Fréttablaðið - 07.09.2006, Síða 86
50 7. september 2006 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
> Alfreð á einu miðana á HM
Það er mikil stemning fyrir HM í handbolta sem fram fer í
Þýskalandi í byrjun næsta árs en Þjóðverjar lofa stærsta hand-
boltamóti sem haldið hefur verið. Íslendingar verða að sjálf-
sögðu með á mótinu og fer hver að vera síðastur að tryggja
sér miða en uppselt er á alla leiki í riðli Íslands, sem fram fer
í Magdeburg, fyrir utan 500 stykki sem eru eyrnamerkt Alfreð
Gíslasyni landsliðsþjálfara. Alfreð sagði í samtali við Fréttablað-
ið í gær að hann gæti ekki haldið miðunum endalaust og því
mega ferðaskrifstofur sem hafa hug á að bjóða upp á
ferðir á mótið endilega vera í
sambandi við HSÍ áður en Alfreð
missir miðana. Mótið verður án
vafa mikil veisla og nauðsynlegt
að strákarnir okkar fái góðan
stuðning.
HANDBOLTI Alfreð tók óvænt við
Gummersbach eftir frækinn sigur
á Svíum með landsliðinu í sumar.
Hann átti ekki að hefja störf fyrr
en næsta sumar en forráðamenn
félagsins sóttu það nokkuð hart að
fá hann strax til starfa og það gekk
eftir þar sem Velimir Klajic lét af
störfum.
„Undirbúningurinn var mjög
strembinn og gekk nokkuð illa
enda hafði liðið ekki verið að leika
neina taktík undanfarin ár. Ég
þurfti eiginlega að byrja frá
grunni og það var nokkur áskorun.
Það hefur samt gengið ótrúlega
vel að laga leikmenn að breyttum
aðstæðum,“ sagði Alfreð, sem
sagðist vera ánægður með að vera
kominn aftur í slaginn með félags-
liði eftir nokkra mánuði á hliðar-
línunni.
Miklar breytingar eru á liði
Gummersbach frá síðustu leiktíð
en liðið missti meðal annars kór-
esku stórskyttuna Yoon. Liðið
hefur líka fengið liðsstyrk en alls
komu átta nýir leikmenn í hópinn í
sumar þannig að Alfreð er svo gott
sem með nýtt lið í höndunum.
„Það hefur komið pínu á óvart
að við skyldum hafa unnið fyrstu
þrjá leiki okkar en það kemur mér
ekkert á óvart. Liðið er orðið sam-
hæfðara en margir bjuggust við á
þessum tímapunkti,“ sagði Alfreð
en hversu hátt setur hann markið
fyrir þetta tímabil? „Ég sagði fyrir
tímabilið að það væri frábær
árangur ef við næðum þriðja sæt-
inu. Ef við náum að vera í sjötta
sæti um jólin þá eigum við mögu-
leika á að ná þriðja sætinu enda
erum við að spila marga erfiða
leiki fram að áramótum.“
Gummersbach mætti meistur-
um Kiel á útivelli í gærkvöldi og
vann glæstan sigur og heimsækir
síðan Viggó Sigurðsson og félaga í
Flensburg á laugardag. Þessir
tveir leikir eru prófsteinn fyrir
liðið og Alfreð veit betur hvar liðið
er statt eftir þessa leiki.
„Það er gott að vera taplaus
fyrir þessa leiki en nú er komið
að alvöru prófi og við bíðum
spenntir. Það verður gaman að
heimsækja Viggó um helgina og
það verður við ramman reip að
draga í báðum leikjunum en við
mætum tiltölulega afslappaðir til
leiks,“ sagði Alfreð sem er með
þrjá Íslendinga í herbúðum liðs-
ins - Guðjón Val Sigurðsson,
Róbert Gunnarsson og Sverre
Andreas Jakobsson - og Guðjón
er fyrirliði liðsins.
„Gaui var eiginlega orðinn
fyrirliði liðsins í augum leikmanna
í fyrra og það var því auðveld
ákvörðun að afhenda honum band-
ið og hann hefur staðið sig vel í
þessu hlutverki eins og búast
mátti við,“ sagði Alfreð.
henry@frettabladid.is
Þurfti að byrja frá grunni
Alfreð Gíslason hefur farið vel af stað með úrvalsdeildarlið Gummersbach í
þýska handboltanum en mikið breytt lið félagsins vann fyrstu fjóra leiki sína.
Alfreð segist hafa þurft að vinna mikla vinnu á undirbúningstímabilinu.
