Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.09.2006, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 07.09.2006, Qupperneq 68
 7. september 2006 FIMMTUDAGUR32 nám, fróðleikur og vísindi Netfang : alliance@af.is veffang : www.af.is Innritun í síma 552 3870 1.-16. september Guðjón Bjarnason og María Ólafs- dóttir, ábúendur í Hænuvík við Patreksfjörð, hafa þurft að senda dætur sínar tvær, tólf og fimmtán ára, í skóla til Patreksfjarðar í fimmtíu kílómetra akstursfjar- lægð, eftir að grunnskólinn í Örlygshöfn var lagður niður fyrir þremur árum síðan. „Í kjölfar breytinganna stóð til að Guðný Ólafía og Bjarnveig Ásta yrðu keyrðar daglega á milli heim- ilis og skóla. Þegar þessi hugmynd kom upp var þess farið á leit að ég og kona mín myndum sjá um akst- urinn, sem hefði tekið okkur um tvo tíma daglega. Sveitarfélagið bauð okkur borgun fyrir þessa þjónustu en taldi sig ekki geta sinnt akstri.“ Guðjón setti sig upp á móti þessu fyrirkomulagi og fór fram á að dætur hans fengju pláss í heima- vist á Patreksfirði. „Ástæða þess að mér hugnast ekki sú hugmynd að aka langar vegalendir daglega eru þær að mér finnst þessum tíma betur varið í annað og lítið vit í að vera með börn í daglegum ferða- lögum í alls konar veðrum yfir vet- urinn. Á sínum tíma kærðu foreldrar barna í sveitarfélaginu vinnubrögð sveitarfélagsins varðandi niður- fellingu skólans og fékk sveitarfé- lagið ákúru fyrir. Ákvörðun um að foreldrar ættu að sjá um akstur barna til og frá skóla var þó ekki breytt. Núna er ekið með Guðnýju og Ástu á Patreksfjörð eldsnemma á mánudagsmorgnum og koma þær heim aftur um hádegi á föstudög- um.“ Guðjón segir það hafa gleymst í umræðunni að heimavist sé oft eina leið barna sem búa í sveit til félagslegra samskipta við önnur börn. „Sá tími sem fer í keyrslu er betur varið í nám eða afþreyingu og það er einnig staðreynd að færri börn eru á hvern kennara í fámenn- um skólum og því auðveldara að sinna þörfum hvers og eins.“ Tíu nemendur voru í grunnskól- anum á Örlygshöfn þegar hann var lagður niður og eru flest þessara barna nú keyrð til skóla daglega. Guðjón segir að þrátt fyrir að dætur hans uni sér vel í skóla og heimavist á Patreksfirði hefði hann kosið að hafa þær nær sér. Hann undrast einnig að ekki hafi komið upp sú hugmynd að nota nútíma- tækni og taka upp fjarkennslu í kjölfar þess að heimavistarskólar voru lagðir niður. Guðný Ólafía, sem áður var nemi í grunnskólanum í Örlygs- höfn, stundar nú nám í 10. bekk grunnskólans á Patreksfirði og líkar vel. „Ég hefði samt gjarnan viljað vera áfram í skólanum í Örlygshöfn, því þar var ég meira með hinum krökkunum.“ Guðný segist þó vera búin að eignast vin- konur í skólanum og gömlu skóla- félagarnir úr grunnskólanum í Örlygshöfn halda líka hópinn. „Á kvöldin horfi ég á sjónvarpið á heimavistinni, er með vinum mínum eða fer í félagsmiðstöðina en það er líka gott að komast heim um helgar,“ segir Guðný, sem er ekki búin að ákveða hvað hún muni taka sér fyrir hendur eftir að skyldunámi lýkur. hugrun@frettabladid.is Heimavist góð fyrir félagsleg samskipti Heimavistarskólar á grunnskólastigi eru ekki lengur starfandi í landinu og er börnum í minni skólum boðið upp á akstur til og frá skóla. Guðjón Bjarnason var andsnúinn því að dætur hans yrðu keyrðar daglega og taldi hag þeirra betur borgið á heimavist. GUÐJÓN BJARNASON Rektorinn minn í Menntaskólanum við Sund lagði ríka áherslu á að við lærðum það sem okkur þætti skemmtilegt, því það kæmi helst til þess að gagnast okkur seinna á lífs- leiðinni. Ég tók það svona bókstaflega og þegar ég fór í háskólann lærði ég frönsku, íslensku og svo íslensk- ar bókmenntir, eitthvað sem þykir nú ekki beint hagkvæmt en mér þykir afar skemmtilegt,“ segir Katrín Jakobsdóttir íslenskufræðingur og varaformaður Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs. Hún segir jafnframt að henni þyki í raun ekki skipta máli hvaða nám verði fyrir valinu heldur að það sé stundað af alúð og áhuga. „Svo má líka minna á að margt af því sem maður kynnist í námi, svo sem ýmsar umræð- ur, þátttaka í félagslífi, sem virð- ist ekki eiga til með að gagnast manni á nokkurn hátt seinna meir, hefur komið í góðar þarfir,“ segir Katrín og nefnir sem dæmi að þótt námskeið í þjóðsögum eða ævintýrum virðist hvorki gróðavænleg né