Fréttablaðið - 07.09.2006, Qupperneq 49
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { heiti sérblaðs } ■■■■ 7
Eftirspurn eftir fasteignum á Aust-
urlandi er góð og samkvæmt upp-
lýsingum frá Fasteigna- og skipa-
sölu Austurlands hefur hún haldist
stöðug undanfarna 12-14 mánuði.
„Það er mikið byggt í landshlutan-
um og því erum við með margar
nýbyggingar á skrá hjá okkur, þá
helst á Egilsstöðum og Reyðarfirði
en líka á Eskifirði og Fáskrúðsfirði,“
sagði starfsmaður fyrirtækisins í
samtali við Fréttablaðið.
Að hennar sögn eru margar
eignir mjög eftirsóttar og slegist
sé um sum hús. „Það er bæði fólk
héðan frá landshlutanum og fólk
af höfuðborgarsvæðinu sem er að
sýna fasteignum hér áhuga.“
Að sögn fasteignasölunnar
Domus er mikið líf á markaðnum
um þessar mundir. „Auk þess sem
heilu hverfin rísa um þessar mund-
ir á Egilsstöðum og á fjörðunum
eru frístundahús og frístundalóðir
einnig mjög vinsæl.“
Næg eftirspurn
Mikil uppbygging á sér stað á Austurlandi.
Steinasafnið
verðlaunað
Hvatningarverðlaun Þróunar-
félags Austurlands voru veitt
í áttunda sinn hinn 29. júní
síðastliðinn. Tilgangur verð-
launanna er að heiðra þann
aðila sem að mati dómnefndar
félagsins er best að slíkri við-
urkenningu kominn, fyrir vel
unnin störf í þágu fyrirtækja
eða stofnana á Austurlandi
og/eða hafi verið öðrum í
atvinnulífi á Austurlandi sér-
stök hvatning eða fyrirmynd.
Það var steinasafn Petru á
Stöðvarfirði sem hlaut hvatn-
ingarverðlaunin að þessu sinni
fyrir metnaðarfullt safnastarf
og framlag til ferðaþjónustu á
Austurlandi. Verðlaunagripur-
inn kom að venju úr höndum
handverksfólks á Austurlandi
og var að þessu sinni áletraður
líparítslampi frá fyrirtækinu
Álfasteini á Borgarfirði eystri.
Petra segist vera búin að
safna steinum alla tíð. „Já, í
svona sjötíu ár. Allir krakk-
ar hafa gaman af steinum.
Alls staðar þar sem maður sér
krakka eru þeir að tína steina.
Ég átti bakka sem ég safnaði
þeim í,“ segir Petra um upphaf
safnsins.
Í safninu gefur að líta fjöld-
ann allan af fallegum steinum
en sá sem er í mestu uppáhaldi
hjá Petru sjálfri á sér eilitla
sögu. „Það er holufylling,
bergkristall með agat utan
um, sem ég fann uppi í fjalli
við Stöðvarfjörð. Það er orðið
nokkuð langt síðan, fjörutíu
eða fimmtíu ár. Þetta var svo
skemmtilegur dagur, góður og
fallegur, og ég var með all-
nokkra krakka með mér. Við
fundum tófugreni uppi í fjalli
og þá var nú heldur betur líf,“
segir Petra en bætir við að
grenið hafi sem betur fer verið
tómt, enda stórhuga veiði-
menn á ferð með henni, þótt
ungir væru.
Petra segist hætt að safna
steinum en steinaríkið hennar
er með vinsælli áningarstöð-
um á Austurlandi. Talið er að
um 20.000 ferðamenn heim-
sæki safnið á hverju ári. - elí
Frá verðlaunaafhendingunni. Frá
vinstri eru Stefán Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Þróunarstofnunarinnar,
Elísa María Sverrisdóttir sem er dóttir
Petru, Petra sjálf og Ásbjörn Guðjóns-
son, formaður stofnunarinnar.
LJÓSMYND/GUNNAR GUNNARSSON
Örugg fasteignaviðskipti
hvar sem er
Domus Egilsstaðir,
Akureyri, Reykjavík.
Domus fasteignasala
Lyngási 5 - 7 , 700 Egilsstaðir
Sími 545 0555
Steinasafnið er vinsæll áningarstaður
enda gríðarlega fallegt.
FRÉTTABLAÐIÐ/SVAVAR HÁVARÐSSON