Fréttablaðið - 07.09.2006, Side 67
FIMMTUDAGUR 7. september 2006
AF NETINU
Umræðan
Samstarf stjórnar-
andstöðu
Morgunblaðið hefur undan-
farið rekið mjög
harðan áróður fyrir
því, að Vinstri
grænir og Sjálf-
stæðisflokkurinn
tækju upp samstarf.
Fyrst rak blaðið
áróður fyrir því, að
Vinstri grænir og
íhaldið mynduðu
meirihluta í borgar-
stjórn Reykjavíkur en síðan hóf
blaðið áróður fyrir samstarfi
þessara flokka um landsstjórn-
ina. Morgunblaðið sér fram á það,
að Framsókn dugi ekki lengur
sem hækja fyrir íhaldið í ríkis-
stjórn og því þurfi að koma upp
nýjum samstarfsaðila. Það varð
því algert reiðarslag fyrir Morg-
unblaðið, þegar Steingrímur J.
Sigfússson formaður VG varpaði
fram þeirri tillögu í síðustu viku,
að stjórnarandstaðan ætti að
mynda ríkisstjórn og koma íhald-
inu frá völdum. Þá varð ljóst, að
áróður Morgunblaðsins hafði
engan árangur borið. Morgun-
blaðið brást þannig við, að það
réðist harkalega á Steingrím J. í
Reykjavíkurbréfi sunnudaginn 3.
september. Allt Reykjavíkurbréf-
ið er helgað hörðum árásum á
Steingrím J. og virðist blaðið ger-
samlega hafa misst stjórn á sér.
Blaðið grípur m.a. til þess ráðs að
halda því fram, að Steingrímur J.
sé mikið til einn um þessa skoðun
innan VG að vilja mynda það sem
Mbl. kallar vinstri stjórn. Síðan
kemur gamli söngur Mbl. um
hvað vinstri stjórnir séu slæmar
og að það væri algert óráð að
mynda slíka stjórn.
Íhaldið verður að vera með!
Hvað er Morgunblaðið að segja í
þessu Reykjavíkurbréfi. Jú, blað-
ið er að segja að Vinstri grænir,
og það gildir auðvitað um Sam-
fylkinguna líka, verði alltaf að
mynda stjórn með Sjálfstæðis-
flokknum. Vinstri stjórnir gangi
ekki. Sjálfstæðisflokkurinn verði
alltaf að vera innan borðs. Morg-
unblaðið gengur svo langt í áróðri
sínum, að blaðið segir, að ef Stein-
grímur J. berjist fyrir stjórn
stjórnarandstöðunnar geti hann
glutrað niður öllu fylgi VG og
með baráttu fyrir slíkri stjórn sé
hann í raun að berjast gegn
vinstri flokkunum! Það er ekki
heil brú í þessum málflutningi
Mbl. En skrifin eru skiljanleg
vegna þess, að Mbl. óttast það að
íhaldið verði sett út í kuldann, ef
Samfylking, VG og Frjálslyndir
myndi ríkisstjórn. Mbl. þykist
ekki skilja það, að
fylgisaukning VG
stafar m.a. af harðri
baráttu flokksins
gegn Sjálfstæðis-
flokknum og ríkis-
stjórn hans. Það
væru hrein svik við
kjósendur, ef flokk-
arnir sem barist hafa
hatrammlega gegn
Sjálfstæðisflokknum
héldu þeim flokki
áfram við völd eftir
að stjórnin væri fall-
in.
Söngurinn um
„vinstri stjórnir“
Sjálfstæðisflokkurinn og Mbl.
ráku lengi þann áróður, að
„vinstri menn“ gætu ekki komið
sér saman um stjórn Reykjavík-
urborgar og að þeir gætu ekki
stjórnað fjármálum borgarinnar.
