Fréttablaðið - 07.09.2006, Page 22
7. september 2006 FIMMTUDAGUR22
fréttir og fróðleikur
Svona erum við
1965
23
,1
á
rs
26
,3
á
ra
21
,4
á
ra
1985 2005
Tryggingasvik mælast aðeins þrjú til fjögur hér
á landi á ári en talið er að þau séu í raun í
kringum tvö þúsund. Litið er léttvægum augum á
tryggingasvik meðal almennings en öll tjón verða
til þess að iðgjöld tryggingataka hækka, þar á
meðal tryggingasvikin.
Hvaða ástæður eru fyrir tryggingasvikum?
Margt heiðarlegt fólk lítur ekki á það að ýkja
kröfur sem glæp. Fólki finnst það eiga inni hjá
tryggingafélaginu þar sem það hafi borgað
iðgjald í mörg ár. Almenningur hefur litla samúð
með tryggingafélaginu og lítur á tryggingasvikin
sem glæp án fórnarlambs og ofbeldis. Talin er lítil
hætta á að komist upp um brotið.
Hverjir svíkja úr tryggingunum?
Tryggingasvikurum er flokkað í þrjá hópa.
Venjulegir tryggingasvikarar eru góðir og gegnir
þjóðfélagsþegnar með hreina sakaskrá. Fólkið
fellur í freistni og fremur tryggingasvik þegar
það hefur orðið fyrir skakkaföllum sem leiða til
tímabundinna fjárhagslegra erfiðleika. Kröfurnar
eru upplognar og ýktar.
Annar hópurinn er þekktir afbrotamenn sem
stunda tryggingasvik með öðrum afbrotum.
Afbrotin eru líkleg til að tilheyra flokki fjársvika
og auðgunarbrota. Í þessum hópi vinnur fólk
hlutastörf og aflar sér aukatekna eða jafnvel
lífsviðurværis að öllu leyti með afbrotum. Í þriðja
lagi er skipulögð tryggingasvikastarfsemi. Þessir
afbrotamenn svíkja út hæstu upphæðirnar og
eru flestir atvinnuafbrotamenn. Oft tilheyra þeir
skipulögðum samtökum eða afkastamiklum hópi
manna og geta framið flókin og dýr tryggingasvik
sem byggja á sviðsettum atburðum.
Eru þessir hópar starfandi hér?
Reikna má með að þessir hópar séu allir starf-
andi hér á Íslandi en langflestir tilheyra fyrsta
hópnum.
FBL-GREINING: STAÐA TRYGGINGASVIKA MEÐAL ALMENNINGS:
Heiðarlegt fólk ýkir tjónakröfurnar
Ríkur áhugi á stjórnmálum
og brennandi löngun til
að hafa áhrif á samfélagið
duga ekki ein og sér til að
fólk helli sér í prófkjörs-
baráttu. Fjárráðin þurfa að
vera rúm og þeir sem ekki
eiga peninga eða treysta sér
ekki til að biðja um styrki
þurfa að vera reiðubúnir að
steypa sér í skuldir.
Til eru dæmi um stjórnmálamenn
sem eru heilt kjörtímabil að
greiða niður bankalán sem þeir
tóku til að kosta þátttöku í próf-
kjöri. Þeir hinir sömu afréðu að
standa sjálfir straum af kostnað-
inum við prófkjörsbaráttu sína,
þeir vildu ekki biðja um styrki
hjá fólki og fyrirtækjum.
Kostnaður við prófkjör var til
umræðu á fundi fulltrúaráðs Sam-
fylkingarinnar í Reykjavík í síð-
ustu viku. Stjórn fulltrúaráðsins
lagði til að frambjóðendur verðu
að hámarki einni milljón króna til
prófkjörsbaráttunnar en vegna
efasemda og andstöðu var ákveð-
ið að ræða málið og afgreiða síðar.
Sama dag og fundurinn var hald-
inn birtist grein eftir Stefán Jón
Hafstein, borgarfulltrúa Sam-
fylkingarinnar, í Morgunblaðinu
þar sem hann upplýsti að próf-
kjörsbarátta hans vegna borgar-
stjórnarkosninganna í vor hefði
kostað á milli fimm og sex millj-
ónir króna. Í prófkjörsreglum
Samfylkingarinnar var mælst til
þess að frambjóðendur stilltu
auglýsingakostnaði í hóf. Þótt
milljónirnar fimm til sex hafi
ekki allar runnið til auglýsinga
má efast um að svo mikill kostn-
aður hafi verið í anda reglnanna.