nytsamleg við fyrstu kynni sitji ýmislegt eftir sem nýtist vel í lífinu. „Slíkt getur opnað fyrir manni dyr í nýjar víddir og kennt manni að hugsa á annan hátt en áður. Þó maður átti sig ekki á því alveg á meðan á náminu stendur,“ segir Katrín að lokum. SKÓLAGANGAN: KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Námið skiptir ekki höfuðmáli heldur áhuginn264 grunnskólabörn höfðu pólsku sem móðurmál á Íslandi 2005 144 grunnskólabörn höfðu filippeysku sem móðurmál á Íslandi árið 2005 55 grunnskólabörn höfðu albönsku sem móður- mál á Íslandi árið 2005 Kjarni málsins Fyrsta námskeiðið sem haldið var undir nafni Kvikmyndaskóla Íslands var árið 1992 í hús- næði MÍR félagsins við Vatnsstíg 10 í Reykja- vík. Nemendur voru þá 23 talsins en kennarar og fyrirlesarar sautján, en meðal þeirra má finna marga af helstu kvikmyndagerðarmönn- um landsins. Skólinn hefur síðan þá verið til húsa víðs vegar um Reykjavík. Það var ekki fyrr en árið 2002 að skólinn fékk fast aðsetur að Laugavegi 176, þar sem Ríkissjónvarpið hafði áður verið. Árið eftir fékk skólinn formlega við- urkenningu menntamálaráðuneytisins. Kvikmyndaskólinn hefur starfað í nánum tengslum við hagsmunasamtök kvikmynda- gerðarmanna og sjónvarpsstöðvar og er námið fyrir fólk sem stefnir að því að starfa í kvikmynda-, sjónvarps-, og tölvuleikjaiðnaði. Sérstök valnefnd sér um að velja nemendur úr hópi umsækjenda. ■ Skólinn Kvikmyndaskóli Íslands Málþing um niðurstöður skýrslu OECD um íslenska háskólastigið verður haldið í Iðusölum við Lækjargötu á morgun og stendur það frá níu til eitt. Í skýrslunni var meðal annars vakin athygli á að ör þensla kerfisins síðustu ár hefði leitt af sér ýmis vandamál sem nauðsynlegt sé að bregðast við. Sérstaklega þyrfti að leita nýrra leiða við að fjármagna háskólana umfram það sem hið opinbera hefði tök á að leggja fram, þar sem líklegt sé að hægi á vexti þjóðarframleiðslu á næstu misserum. Því sé nauðsyn- legt að opna umræðu um skólagjöld hér á landi þótt það hafi verið veru- lega viðkvæmt mál hingað til. Meðal þeirra sem fjalla um niðurstöðurnar og viðbrögð við þeim eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra og Paulo Santiago, sérfræð- ingur frá OECD. ■ Málþing um íslenska háskólastigið Nauðsynlegt að ræða um skólagjöld Nemendum við Háskóla Íslands gefst í haust tækifæri til að sækja framhaldsnámskeið í mannerfða- fræði í umsjón vísindamanna og sérfræðinga Íslenskrar erfða- greiningar og Háskóla Íslands. Námskeiðið er liður í samstarfi Íslenskrar erfðagreiningar og Háskóla Íslands en viljayfirlýsing um frekara samstarf var undirritað fyrr í vikunni af Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands. Kári sagði við undirritun yfir- lýsingarinnar að hann væri þakk- látur Háskóla Íslands fyrir að hafa sýnt vilja fyrir samstarfinu, en fram til þessa hafa háskólinn og ÍE átt í samstarfi á óformlegum grundvelli. Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum innsýn í nýjustu rann- sóknir og kenningar á fræðasvið- inu. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna aðferðir og úrvinnslu gagna úr viðamiklum gagnasöfn- um við erfðarannsóknir á algeng- um og flóknum erfðasjúkdómum. Meðal annars verða til úrlausnar raunveruleg viðfangsefni úr erfða- rannsóknum Íslenskrar erfða- greiningar. - jss HÁSKÓLINN OG ÍSLENSK ERFÐAGREINING Kári Stefánsson forstjóri og Kristín Ing- ólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Formlegt samstarf hafið TÍMI HEIMAVISTAR- SKÓLANNA LIÐINN Engir heimavistarskólar eru nú starfandi á Íslandi á grunnskóla- stigi. Fyrir sextán árum síðan voru starfandi heimavistarskólar á landinu þrjátíu talsins, fyrir átta árum voru þeir sex en nú eru börn í skólum keyrð til og frá heimili sínu daglega. Fækkun heimavist- arskóla er í samræmi við stefnu fræðsluyfirvalda um að nemend- um skuli ekið í skóla, sé þess nokkur kostur, ekki síst yngri nem- endum. Samkvæmt lögum um grunnskóla frá árinu 1995 eiga nemendur að eiga kost á námi í heimabyggð. Grunnskólum fer fækkandi á landinu og fámennir skólar eru á undanhaldi. Á meðan grunnskól- um fjölgar á höfuðborgarsvæðinu fækkar þeim á landsbyggðinni. PATREKSFJÖRÐUR Þegar skólinn á Örlygshöfn var lagður niður var börnum gert að fara í skóla á Partreksfirði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.