Fréttablaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 39
 7. september 2006 FIMMTUDAGUR9 Tíu krónur fyrir hverja einingu. Frá og með 1. september hækkaði skilagjald fyrir dósir, plast- og glerflöskur úr 9 krónum í 10 krón- ur fyrir hverja einingu. Hlutfalls- lega kemur um 80-85% af slíkum umbúðum til endurvinnslu, sem er mikið hærra hlutfall en af öðrum flokkum endurvinnanlegs úrgangs, og má eflaust þakka það skilagjaldinu. Forsenda þess að hægt sé að endurvinna skilagjaldsskyldar umbúðir er að þeim sé skilað vel flokkuðum. Mikil áhersla er lögð á að flokka vel eftir umbúðategund (dósir, plastflöskur og glerflösk- ur) og að framvísa nákvæmri taln- ingu á hverri umbúðategund fyir sig þegar þeim er skilað á endur- vinnslustöð. Almenna reglan er að umbúðir, fyrir utan þær umbúðir sem inni- halda vín, þurfa að hafa innihaldið vatn með eða án kolsýru, eða vatnsblönduð efni til drykkjar, til að vera skilagjaldsskyldar. Um er að ræða tilbúna drykkjarvöru sem hægt er að drekka beint úr við- komandi umbúð. Ekki er skilagjald á umbúðum undir ávaxtaþykkni. mjólkur- drykkjum, matarolíu, tómatsósu eða þvottalög. Þessum umbúðum er ekki hægt að skila til endur- vinnslu. Endurvinnslan hf. tekur við þeim umbúðum sem berast til Sorpu og baggar áldósir og plast- umbúðir í pressum. Umbúðirnar eru svo fluttar erlendis til endur- vinnslu. Framleiðsla úr endurunn- um áldósum eru nýjar áldósir og úr gömlu plastflöskunum er fram- leidd polyester ull sem nýtist í fataiðnaði, teppaframleiðslu og fleira. Flísföt eru þekktasta afurð- in. Glerflöskur eru muldar og nýt- ast sem jarðvegsfyllingarefni hér- lendis. Eftirtaldar umbúðir skilgreinast sem skilagjaldsskyldar umbúðir: — Ál- og stáldósir fyrir gosdrykki og bjór 33 cl og 50 cl. — Plastflöskur fyrir gosdrykki 50 cl - 2 lítra. — Dósir, plast- og glerflöskur fyrir orkudrykki. — Dósir, plast- og glerflöskur fyrir tilbúna ávaxtasafa. — Glerflöskur fyrir gosdrykki frá Vífilfelli (allar einnota núna). — Glerflöskur fyrir öl (bjór) — Glerflöskur fyrir áfengi, bæði léttvín og sterk vín. (www.sorpa.is) Skilagjald hækkar Skilagjald fyrir drykkjarumbúðir hefur hækkað um eina krónu. NORDICPHOTOS/ GETTY IMAGES Hinn sígildi Savoy-vasi eftir Alvar Aalto er sjötugur á þessu ári. Af því tilefni er sýning á honum og fleiri verkum meist- arans í Art Formi á Skóla- vörðustíg 20. „Ég hreinlega tími ekki að taka þessa hluti úr gluggunum hjá mér svo ég veit ekki hvenær sýning- unni lýkur,“ segir Hlöðver Sig- urðsson, verslunareigandi í Art- Form, og bendir á Savoy-vasann og fleiri fagra muni í búðarglugg- anum. Einn þeirra heitir Blómið og er gerður úr fjórum hlutum. „Alvar Aalto hannaði fyrir fyrir- tækið Iittala í Finnlandi á sínum tíma ákveðna línu, ekki bara þenn- an eina vasa sem þekktastur er, heldur líka margt annað,“ tekur Hlöðver fram og beinir athyglinni að borði inni í búðinni þar sem all- margir vasar standa, fjölbreyttir að lit og lögun. „Þetta eru allir þeir vasar sem Iittala er með í fram- leiðslu í dag,“ segir hann og bætir við að fyrirtækið fagni 125 ára afmæli á þessu ári. Hann segir þó aðalástæðu sýningarinnar vera þá að sjötíu ár séu liðin frá því að Savoy-vasinn kom á markað. „Það eru ekki allir hlutir sem endast svo lengi og eru alltaf jafn ungleg- ir og flottir,“ segir Hlöðver og undir það er sannarlega hægt að taka. Alltaf jafn unglegur og flottur Stóri Savoy-vasinn hefur aldrei komið til landsins áður. Hann er 60 cm hár og er falur fyrir 213 þúsund kr. ef áhugi er fyrir hendi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Allir þeir vasar sem Iittala er með í framleiðslu í dag. Lille Collection
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.