Fréttablaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 20
 7. september 2006 FIMMTUDAGUR20 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Það er alltaf nóg að frétta af mér,“ segir Monika Abendroth hörpuleikari. „Ég er tvíburi svo ég kann best við mig þegar mikið er að gera. Maður ætlar stundum að reyna að taka því aðeins rólegar en það gengur sjaldnast eftir,“ segir Monika sem starfar sem leiðsögumaður á sumrin. Hún fór tvær ferðir í kringum landið í sumar með hópa. „Svo fór ég eina ferð til Austurstrandar Grænlands eins og ég hef gert síðast- liðin fimm ár. Það er rosalega heillandi svæði, maður siglir á milli ísjaka sem eru eins og hús og kirkjur og er alveg orðlaus. Þetta landslag snertir mann mikið.“ Monika var iðin við að spila með Páli Ósk- ari í sumar eins og oft áður. „Ég held við höfum hreinlega spilað í brúðkaupum hverja einustu helgi. Svo vorum við líka með þrenna tónleika á Menningar- nótt. Við erum aðeins farin að spá í þriðju plötuna en hún kemur ekki fyrir jól. Við verðum þó með lagið „Þótt þú gleymir guði“ á plötu þar sem ýmsir taka lög eftir Megas. Svo er starfsár Sinfóníunnar að hefjast, en sökum aldurs er ég komin á aðra hörpu. Þá minnkar álagið þar, sem er svo sem ágætt því það er nóg að gera annars staðar.“ Einkadóttir Moniku er búin að kaupa íbúð í miðbænum og flytur um næstu mánaðamót. Mamma er dugleg að hjálpa. „Það verður nóg að gera í íbúðinni næstu vikurnar, að mála, setja upp eldhúsinnréttingu og svona. Ég er mjög spennt fyrir hennar hönd að hún sé að fljúga úr hreiðrinu og finnst æðislega gaman að hjálpa til.“ 1.100 árlega fyrir líkamlegu heimilisof- beldi „Þetta er meðferðarúrræði sem boðið er upp á fyrir karlmenn sem vilja sjálfir taka á ofbeldishneigð sinni. Vandinn er mikill, því að áætlað er að um 1.100 konur verði árlega fyrir líkamlegu heimilisofbeldi hér á landi.“ Andrés Ragnarsson sálfræðingur vinnur með félagsmálaráðuneytinu að verkefninu Karlar til ábyrgðar. Fréttablaðið, 6. september. Þing vantar önnur tæki en pólitískan þrýsting „Þarna erum við enn einu sinni að reka okkur á það að tækin sem þingið hefur til að láta reyna á það hvort ráðherra hafi borið upplýsingaskyldu eru ófullkomin.“ Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, segir alvarlegt að ekkert hafi verið gert til að bæta úr þannig að þingið hafi einhver raunveruleg tæki önnur en pólitískan þrýsting ef það telur að ráðherra hafi brotið upplýsingaskyldu sína. Fréttablaðið, 6. september. Vantar aga á Íslandi „Þetta er agavandamál og það hefur alltaf vantað aga á Íslandi. Þetta er ekki bara bundið við unglinga því fullorðið fólk er alveg jafn aga- laust,“ segir Hjalti „Úrsus“ Árnason, kraftakarl og kerfisfræðingur, um fréttir af óvirðingu unglingahópa við lögregluna sem borið hefur á að undanförnu. „Ég sæi það ekki gerast í stórborgum heimsins að fólk kæmist upp með það að hrækja á lögregluþjóna eins og hér virðist tíðkast í miðbænum um helgar. Þetta vandamál er partur af því að Ísland er opið og frjálst samfélag og það væri slæmt að fórna þeim kost- um. Það hlýtur að vera hægt að aga þjóðina án þeirra fórna. Ég held að það þurfi miklu meiri umræðu um þessi mál og að uppeldisstofnanir - heimili og skóli - verði að leggja sitt af mörkum.