LÍFLEGUR Alfreð Gíslason lifir sig inn í leikina af hliðarlínunni. Hann mætir Viggó
Sigurðssyni á laugardag.
FRÉTTABLAÐIÐ/BONGARTS
Knattspyrnukonan Hólmfríður Magnúsdóttir skipti nýlega úr KR yfir
danska liðið Fortuna Hjörring. Hún lék sinn fyrsta leik fyrir félagið
á þriðjudaginn og skoraði eitt mark í 11-0 sigri Fortuna á
Horsens í dönsku bikarkeppninni, en Horsens er deild neðar
Fortuna Hjörring í Danmörku. Fréttablaðið hafði samband
við Hólmfríði og hún var mjög ánægð með þessa byrjun.
„Það er mjög gaman að skora í fyrsta leik. Þetta lið er í
deild fyrir neðan okkur og það er mjög gott að byrja á
svoleiðis leik til að komast inn í þetta. Ég fékk líka fleiri
færi til að skora,“ sagði Hólmfríður.
Hólmfríður lét mjög vel af nýja félaginu og sagði
aðstöðuna alla til fyrirmyndar. „Mér líst mjög vel á
þennan klúbb, það er allt gert fyrir mann. Þetta er líka
bara kvennaklúbbur þannig að við fáum alla athyglina.
Ekki eins og í KR þar sem karlaliðið fær alla athyglina.“
Fortuna Hjörring gerði í síðustu viku jafntefli við liðið í
sjötta sæti deildarinnar og Hólmfríður sagði að danska
deildin væri jafnari en sú íslenska. Hún sagði einnig
að æfingarnar væru öðruvísi. „Ég fór á fyrstu æfinguna
mína á mánudaginn, daginn fyrir leik, og það var miklu
meira tempó og þó að leikurinn í gær hafi verið gegn liði sem er
mun lakara en okkar var spilað á fullum krafti þar til flautað var af,“
sagði Hólmfríður. „Það er miklu meiri alvara í þessu hérna úti en
heima. Á leikjum milli liða sem eru í toppbaráttunni þá koma alveg á
bilinu tvö til þrjú þúsund áhorfendur. Það er meira en á landsleikjum
heima,“ bætti Hólmfríður við.
Hólmfríður er ekki í vafa um að fleiri íslenskar stelpur eigi erindi til
útlanda til að spila fótbolta. „Þær sem geta eitthvað ættu bara
að drífa sig út því þær geta þetta alveg ef viljinn er fyrir
hendi. Það myndi kannski líka jafna deildina heima.
Það er bara að þora þessu. Maður verður bara að taka
af skarið og kemur þá bara reynslunni ríkari ef manni líkar þetta
ekki,“ sagði Hólmfríður.
Fortuna Hjörring er í öðru sæti deildarinnar og næsti leikur liðsins
er á sunnudaginn úti gegn Skovlund, sem situr í þriðja sæti
deildarinnar. „Hér er mun meiri samkeppni um sæti í
byrjarliðinu en heima. Ég vona bara að ég fái að byrja
inni á í þeim leik,“ sagði Hólmfríður að lokum.
HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR: FÓR VEL AF STAÐ HJÁ SÍNU NÝJA FÉLAGI OG SKORAÐI MARK Í FYRSTA LEIK
Ekki eins og hjá KR þar sem karlarnir fá alla athyglina
FRJÁLSAR Spretthlauparinn
magnaði Jón Oddur Halldórsson
gerði sér lítið fyrir í gær og vann
til bronsverðlauna í 100 metra
hlaupi á HM fatlaðra en mótið fer
fram í Hollandi.
Jón Oddur kom inn í úrslitin
með sjötta besta tímann en bætti
um betur í úrslitahlaupinu og
hrifsaði bronsið. Sigurvegari varð
Mokgalagadi Teboho frá Suður-
Afríku en hann bætti eigið
heimsmet sem hann setti á ÓL í
Aþenu árið 2004. Teboho kom í
mark á 12,98 sekúndum.
- hbg
Jón Oddur Halldórsson:
Fékk brons á
HM fatlaðra
JÓN ODDUR Vann til verðlauna á HM í
gær.
FÓTBOLTI Carlos Dunga, þjálfari
brasilíska landsliðsins í knatt-
spyrnu, sagði að hann hefði
heillast af Ryan Giggs, leikmanni
Manchester United, á þriðjudag-
inn þegar Brasilía mætti Wales.