En sé litið til orðalagsins og hug-
mynda stjórnar fulltrúaráðsins
um eina milljón nú, má sjá að
langur vegur er frá hugmyndum
stjórnarinnar til þess sem ein-
staka frambjóðendur flokksins
hafa varið í baráttu um sæti á
framboðslistum.
Sjálfboðaliðar til aðstoðar
Þó má ekki draga of víðtækar
ályktanir af kostnaði Stefáns Jóns.
Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, varði til
dæmis mun lægri fjárhæð til próf-
kjörsbaráttu vegna þingkosning-
anna 2003. „Flest okkar sem sótt-
ust eftir efstu sætunum vörðum á
aðra milljón króna fyrir síðustu
þingkosningar,“ sagði Ásta í sam-
tali við Fréttablaðið. Eins og geng-
ur hafa sumir kostað meira til en
aðrir minna. Þá er rétt að hafa í
huga að ekki er greitt fyrir hvert
einasta handtak sem unnið er í
prófkjörsbaráttu; algengt er að
fólk leiti til vina og kunningja um
sjálfboðaliðastörf og greiða af
ýmsu tagi og getur virði slíkrar
aðstoðar hlaupið á dágóðum fjár-
hæðum.
Það er skoðun Ástu að rétt sé að
binda kostnað frambjóðenda við
ákveðið hámark. „Ég vil að kostn-
aði verði haldið niðri, annars er
fólki mismunað eftir aðgangi þess
að fjármagni,“ segir hún. Mat
hennar er að hægt sé að setja
ákveðnar viðmiðunarreglur og
hæglega sjáist ef frambjóðendur
fara fram úr þeim.
Sigurður Kári Kristjánsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
lítur málið öðrum augum og vill að
frjálsræðið sé sem mest. Í samtali
við Fréttablaðið benti hann á að
frambjóðendur hefðu misjafna
þörf til að auglýsa, nýliðar þyrftu,
eðli málsins samkvæmt, að aug-
lýsa meira en þeir sem hafa setið
lengi á þingi.
Enginn þrýstingur frá fyrirtækjum
Sumir hallast að því að rétt sé að
meina frambjóðendum í prófkjör-
um að sækja sér styrki til fólks
eða fyrirtækja enda geti menn
ætlast til greiða í staðinn eftir að
viðkomandi hefur náð kjöri. Sig-
urður Kári segist hafa leitaði til
vina og vandamanna og fjársterk-
ari aðila þegar hann tók þátt í próf-
kjöri fyrir tæpum fjórum árum en
hafnar alfarið kenningum um að
lýðræðinu stafi hætta af slíku fyr-
irkomulagi. „Ég hef aldrei fundið
fyrir neinum þrýstingi frá þeim
sem hafa stutt mig og ef eitthvað
slíkt væri inni í myndinni myndi
ég einfaldlega afþakka stuðning-
inn,“ segir Sigurður.
Líkt og áður sagði eru dæmi um
að það taki stjórnmálamann heilt
kjörtímabil - fjögur ár - að greiða
af lánum vegna þátttöku í próf-
kjöri. Augljóst er að slík staða
hugnast ekki öllum eða þá að fólk
treysti sér hreinlega ekki til að
steypa sér í skuldir vegna stjórn-
málastarfa. Einar Mar Þórðarson,
stjórnmálafræðingur við Félags-
vísindastofnun Háskóla Íslands,
segir engan vafa leika á að kostn-
aður aftri fólki frá þátttöku í próf-
kjörum - og þar með stjórnmálum.
¿Það á ekki síður við um konur og
kostnaðurinn vegna prófkjörs-
þátttöku er án efa ein af skýring-
um þess að konur sækja síður í
stjórnmál en karlar,“ segir Einar
Mar.
Af þessu eina atriði má sjá að
prófkjör geta verið þröskuldur á
leið fólks til áhrifa í samfélaginu.