“ SJÓNARHÓLL ÓVIRÐING UNGLINGA VIÐ LÖGREGLU HJALTI „ÚRSUS“ ÁRNASON KERFISFRÆÐINGUR Litháum á Íslandi er mik- ið í mun að breyta þeirri neikvæðu ímynd sem dregin hefur verið upp í fjölmiðlum að undanförnu. Litháískur leikskólakennari kemur hér ímynd þjóðar sinnar til bjargar. Löngum voru Litháar í hugum Íslendinga þjóðin sem við, með Jón Baldvin í fararbroddi, vorum fyrst til að viðurkenna sjálfstæða, en að undanförnu hafa Litháar aðallega verið í fréttum í sam- bandi við innflutning á eiturlyfj- um og því er haldið fram að lithá- íska mafían sé að skjóta hér rótum. Litháíska þjóðin telur um þrjár og hálfa milljón manns og Litháar á Íslandi eru nokkur hundruð tals- ins. Þeir Litháar sem hér hafa verið gripnir við eiturlyfjasmygl eiga það þó flestir sameiginlegt að eiga ekki lögheimili á Íslandi. Meðal þeirra Litháa sem hér búa er Jurgita Milleriene, sem flutti til Íslands fyrir fimm árum og unir hag sínum vel í Keflavík þar sem hún vinnur á leikskóla. Hún hefur að auki unnið sem túlkur hjá Alþjóðahúsinu og m.a. túlkað í nokkrum málum landa sinna sem gripnir eru með eiturlyf. „Mér finnst bara ágætt að vera Lithái á Íslandi,“ segir Jurgita, „en þessi mál eru auðvitað alveg hræðileg. Við gerum allt til að laga ímyndina. Það er bráðnauðsynlegt að Íslendingum sé gert ljóst að Litháar eru ekki svona slæmir.“ Á meðal þess sem Jurgita hefur staðið fyrir er sýning á myndum litháískra barna í bókasafninu í Hafnarfirði. „Þessi stöðugi fréttaflutningur er slæmur fyrir okkur, ekki fyrir mig persónulega eða mitt fólk, en maður heyrir af fólki sem er nýflutt hingað og er ekki treyst. Það þarf að hafa meira fyrir því að sanna sig og er kannski meira undir smásjá en aðrir. Í kjölfarið á svona atburðum fara svo Íslend- ingar smám saman að vantreysta öllum útlendingum og vera á varð- bergi gagnvart þeim. Hjálpsemin minnkar.“ Jurgita segir lítið talað um umsvif glæpamanna á Íslandi í lit- háískum fjölmiðlum og að reynd- ar hafi almennt dregið úr umfjöll- un um innlend glæpagengi. Hún segist heyra það í kringum sig að glæpamennirnir séu ekki hræddir við að nást. „Í þeirra augum eru íslensk fangelsi eiginlega lúxus, hálfgerðir sumarbústaðir. Það eru miklir peningar í spilinu ef glæp- urinn gengur upp svo því miður freistar þetta margra.“ gunnarh@frettabladid.is Við erum ekki öll svona slæm JURGITA MILLERIENE Er mikið í mun að bæta þá neikvæðu ímynd sem fréttir af glæpastarfssemi Litháa draga upp. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? MONIKA ABENDROTH HÖRPULEIKARI Önnum kafinn tvíburi orðlaus á Grænlandi Pakkhúsið í Ólafsvík er gamalt verslunarhús sem byggt var árið 1844. Fyrir átta árum var það gert upp að innan og svo að utan fyrir fimm árum og nú er þar rekin upplýsingamiðstöð og Byggðasafn Snæfellsbæjar. Þegar blaðamaður leit þar við voru starfsmenn að taka til eftir sumarið. „Þetta sumar byrjaði frekar rólega enda var veðrið ekki sérlega gott en svo jókst aðsóknin mikið í júlí og ágúst,“ sagði Gunnar Örn Arnar- son, sem var að pakka niður í Pakkhúsinu ásamt unnustu sinni, Kristínu Rós Gústafsdóttur, en þau starfa þar bæði. Í risi hússins er svokallað krambúðarloft. Þar er búið að setja upp krambúð líkt og þær voru á 19. öld en einnig fær gest- urinn sem fer þar um að skyggn- ast inn í atvinnu- og lifnaðarhætti sjómanna fyrr á öldum. Ekki er nóg með að þau Gunnar Örn og Kristín Rós séu að pakka saman í Pakkhúsinu, heldur eru þau einnig að búa sig undir tveggja mánaða lestarferðalag um Evr- ópu. „Við fljúgum til London en svo höfum við ekki harðneglt neina ferðaáætlun,“ segir Gunnar Örn. „En meginlínan verður þó London, París, Róm. Annars ræðst þetta bara á leiðinni.“ - jse Pakkað niður í Pakkhúsinu GUNNAR ÖRN ARNARSON Búsáhöld og innanstokksmunir eru frá liðnum öldum en kaffið er ferskt og gott. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR PAKKHÚSIÐ Í ÓLAFSVÍK Var gert upp að utan fyrir fimm árum en að innan fyrir átta. Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja í það ef Fréttablaðið kemur einhverntímann ekki. 550 5000 Ekkert blað? - mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.