt
niður á við.
„Tilhugsunin ein um að Lidl
komi til Íslands hefur áhrif á mat-
vælaverðið,“ segir Svaton. „Ef
Lidl sækir um lóð í Reykjavík
kemur það verðlækkun af stað.
Það sáum við í Svíþjóð,“ segir
hann og telur Lidl til alls trúandi.
Keðjan opni sex hundruð verslan-
ir á ári í Evrópu og ekkert ólíklegt
sé að þeir sjái tækifæri á Íslandi.
Ágúst Einarsson, prófessor við
Háskóla Íslands, telur hátt mat-
vælaverð „heimatilbúinn“ vanda,
lausnirnar séu til, aðeins vanti vilj-
ann til að framkvæma. Ágúst telur
matarverð lækka með lægri toll-
um, vörugjöldum og virðisauka-
skatti á matvælum. Einnig geti
umbætur í landbúnaði skilað lægra
verði. „Mikilvægasta þróunarað-
stoðin sem við getum veitt er að
létta tollum í alþjóðaviðskiptum,“
segir hann. ghs@frettabladid.is
Vöruverð lækkar ef
verndartollar hverfa
Matarverðið lækkar ekki nema Íslendingar afnemi tolla og vörugjöld og lækki
virðisaukaskatt. Innkoma erlendrar lágvöruverðsverslunar á íslenskan markað
myndi lækka vöruverðið, að mati framkvæmdastjóra sænska SVÞ.
HÁTT MATARVERÐ GETUR LÆKKAÐ Afnám innflutningstolla og stuðnings við land-
búnaðinn myndi stuðla að lægra matarverði hér á landi. Þetta er mat Ágústs Einars-
sonar prófessors og Thomas Svaton, framkvæmdastjóra í Svíþjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
KJÖRKASSINN
Fórstu í lax- eða silungsveiði í
sumar?
Já 26%
Nei 74%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ertu búin(n) að fara í berjamó
í sumar?
Segðu þína skoðun á visir.is
RÁÐSTEFNA Þróun Schengen-
samstarfsins og það hvernig
Ísland tengist samstarfi innan
Evrópusambandsins á sviði
réttarfars- og lögreglumála
verður í brennidepli á ráðstefnu
sem Evrópunefnd forsætisráð-
herra og Háskólinn á Bifröst
standa fyrir nú í vikulokin.
Meðal fyrirlesara verða Erna
Solberg, formaður norska
Hægriflokksins, og Björn
Bjarnason, dóms- og kirkjumála-
ráðherra og formaður Evrópu-
nefndarinnar. Meðal spurninga
er hvort flötur sé á því að fella
samstarf ESB á sviði innanríkis-
og dómsmála inn í EES-samning-
inn. Ráðstefnan fer fram að
Gullhömrum í Grafarholti í
Reykjavík á morgun. - aa
Ráðstefna um Evrópumál:
Schengen-sam-
starfið rætt
STJÓRNMÁL Gunnar Örlygsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins í
Suðvesturkjör-
dæmi, hefur ekki
ákveðið hvort
hann sækist eftir
áframhaldandi
þingmennsku.
„Ég mun taka
ákvörðun í
október um hvort
ég velji pólitíkina
eða þau verkefni
sem bíða mín í sjávarútvegi á
sviði sölu- og markaðsmála,“
sagði Gunnar í samtali við
Fréttablaðið í gær.
Áður en Gunnar settist á þing
stundaði hann ýmis störf á sviði
sjávarútvegs, meðal annars
sjómennsku, sölu og útflutning.
Gunnar var kjörinn á þing fyrir
Frjálslynda flokkinn í kosningun-
um 2003 en gekk í Sjálfstæðis-
flokkinn á vordögum 2005. - bþs
Gunnar Örlygsson:
Ákveður sig í
næsta mánuði
GUNNAR
ÖRLYGSSON
WASHINGTON, AP George W. Bush
Bandaríkjaforseti viðurkenndi í
gær í fyrsta sinn tilvist leynilegra
fangelsa víða um heim, þar sem
leyniþjónustan CIA hefur haldið
föngum sem grunaðir eru um
hryðjuverkastarfsemi.
Hann sagði þó ekkert hvar
þessi fangelsi væru. Hann nefndi
nokkra af föngunum á nafn og
sagði að fjórtán fangar myndu
verða fluttir til fangelsis Banda-
ríkjahers við Guantanamo á
Kúbu, þar sem þeir yrðu sóttir til
saka.
„Það hefur verið nauðsynlegt
að flytja þessa menn í umhverfi
þar sem hægt er að halda þeim í
leynum, gefa sérfræðingum færi
á að yfirheyra þá og, þegar svo
ber undir, sækja þá til saka fyrir
hryðjuverk,“ sagði Bush.