Það er svo allt önnur saga með
hvaða hugarfari greitt er af lánum
vegna stjórnmálaþátttöku. Þeir
sem ná markmiðum sínum borga
vísast með glöðu geði en afborg-
anirnar hljóta að vera þeim þung-
ar sem ekki ná kjöri.
Getur tekið heilt kjörtímabil að
greiða niður lán vegna prófkjörs
MERKT Í RÉTTA REITI Skiptar skoðanir eru um hvort hámarka eigi kostnað þátttakenda í prófkjörum stjórnmálaflokkanna. Ásta R.
Jóhannesdóttir í Samfylkingunni vill setja þak í prófkjöri flokks síns en Sigurður Kári Kristjánsson Sjálfstæðisflokki vill að frjáls-
ræðið sé sem mest í sínum flokki.
ALGENGIR
ÚTGJALDALIÐIR
VEGNA PRÓFKJÖRS
— Húsaleiga vegna kosningaskrif-
stofu
— Rekstur kosningaskrifstofu
— Starfsmaður/starfsmenn
— Hönnun og birting auglýsinga
— Hönnun, prentun og dreifing
bæklinga
— Símakostnaður
— Gerð heimasíðu
— Tölvukostnaður
— Myndatökur
— Ráðgjöf
— Fundir
— Móttökur
LEIKUR AÐ TÖLUM
Afborganir af hefðbundnu skulda-
bréfaláni upp á eina milljón
króna til fjögurra eru á milli 20
og 25 þúsund krónur á mánuði.
Afborganir af slíku láni upp á
fimm milljónir króna eru um 130
þúsund krónur á mánuði.
Þingmenn fá um 300 þúsund
krónur útborgaðar um hver
mánaðamót.
EINAR MAR
ÞÓRÐARSON
stjórnmálafræð-
ingur
ÁSTA R. JÓHANNES-
DÓTTIR alþingis-
maður
> Meðalaldur mæðra við fæðingu frumburðar
Reynum að
ráða þrosk-
að fólk
Sumar verslanir hafa átt í erfiðleik-
um með að fá starfsfólk til starfa
í haust. Guðríður Baldursdóttir,
starfsmannastjóri Kaupáss, segir
að árstíminn sé almennt erfiður
hvað ráðningar varðar, fólk komi
börnunum í gang í skólanum áður
en það fari að líta eftir starfi.
Er þessi árstími erfiðari nú
en áður? Já, að einhverju leyti.
Álagið er að aukast hjá krökkum
í skólanum. Það er gert ráð fyrir
að viðvera unglinga og ungs fólks
sé meiri en áður og þá hafa þau
minna svigrúm til að vera í vinnu
með skóla.
Hvernig hefur ykkur gengið
að fá fólk? Okkur hefur gengið
vel. Í Nóatúni eru fleiri sem vilja
komast að en pláss er fyrir. Það
er helst eftir að manna almenna
dagvinnu. Við vonum að fólk fari
að líta í kringum sig þegar skól-
arnir eru komnir í gang og fólk sér
hvaða svigrúm það hefur gagnvart
börnum.
Á hvaða aldri er fólk í vinnu
hjá ykkur? Á sumrin er starfs-
fólkið aðeins yngra en á veturna.
Algengt er að 17-19 ára krakkar
ráði sig í sérstök störf yfir sum-
arið og komi svo aftur til okkar á
haustin í kvöld- og helgarvinnu.
Við reynum að ráða eins þroskað
fólk og við mögulega getum en í
sumar höfum við gert undantekn-
ingar niður í 14-15 ára.
Hvaða reglur gilda um vinnu
krakkanna? Aðrar gilda um vinnu
barna og unglinga á sumrin eða
veturna. Krakkarnir mega vinna
tvær stundir á dag á veturna með
skóla en meira á sumrin þegar
þeir eru í fríi.
SPURT OG SVARAÐ
VINNA UNGLINGA MEÐ SKÓLA
GUÐRÍÐUR H. BALDURSDÓTTIR,
STARFSMANNASTJÓRI KAUPÁSS
FRÉTTASKÝRING
BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON
bjorn@frettabladid.is
Allt um allt
sem skiptir
máli í Reykjavík
Heimild: Hagstofa Íslands
SIGURÐUR KÁRI
KRISTJÁNSSON
alþingismaður