Fréttablaðið - 07.09.2006, Síða 30
7. september 2006 FIMMTUDAGUR30
AF NETINU
Umræðan
Innflytjendur
Oft er rætt um mikilvægi þess að nýbúar aðlagist vel samfélaginu sem þeir
flytjast til. Þá ber oft á góma að tileinkun
tungumálsins sé þar lykilatriði,
sem vissulega er satt. Þó finnst
mér vanta umræðu um hvers
konar aðlögun við Íslendingar
ætlumst til af nýbúum.
Hér vil ég gera grein fyrir
þremur mismunandi aðlögun-
arstefnum, þ.e. samruna,
aðskilnaði og samþættingu. Ég
tel það mikilvægt að skýr mörk
séu um hvað Ísland hafi upp á
að bjóða og ætlist til af nýbúum
sem flytjast hingað til. Ef
íslenska ríkisstjórnin og stjórn-
málaflokkarnir almennt mynd-
uðu skýra stefnu í aðlögun
nýbúa á Íslandi tel ég að Íslendingar geti
komist hjá mörgum af þeim innflytjenda-
vandamálum sem hin Norðurlöndin hafa
glímt við og vil ég þar nefna Danmörku
sem dæmi. Danir hefðu komist hjá mörg-
um menningartengdum vandamálum ef
þeir hefðu nýtt sér þekkingu annarra
landa, svo sem Bretlands og Frakklands,
sem eiga miklu lengri innflytjendasögu en
Danmörk.
Samruni (e. assimilation) er samkvæmt
Charlotte Hamburger (1989) aðlögunar-
stefna sem miðast við að innflytjandinn
gefi upp alla sína menningu og hefðir til
þess að taka upp hætti gestgjafalands.
Aðskilnaður (e. segregation), (Christi-
an Horst, 1988) er þegar tveir eða fleiri
kynþátta- eða menningarhópar haldast
aðskildir í samfélagi og þróa hver sína
eigin menningu. Það er að segja að báðir
hóparnir lifa í samfélaginu og lúta reglum
samfélagsins en blandast lítið sem ekkert.
Þar má nefna sem dæmi aðskilnaðar-
stefnu svartra og hvítra í Bandaríkjun-
um.
Samþætting (e. integration) (Horst og
Hamburger) er millistig milli þessa and-
stæðna, ef svo má kalla. Engin ein rétt
skýring er af orðinu samþætting því sú
stefna hefur hluta úr báðum aðlögunar-
stefnunum sem nefndar voru hér að ofan.
Markmið samþættingarinnar er að allir
kynþættir, minni- sem og meirihlutahópar
mætist og blandist í samfélaginu. Það er;
að hóparnir geri málamiðlun og sleppi
hluta af sinni menningu svo að
aðlögunin gangi sem best, þó án
þess að hóparnir missi sín sér-
kenni.
Hvernig er staðan í Dan-
mörku?
Danir byrjuðu að fá innflytjendur
1967 þegar offramboð var af
atvinnu og erfitt þótti að fá fólk
til að vinna ófaglærð störf.
Sósíaldemókratar, sem þá voru
við stjórn, fengu þá hugmynd að
bjóða fólki frá Miðjarðarhafs-
löndunum atvinnu í landinu til
að sporna við offramboðinu á
vinnumarkaðnum. Dönsku ríkisstjórninni
fannst mikið til þessa koma á þessum tíma
því hún taldi að þetta yrði hagstætt fyrir
samfélagið. Í stuttu máli sagt; verkafólkið
kæmi og ynni í nokkur ár og færi svo heim
aftur til fjölskyldunnar í heimalandinu.
Þetta væri líka hagsstætt fyrir velferðar-
kerfið því Danir á þessum tíma sáu þá fram
á að sleppa við að borga skólagjöld fyrir
börn „gesta-verkafólksins“, eins og það var
kallað á þessum tíma og einnig slyppi
danska velferðarkerfið við að borga ellilíf-
eyri fyrir þetta fólk því áætlað var að það
sneri aftur til heimalands síns.
Sú varð ekki raunin og í dag eru íbúar af
erlendum uppruna í Danmörku um hálf
milljón. Það sem er athyglisvert við þessa
þróun er kannski ekki að Danir hafi verið
svona grunnhyggnir né að innflytjendum
fjölgaði svo hratt þar í landi heldur er það
að Danir setja fyrst löggjöf um aðlögunar-
stefnu fyrir innflytjendur 1998, tæplega
þremur áratugum eftir að fyrstu gesta-
verkamennirnir komu. Þessi löggjöf ein-
kenndist því miður ennþá af barnalegri
óskhyggju um að innflytjendurnir sneru
aftur til heimalands síns. Þeir álitu að
aðlögun minnihlutahópa að meirihluta
menningarinnar( þ.e.a.s. samruni) yrði
þess valdandi að innflytjendurnir sneru
aftur til síns heima!