Þetta var kallað glundroðakenn-
ingin. R-listinn afsannaði þessa
kenningu rækilega. R-listinn
sýndi, að vinstri flokkarnir gátu
starfað vel saman og þeir stjórn-
uðu fjármálum borgarinnar betur
en íhaldið. Nú notar Mbl. svipaða
kenningu í landsmálunum. Nú
segir blaðið, að „vinstri flokkar“
geti ekki stjórnað landinu. Það
verði alltaf verðbólga undir
þeirra stjórn. Þetta er rugl. Í
fyrsta lagi er ekki verið að tala
um neina vinstri stjórn. Ef stjórn-
arandstaðan myndar ríkisstjórn
er það engin vinstri stjórn, þar eð
Frjálslyndi flokkurinn er enginn
vinstri flokkur. Í öðru lagi gleym-
ir Mbl. því, að verðbólgan er
komin á skrið nú undir stjórn
íhaldsins. Í þriðja lagi hefur sjálf-
stæðismönnum tekist bærilega
að magna upp verðbólguna.
Mesta verðbólgan var þegar rík-
isstjórn Gunnars Thoroddsen var
við völd. En það var verkalýðs-
hreyfingin sem tók í taumana og
stöðvaði verðbólguna með þjóð-
arsáttinni. Sjálfstæðisflokkurinn
hafði ekkert með það að gera.
Að sjálfsögðu geta Samfylk-
ing, VG og Frjálslyndir stjórnað
efnahagsmálum hér eins vel og
jafnvel betur en núverandi ríkis-
stjórn. Og það sem þessir flokk-
ar mundu gera fyrst og fremst
er að leiðrétta misskiptinguna,
ójöfnuðinn, sem núverandi
stjórnarflokkar hafa leitt yfir
þjóðina.
Harkaleg árás á
Steingrím J!
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON
VG nær Samfylkingunni
Það er þó jákvætt fyrir Steingrím í
þessu að vg hefur verið að sigla nær
og nær samfylkingunni í fylgi og sam-
fylkingin hefur verið að færa sig meira
og meira til vinstri eftir að isg tók við
sem formaður.
Jonni2 skrifar á skoðun á Vísir.is
Umferðaröryggi
Umræða um pistil Ingu Rósar í
Fréttablaðinu
Það þarf alltaf dauðaslys til að eitt-
hvað sé gert í svona málum. Fólk sem
hefur ekki þolinmæði í að ferðast á
vegum landsins ættu að sleppa því.
Oft er sagt að þeir sem eiga jeppa
þykjast eiga veginn, því hef ég sjálf
tekið eftir oftar en einu sinni. Fólk
sýnir ekki virðingu í umferðinni. Allan
daginn er fólk svo mikið að flýta sér
að það svínar fyrir aðra, sem getur
endað með stórslysi. Sumir eru svo
frekir og dónalegir í umferðinni að
það getur pirrað hið rólegasta fólk.
Nú þegar vetur konungur fer að láta
sjá sig skulum við reyna að muna
eftir því að aka enn varlegar. Hugsið
um þá sem þið gætuð verið að stofna
í hættu í umferðinni með ykkar
eigin glæfraskap. Sýnið tillitsemi og
þolinmæði. Aldrei má heldur gleyma
beltunum.
Hafrun skrifar á skoðun á Vísir.is
Þórhallur H. Þórhallsson keyrir úr
Grafarvogi á hverjum degi
Ég fer á hverjum morgni úr Grafar-
vogi og niður í miðbæ, síðan heim
um kl 17. þetta er eins og ferðast
í rússibana. Geðveiki og frekja
einkennir umferðina. Svo eru þessar
götur og gatnamót þar sem hægri
réttur gildir. Stórara götur eins og
Langirimi, hann á auðvita að vera
aðalbraut eins og Fannafoldinn.
Svo er það gatnamót Stuðlaháls og
Krókháls. Þetta eru bara gatnamót til
þess að búa til stórhættu. Því verður
ekki breytt fyrr en dauðaslys eiga sér
stað þarna.
Þórhallur skrifar á skoðun á Vísir.is
Það væru hrein svik við kjós-
endur, ef flokkarnir sem barist
hafa hatrammlega gegn Sjálf-
stæðisflokknum héldu þeim
flokki áfram við völd eftir að
stjórnin væri fallin.