Fréttablaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 77
FIMMTUDAGUR 7. september 2006 41 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? SEPTEMBER 4 5 6 7 8 9 10 Fimmtudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  17.00 Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika í Smáralind. Stjórnandi er Rumon Gamba.  17.00 Síðustu tónleikar í sumar- tónleikaröð Smekkleysu og The Reykjavik Grapevine fara fram í húsakynnum Smekkleysu við Klapparstíg 27 en þar leikur Benni Hemm Hemm kl. 17. Síðar um kvöldið leikur sveit hans ásamt Retro Stefson á Café Amsterdam kl. 21.  20.30 Jón Svavar Jósefsson baritónsöngvari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari halda söngtónleika með áherslu á drauga- og hestalög á Draugasetrinu Hólmaröst á Stokkseyri. Miðar eru seldir á staðnum en frítt er inn fyrir drauga og ófermda.  22.00 Kassagítartónleikar á Hressó. Fram koma Red Cup, Bela og Pétur Ben. ■ ■ SKEMMTANIR  Hljómsveitin Jagúar leikur á Barnum við Laugaveg 22 í kvöld. Sveitina skipa Ingi Skúlason, Samúel Jón Samúelsson, Kjartan Hákonarson, Óskar Guðjónsson Ómar Guðjónsson og Einar Scheving. ■ ■ SÝNINGAR  10.00 Hafliði Hallgrímsson tón- skáld sýnir myndverk sín á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju. Hafliði sýnir tólf verk af trúarlegum toga í kirkjunni. Sýningunni stendur fram í október.  11.00 Myndbandsverk Ólafar Arnalds, Eins og sagt er, er til sýnis í Þjóðmenningarhúsinu. Í verkinu flytur Ólöf frumsamda tónlist og syngur á átján tungumálum í níu myndrömmum samtímis.  11.00 Samsýningin Mega vott stendur yfir í Hafnarhúsinu. Sýningin er opin alla daga frá 11- 17 nema á þriðjudögum. Á sýn- ingunni eru verk eftir Ragnhildi Stefánsdóttur, Önnu Eyjólfsdóttur, Þórdísi Öldu Sigurðardóttur, Rúrí og Jessicu Stockholder. ■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ  10.00 Sýningunni Sú þrá að þekkja og nema í anddyri Amtbókasafnsins á Akureyri lýkur um helgina. Sýningin fjallar um ævi og störf Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili og er sett upp í tilefni af 150 ára afmæli hans. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN Fyrsta kvikmynd leikstjórans Lawerence Dunmore fjallar um bílífi Johns nokkurs Rochester, tignarmennis, skálds og karldólgs sem gerði talsverðan óskunda á Bretlandi á sautjándu öld. Við- fangsefnið er nokkuð spennandi en úrvinnslan kunnugleg. Þótt The Libertine sé um margt hefðbundið búningadrama fer meira fyrir sora og leðju en í Austen-mynd- um. Efnistökin slá hefðbundinn takt; myndin hverfist um „ástar- samband“ Rochester (Depp) og leikkonunnar Lizzie Barry (Mort- on) og deilur ólátabelgsins við Karl konung II (Malkovich) sem snúast um frelsi, siðprýði og aga- leysi þess fyrstnefnda sem á end- anum dagar uppi, marineraður í áfengi og útsteyptur í ógeðfelld- asta kynsjúkdómi sem ég hef séð á hvíta tjaldinu. Sviksemi og sígildar réttlæt- ingar alkóhólistans í bland við háðskar glósur Rochesters um sjálfsblekkingu annarra verða að engu þegar hann „þroskast“ og lærir lexíur um ástina og guð undir lok myndarinnar. Heillandi hugmyndin um ást hans á leikhús- inu og einu leið til þess að upplifa sannar tilfinningar er gert hátt undir höfði en hámark myndar- innar, klámfengin háðungarsýn- ing sem Rochester skrifar um valdstjórn