Í Englandi og Frakklandi er staðan
önnur þó svo að þjóðirnar glími líka við sín
innflytjendavandamál. Englendingar hafa
gert mikið á síðastliðnum árum til að
sporna við kynþáttafordómum og annars
konar misrétti en þeir hafa ekki haft sams
konar vandamál og Danir því margir af
innflytjendum Englendinga hafa komið frá
fyrri nýlendum og því kunnað tungumálið.
Einnig hefur þetta verið tilfellið í Frakk-
landi.
Englendingar settu löggjöf gegn rasisma
árið 1976 og þeir hafa mikið gert síðan til að
vinna gegn kynþáttafordómum. Þeirra
aðlögunarstefna í innflytjendamálum ein-
kenndist fram til 1976 af samrunastefnu en
eftir það urðu Englendingar mjög meðvit-
aðir um þessi vandamál og unnu sér kjark
til að tala um þau og vinna gegn þeim. Í dag
er England fjölmenningingarsamfélag en í
raun vilja þeir frekar kalla það „fjölmenn-
ingar-isma“, þar sem samþættingarstefna
ríkisins meðal menningar- og kynþáttahópa
er orðin afar rótgróin og samþykkt í samfé-
laginu.
Frakkland hefur tekið öðruvísi á inn-
flytjendamálunum. Frakkar sjá sig sem pól-
itíska þjóð og þess vegna finnst þeim kyn-
þættir og trúarstefnur ekki skipta máli í því
samhengi. Frakkar vinna út frá aðlögunar-
stefnu sem þeir vilja kalla universalisma
eða alheimsstefnu. Þar er samfélagið opið
fyrir nýjum meðlimum en á opinberum
stöðum mega ekki sjást merki um trúar- né
menningartákn þó svo að öllum sé frjálst að
bera þau heima hjá sér. Þar eiga innflytj-
endur að laga sig að franskri menningu og
hugsjónum sem gerir það að verkum að
franska aðlögunarstefnan er með samruna-
undirtón.
Eins og sjá má eru aðlögunarstefnur
fyrir nýbúa vandmeðfarin mál ef vel á að
takast til. Danir hafa glímt við stefnuleysi
sem hefur því miður orsakað samþjöppun á
búsetu innflytjenda og mikla óánægju varð-
andi það bæði hjá innflytjendum og hjá
Dönum. Þetta stefnuleysi hefur meðal ann-
ars orsakað að myndast hafa svokölluð inn-
flytjendahverfi og innflytjendagrunnskól-
ar. Þetta er ekki jákvæð þróun í samþættingu
ólíkra menningar- og kynþáttahópa því kyn-
þáttaaðskilnaður elur með sér fordóma og
alhæfingar á menningarkimum. Ein aðal
ástæðan fyrir því að innflytjendahverfi
hafa myndast er að danskir stjórnmála-
menn hafa á árum áður verið hræddir við
að grípa inn í þróun þessa mála. Það hefði til
dæmis verið hægt að dreifa innflytjendum í
fleiri hverfi með því að ríkið niðurgreiddi
íbúðir fyrir fólk af erlendum uppruna, í
„dönsk hverfi“, svo að þeir hópuðust ekki
saman í ódýr fjölbýlishúsahverfi. Þetta hafa
danskir stjórnmálamenn viðurkennt sem
stór mistök. Nokkur dönsk bæjarfélög hafa
reynt að sporna við samþjöppun innflytj-
enda og boðið „ekta Dönum“ ódýrara leigu-
húsnæði í fjölbýlishúsum þar sem íbúar eru
um 98% innflytjendur og mörg félagsleg
vandamál til staðar. Þetta hefur ekki borið
árangur. Sum hverfin eru með slíkan fjölda
félagslegra vandamála að erfitt hefur verið
að finna grunnskólakennara og jafnvel
heimilislækna til að vinna í ákveðnum
hverfum. Undirrituð er þó ekki á þeirri
skoðun að jafnaðarmerki sé á milli innflytj-
enda og félagslegra vandamála en er á
þeirri skoðun að ef vel á að takast upp í
aðlögun ólíkra menningarhópa í fjölmenn-
ingarsamfélagi verður að vera skýr stefna
frá stjórnvöldum til að allir samfélagsmeð-
limir geti fengið að njóta sín í nýrri samfé-
lagsmynd.
Ég vil nota tækifærið til að hvetja alla
stjórnmálaflokka Íslands að mynda sér
afstöðu í þessum málum svo að Ísland geti
komist hjá mörgum af þeim vandamálum
sem hin Norðurlöndin hafa verið að kljást
við þegar tveir eða fleiri ólíkir menningar-
hópar hittast í nútíma samfélagi.
Hvernig eiga nýbúar að aðlagast íslensku samfélagi?