„Allir þjálfarar í heiminum
myndu vilja hafa leikmann eins
og Giggs í sínu liði og ég er engin
undantekning þar á,“ sagði
Dunga. „En í hreinskilni sagt er
ég ekki viss um hvar ég ætti að
láta hann spila. Við erum með svo
marga frábæra leikmenn í
Brasilíu og ef hann væri brasil-
ískur ætti ég í enn meiri vand-
ræðum með að velja liðið,“ sagði
Dunga. - dsd
Dunga um Ryan Giggs:
Heillaður af
Ryan Giggs
RYAN GIGGS Þótti leika mjög vel í þær
45 mínútur sem hann var á vellinum
gegn Brasilíu á þriðjudaginn.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FORMÚLA Þýskir fjölmiðlar hafa
haldið því fram undanfarið að
Michael Schumacher muni til-
kynna á sunnudaginn að hann ætli
að hætta að loknu yfirstandandi
tímabili í formúlu 1. Fjölmiðlar
hafa gengið svo langt að halda því
fram að hann muni tilkynna um
ákvörðun sína eftir Formúlu-
keppnina um helgina.
Talsmenn Ferrari hafa reynt að
draga úr þessum fréttum en
athygli vekur að þeir ganga ekki
svo langt að hafna vangaveltum
fjölmiðla og hefur það síst dregið
úr umfjölluninni.
„Við getum ekki svarað þessum
fréttum en það verður tekin
ákvörðun eftir keppnina á Monza
um næstu helgi,“ sagði Sabine
Kehm, fjölmiðlafulltrúi Ferrari, í
gær en það yrði vissulega tákn-
rænt ef Schumacher tilkynnti um
endalokin á heimavelli Ferrari á
Ítalíu. - dsd
Sögusagnir um framtíð Michaels Schumacher magnast með hverjum deginum:
Schumacher sagður ætla að tilkynna
um endalok ferils síns á sunnudag
ER HANN AÐ HÆTTA? Michael Schu-
macher er sigursælasti ökumaður í sögu
formúlu 1. Þetta gæti verið hans síðasta
tímabil. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Kevin Nolan, miðvallar-
leikmaður hjá Bolton, segir að
hann ætti mun meiri möguleika á
að komast í enska landsliðið ef
hann væri hjá stærra félagi en
Bolton er.
„Í hreinskilni sagt þá er ég
nokkuð viss um að ég væri
kominn í enska landsliðið ef ég
væri að spila fyrir Manchester
United og Liverpool,“ sagði Nolan
í gær. „Með fullri virðingu fyrir
Bolton líta margir á það sem lítið
félag. Ég er algjörlega ósammála
því,“ bætti Nolan við.
Nolan hefur undanfarið verið í
sambandi við Steve Staunton,
þjálfara írska landsliðsins, um að
spila fyrir Íra og hann segist hafa
fullan stuðning frá framkvæmda-
stjóra sínum, Sam Allardyce.
- dsd
Kevin Nolan:
Gæti leikið
fyrir Írland
KEVIN NOLAN Íhugar það nú að spila
fyrir Írland. Hann hefur enn ekki fengið
tækifæri með Englandi.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
F1 Finninn Kimi Räikkönen er
búinn að jafna sig af þeim
meiðslum sem hafa verið að plaga
hann og mun því keppa í Formúlu
1-mótinu um helgina.
„Bakið á mér var að plaga mig
og þess vegna varð ég að taka
mér smá hvíld og það dugði því
ég er 100% klár í slaginn fyrir
helgina,“ sagði Finninn hressi.
- hbg
Kimi Räikkönen:
Búinn að jafna
sig í bakinu
FORMÚLA Renault skýrði frá því í
gær að finnski ökuþórinn Heikki
Kovalainen myndi taka sæti
Fernando Alonso á næsta ári
þegar Alonso flytur sig um set og
gengur í raðir McLaren. Kova-
lainen hefur verið þróunaröku-
maður hjá Renault frá árinu 2004.
„Ég er mjög spenntur yfir því
að fá tækifæri til að sýna hvað ég
get,“ sagði Kovalainen. „Á næsta
ári byrjar nýr kafli í mínu lífi.
Það verða gerðar miklar vænting-
ar en ég mun ekki líta á það sem
auka pressu á mig.“
Giancarlo Fisichella mun
áfram keyra fyrir Renault en
hann framlengdi nýlega samning
sinn um eitt ár. - dsd
Nýr ökumaður til Renault:
Kovalainen í
stað Alonso