Fréttablaðið - 07.09.2006, Síða 66

Fréttablaðið - 07.09.2006, Síða 66
 7. september 2006 FIMMTUDAGUR24 VISSIR ÞÚ... SJÓNARHORN Kormákur Geirharðsson, verslunar- og bareigandi, hefur ekki keypt sér föt frá því að hann hætti með herra- fataverslun Kormáks og Skjaldar. Til þess að koma í veg fyrir algjört fataleysi ætlar hann að opna búðina að nýju og endurnýja fataskápinn sinn. 1. Hver er uppáhaldsbúðin þín? Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. 2. Hvað finnst þér skemmtilegast að kaupa? Það eru jakkaföt af því að þau eru bara svo frábær. 3. Verslar þú í útlöndum? Já, uppáhaldsbúðin mín í útlöndum var Bertie Wooster en hún er ekki þar lengur. Hún var nefnilega svo frábær að við keyptum hana og ætlum fljótlega að opna hana hér á Íslandi undir merkjum Herrafata- verslunar Kormáks og Skjaldar. Við verðum að sjálfsögðu með jakkaföt, brúðkaupsföt og fataleigu. 4. Einhverjar venjur við innkaup? Já, ef ég spila í góðum gólfklúbbi erlendis kaupi ég mér alltaf eina flík þaðan, með merki klúbbsins, til þess að eiga minningu um hvað var gaman hjá mér. 5. Tekurðu skyndiákvarðanir í fatainnkaupum? Já, en með smá valkvíðakasti. Ég spyr sjálfan mig hvort ég þurfi á flíkinni að halda eða hvort ég geti fundið flottari flík í næstu búð við hliðina á. Eftir einn bjór líður mér yfirleitt betur og kaupi mér bara fötin án þess að sjá nokkurn tímann eftir því. KAUPVENJUR Á það til að fá valkvíðakast í búðum Kormákur Geirharðsson vinnur að því að opna nýja búð þessa dagana. Maðurinn er smár í samanburði við hinn magnaða Dettifoss. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ...að fyrstu kúrekarnir voru uppi á Spáni á miðöldum? ...að þeir kölluðust vaqueros? ...að þar sem hestar voru dýrir og yfirleitt aðeins drengir fengnir í verkið voru flestir kúrekarnir fót- gangandi? ...að hugtakið kúreki breiddist út til Ameríku með Spánverjum á land- vinningatímunum? ...að hinir villtu mústangar (villihest- ar) eru afkomendur hestanna sem Spánverjar komu með? ...að fyrir þann tíma voru engir hestar í Ameríku? ...að kúrekahefðin náði fótfestu í Mexíkó? ...að kúrekarnir í Mexíkó voru kallað- ir charros? ...að samhliða fótfestunni í Mexíkó gerðist það sama í Kaliforníu? ...að kúrekar þar voru kallaðir buckaroos? ...að þegar vestrið var sigrað blönd- uðust þessar tvær kúrekahefðir og í dag er nær enginn munur á þeim? ...að menning kúrekanna var blanda af menningu landnema og viktorí- anskra gilda? ...að megininntakið var sjálfstæði og að vera engum háður? ...að árið 1890 var gullöld kúrekanna að mestu lokið? ...að þá var hætt að reka nautgripi frá Texas til Kansas? ...að annað gullaldartímabil kúreka hófst upp úr 1930? ...að að þessu sinni var það ekki á sléttum Bandaríkjanna heldur á hvíta tjaldinu? ...að út frá myndum sem sagnfræði- lega voru rangar runnu byssan og kúrekinn saman í mann eins og Roy Rogers? Myndir sem gerast í fátækrahverf- um stórborga, oft meðal þeldökkra ungmenna, snúast um harða tilveru, ofbeldi og einstaklingana sem reyna að þrauka. Framvinda mála ræðst af aðgerðum, viðbrögðum og ákvarð- anatöku sem fæst okkar þekkja. Þær eftirminnilegustu eru án vafa: 1. Menace II Society (1993). Fallega tekin og vel gerð mynd um ljótan veruleika ungs manns sem reynir að breyta rétt. Eftir að hafa óvart tekið þátt í vopnuðu ráni og morði reynir Caine að halda sér frá vandræðum. Snaróður félagi hans, bílþjófar og barnsmóðir vinar hans gera honum það illmögulegt. Sérstaklega vel framsett saga og myndatakan er eftirminnileg. 2. Boyz N the Hood (1991). Ha? Cuba Gooding Jr. sem gettóstrákur? Ókey, það virkar. Hefur að geyma frasa og tilsvör sem eru nánast ódauðleg. Gerist eins og margar aðra gettómyndir í South Central LA og segir frá skilnaðarbarninu Tre sem flyst til föðurs síns í þetta alræmda hverfi. Hálfbræðurnir Dough og Ricky búa í næsta húsi og feta hvor sinn stíginn á uppvaxtarárunum. Dough leiðist út í glæpi á meðan Ricky, líkt og Tre, stefnir á eitthvað annað og betra. Í gettóinu er ekkert öruggt og það fá þeir félagar að reyna. 3. South Central (1992). Átakanleg, en ekkert of vel leikin, mynd um föður sem reynir að forða syni frá glæpalífinu. Eftir að hafa verið lok- aður inni í fangelsi í mörg ár reynir faðir að koma í veg fyrir að sonur hans rati í sömu ógæfu og hann. Þó lítur út fyrir að hann sé of seinn á ferðinni. 4. Juice (1992). Táningar í Harlem ræna búð og einn þeirra myrðir afgreiðslumanninn án ástæðu. Til missættis kemur og sá byssuglaði skýtur félaga sinn í átökum. Þrír vinir þeirra eru þeir einu sem vita hvað gerðist og eru ekki öruggir. 5. Don‘t Be a Menace to South Central While Drinking Your Juice in the Hood (1996). Gerir grín að hinum fjórum myndunum á listan- um, og reyndar mörgum í viðbót. Sprenghlægileg, en ekki nema þú hafir séð hinar. TOPP 5: GETTÓMYNDIR CUBA GOODING JR. SÝNIR GÓÐA TAKTA Í BOYZ N THE HOOD, ÞÓ AÐ FIMMTÁN ÁR SÉU LIÐIN FRÁ ÞVÍ AÐ HANN LÉK Í HENNI.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.