EVA DÖGG GUÐMUNDS-
DÓTTIR
Danir hafa glímt við stefnuleysi sem
hefur því miður orsakað samþjöppun á
búsetu innflytjenda og mikla óánægju
varðandi það bæði hjá innflytjendum
og hjá Dönum.
Umræðan
Kærleikurinn
Á morgun, föstudaginn 15. sept-ember, stendur Djáknafélag
Íslands fyrir ráðstefnu undir yfir-
skriftinni Kærleiks-
þjónustan og kirkjan í
dag. Tilgangurinn með
ráðstefnunni er að
stuðla að almennri
umfjöllun um hlut-
verk, ímynd og fram-
tíð kærleiksþjónust-
unnar en tilefnið er
átaksár þjóðkirkjunn-
ar um kærleiksþjón-
ustu og hjálparstarf
sem stendur nú yfir.
Í boðun Jesú var
kærleikurinn mestur.
Hann kenndi að við ættum að elska
náunga okkar eins og okkur sjálf.
Kærleiksþjónusta, díakonía, er
umhyggja gagnvart náunganum,
þjónusta við náungann sem hefur
það að markmiði að mæta þörfum
manneskjunnar í heild, til sálar,
anda og líkama.
Á ráðstefnunni verður hugtak-
ið kærleiksþjónusta tekið til
umfjöllunar. Fjallað verður meðal
annars um hvað er kærleiksþjón-
usta, hvað felur hún í sér og um
hvers konar kirkjulegt starf er
verið að ræða. Kærleiksþjónustan
í þjóðkirkjunni verður skoðuð sér-
staklega en einnig verður fræðst
um kærleiksþjónustu á víðari vett-
vangi. Djáknafélagið hefur fengið
Heide Paakjaer Martinussen frá
evrópsku kærleiksþjónustusam-
tökunum Eurodiaconia sem fyrir-
lesara á ráðstefnuna. Í
fyrirlestri sínum mun
hún tengja umræðuna
um stöðu kærleiks-
þjónustu kirkjunnar í
Evrópu í dag við frá-
sagnir af kærleiks-
þjónustu af vettvangi
aðildarfélaga samtaka
hennar sem starfa í um
20 löndum.
Mikilvægt er við
uppbyggingu kær-
leiksþjónustu þjóð-
kirkjunnar að kynna
sér kærleiksþjónustu annarra
kirkna og hvernig bæði hinar
ýmsu kirkjur og félög sjá hlutverk
sitt og haga vinnu sinni. Ráðstefn-
an er því kjörið tækifæri fyrir þau
sem vilja láta sig kærleiksþjón-
ustu kirkjunnar varða og hafa
áhuga á málefnum hennar. Nánari
upplýsingar um ráðstefnuna má
finna á www.kirkjan.is/di.
Höfundur er djákni við Fella- og
Hólakirkju og situr í stjórn Djákna-
félags Íslands.
Kærleiksþjónustan
og kirkjan í dag
RAGNHILDUR ÁSGEIRS-
DÓTTIR
Skríllandið
Viðbrögð við leiðara Kára Jónassonar
Í mínu ungdæmi var helsta hættan í Reykjavík sú að maður dræpist úr leið-
indum. Nú er Ísland ekki lengur það friðarríki sem það eitt sinn var, morðtíðni
hér nálgast evrópskt meðallag. Óður skríll veður uppi auk atvinnuglæpamanna,
jafnt íslenskra sem erlendra. Kári bendir réttilega á að græðgi foreldra valdi því
að þau megi ekki vera að því að sinna afkvæmum sínum, „því Lóa þarf að fá
sér fötin ný“. Skjámiðlar sjá um uppeldi barna sem verða málheft fyrir vikið,
geta ekki tjáð hugsanir og kenndir vegna skorts á orðaforða (þetta er reyndar
alþjóðlegt vandamál).
Skelmir á skoðanavef visir.is
Nýr umboðsaðili fyrir Sandvik renniverkfæri á Íslandi
Þann 1. september 2006 tók Fossberg ehf. upp samstarf við Sandvik Coromant
og verður hér eftir einkaumboðsaðili fyrir vörur fyrirtækisins á Íslandi.
Til að kynna breytingarnar bjóðum við rennismiðum til morgunverðarfundar á:
Nordica hótel, mánudaginn 11. september, kl. 9:00-10:30
Þar munu tæknimenn frá Sandvik kynna vörur og þjónustu Sandvik Coromant
og farið verður yfir hvernig staðið verður að sölu og þjónustu á þessum vörum.
Margar spennandi nýjungar verða einnig kynntar á fundinum.
B
jö
rg
vi
n
Ó
sk
ar
ss
on
, g
sm
:6
92
-7
46
4
Dugguvogi 6 Sími: 5757 600
www.fossberg.is
Tveir öflugir taka höndum saman