Bandarísk stjórnvöld hafa til
þessa ekki viljað viðurkenna að
þessi leynilegu fangelsi væru til,
en þau hafa engu að síður sætt
harðri gagnrýni fyrir að starf-
rækja þau. Ásakanir hafa gengið
um að pyntingar hafi verið stund-
aðar í sumum þessara fangelsa.
Í gær birti jafnframt banda-
ríski herinn nýja handbók um
yfirheyrslur fanga, sem verið
hefur í smíðum í meira en ár. Þar
eru settar strangar reglur um
mannúðlega meðferð fanga, og
meðal annars er lagt blátt bann
við því að hræða fanga með hund-
um, hylja höfuð þeirra alveg með
hettum og beita svonefndri vatns-
brettaaðferð, sem veldur því að
fanganum finnist hann vera að
drukkna.
Allar deildir bandaríska hers-
ins þurfa að fara eftir þessum
reglum, en leyniþjónustan CIA er
þó óbundin af þeim þar sem hún
stendur utan hersins. Starfsmenn
leyniþjónustunnar hafa að hluta
til séð um yfirheyrslur fanga, sem
herinn hefur í haldi, meðal annars
við Guantanamo á Kúbu og í Abu
Graib fangelsinu í Írak. - gb
GUANTANAMO Fjórtán fangar bætast
brátt í hóp þeirra sem fyrir eru í fangelsi
bandaríska hersins við Guantanamo á
Kúbu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
George Bush Bandaríkjaforseti viðurkennir tilvist leynifangelsa:
Segir leynifangelsi nauðsynleg
JERÚSALEM, AP Ríkisstjórn Ísraels
mun aflétta í kvöld herkví þeirri
sem Líbanon hefur verið í síðan
stríðið hófst. Alþjóðlegir gæslu-
liðar eiga að taka við hlutverki
Ísraela á flugvöllum og við hafnir
Líbanons. Tilkynningin var gefin
út stuttu eftir að utanríkisráð-
herra Líbanons hótaði því að
hafnar- og flugbannið yrði brotið
innan skamms, ef Ísraelar afléttu
því ekki sjálfir.
Herkvíin hefur sætt harðri
gagnrýni víða um heim, því hún
hefur hamlað allri uppbyggingu
og hjálparstarfi í landinu.
Ísraelar sögðu hana nauðsynlega
til að Hizbollah næðu ekki
vopnum sínum á ný. - kóþ
Árangur alþjóðlegs þrýstings:
Herkví aflétt af
Líbanon í kvöld
BEIRÚT Alþjóðlegir gæsluliðar taka við
flugvöllum og höfnum í Líbanon.
THOMAS SVATONÁGÚST
EINARSSON
SJÁVARÚTVEGUR Íslendingar halda
á karfaveiðar á alþjóðlega
hafsvæðinu í Síldarsmugunni á
næstunni. Íslenskur floti hefur
aldrei áður veitt markvisst úr
karfastofninum og varar Þor-
steinn Sigurðsson, hjá Hafrann-
sóknastofnun, eindregið við þeim.
Hafrannsóknastofnunin benti
sérstaklega á það í vor að ástand
úthafskarfastofnsins á Reykjanes-
hrygg væri með versta móti og
sagði að grípa þyrfti til róttækrar
veiðistjórnunar. - kdk
Karfaveiðar í Síldarsmugunni:
Segir veiðarnar
stórhættulegar
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi
vestra skora á þingmenn og ríkisvald
að láta gera hagkvæmniathugun á því
að grafa jarðgöng gegnum Tröllaskaga
milli Hjaltadals og Eyjafjarðar. Sam-
tökin vilja einnig að gerð verði úttekt
á að færa vegastæði á Holtavörðu-
heiði.
SAMGÖNGUR
Jarðgöng á Tröllaskaga
KJARAMÁL Næstum þrír af
hverjum fjórum félagsmönnum
VR njóta hlunninda sem hluta af
launakjörum sem er nokkur
aukning frá árinu 2004.
Fleiri karlar fá hlunnindi en
konur eða átta af hverjum tíu á
móti tæplega sjö af hverjum tíu
konum.
Sem hlunnindi má nefna styrki
í líkamsrækt og fría farsíma en 29
prósent þeirra sem tóku þátt í
könnuninni fá fría farsíma frá
vinnuveitenda sínum. Fleiri karl-
ar eru með fría farsíma eða 48
prósent en aðeins 21 prósent
kvenna. - hs
Fríðindi færast í aukana:
Fleiri karlar
njóta fríðinda