og girndir Karls kon- ungs, missir algjörlega marks að mínu mati. Bakgrunnur sögunnar er einfaldlega of illa undirbyggð- ur og persóna Rochesters of ósannfærandi til að það gervilima- grín gangi upp. Annars minnir þessi mynd helst á subbulega útgáfu af hinni ofmetnu kvikmynd Shakespeare in Love. The Libertine er vel leikin, það mega þau Morton og Depp eiga þó að textinn detti niður í tilgerðar- vaðal á köflum og hagmælgi Rochesters hljómi stundum eins og velheppnað Stormskersgrín. Aðrar persónur myndarinnar bera aukaforskeyti sitt með rentu, þær eru í hæsta máta óspennandi. Félagar Rochesters eru sorglegur hópur og kvenfólkið í myndinni eru staðalmyndir, hórur/mæður/ meyjar sem lítið hafa fram að færa nema fyrirgefningu sína. Atburðarásin er óskýr og fyrir utan nokkur hnyttin tilsvör kafnar þessi mynd í þokunni og leðjunni sem leikstjórinn hefur kosið að maka hana út í en sú mynd sem hann dregur upp af hirð- og leik- húslífi sautjándu aldar í Bretlandi er langt frá því að vera kræsileg né áhugaverð þó að hún sé frum- leg. Frumleikinn felst einnig í kvik- myndatökunni en hún verður að teljast í flippaðara lagi miðað við samhengi myndarinnar. Fálm- kenndar tökubrellur og ofnotkun þeirra fara nett í taugarnar á mér því að mínu mati ættu slíkar til- raunir ekki að sjást í lokaútgáfu myndarinnar. Músíkin í myndinni er allt of há og áberandi og hljóðvinnslan ekki til eftirbreytni heldur. Hins vegar var myndin merkilega vel þýdd og á liprara máli en oft sést á íslensk- um bíótjöldum og á þýðandinn hrós skilið fyrir virðingarverða tilraun til að snara klúrheitum Rochesters yfir á hið ástkæra ylhýra. Kristrún Heiða Hauksdóttir THE LIBERTINE Leikstjóri: Laurence Dunmore Aðalhlutverk: Johnny Depp, John Malkovich, Rosamund Pike, Samantha Morton og Tom Holland. Niðurstaða: Óttaleg flatneskja fyrir utan nokkur hnyttin tilsvör. Forað, sori og flatneskja Á næstunni: Föstud. 15. sept: Laugardalshöll, ásamt Gospelkór Rvk. Laugard. 16. sept: Höllin, Vestmannaeyjum Föstud: Players, Kópavogi Laugard: Sjallinn, Akureyri Um helgina: Síðsumar 2006 Munið tónleika Sálarinnar og Gospelkórs Reykjavíkur í Laugardalshöll 15. september. AÐEINS ÖRFÁIR MIÐAR EFTIR! Miðasala: miði.is, Skífan, BT www.salinhansjonsmins.is ������������������ ������� �� ������������������������������������������������ ����������������� ����������������� ������������������ �������� � � � ��� �� �� �� ��� �� �� �� �� ��� �� ������ ���������������� ���������������� ������ ��������������������������� ���������������������� ��������������������������������� ������� �� ���������� �� ����������� ������������ �� ���������������������������������� �������� ��������������������������������� LEIKHÚSTILBOÐ: Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði frá kr. 4300 - 4800 TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM Sýningar í Landnámssetri í september og október Fimmtudag 7. september kl. 20 Uppselt Föstudag 8. september kl. 20 Uppselt Laugardag 9. september kl. 20 Uppselt Sunnudagur 10. september kl. 16 Uppselt Miðvikudagur 13. september kl. 20 Uppselt Föstudagur 15. september kl. 20 Uppselt Laugardagur 16. september kl. 20 Uppselt Sunnudagur 17. september kl. 20 Uppselt Laugardagur 23. september kl. 20 Uppselt 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.