Fréttablaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 89

Fréttablaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 89
FIMMTUDAGUR 7. september 2006 53 ÍSLENSKA LIÐIÐ ÁRNI GAUTUR ARASON 7 Gat lítið gert að mörkunum og átti ágætan dag þrátt fyrir nokkur augnablik þar sem hann virtist ætla að hætta sér í ógöngur. GRÉTAR RAFN STEINSSON 8 Besti maður íslenska liðsins. Náði að halda hinum hættulega Kahlenberg niðri og virtist langfrískasti maður vallarins. ÍVAR INGIMARSSON 6 Reyndi hvað hann gat en átti á köflum erfitt uppdráttar gegn sterkum dönskum sóknar- mönnum. HERMANN HREIÐARSSON 5 Missti af boltanum í fyrsta marki Dana er hann klikkaði á rangstöðugildrunni. Virtist stundum vera með tvo vinstri fætur en átti betri leik í síðari hálfleik. INDRIÐI SIGURÐSSON 5 Átti í vandræðum með Rommedahl sem skor- aði fyrra markið og lagði upp það síðara. Gekk betur í seinni hálfleik en hefur margoft leikið betur en hann gerði í gær. KÁRI ÁRNASON 7 Var hörkuduglegur og reyndi hvað hann gat að leysa sína stöðu sem breyttist í hálfleik. Vantaði þó talsvert upp á frumkvæðið í sóknarleiknum og þar virtist hann óstyrkur. JÓHANNES KARL GUÐJÓNSSON 5 Fékk gult strax á 4. mínútu sem er ávallt slæmt fyrir mann í hans stöðu. Komst aldrei almenni- lega í takt við leikinn og gerði sig stundum sekan um slæm mistök. BRYNJAR BJÖRN GUNNARSSON 6 Barðist mikið en eins og svo margir aðrir átti hann erfitt uppdráttar. Danir stjórnuðu miðjunni og við því gat Brynjar ekkert gert. HJÁLMAR JÓNSSON 4 Fékk tvær skottilraunir í fyrri hálfleik sem heppn- uðust illa, afar neyðarlegt. Var einfaldlega ekki með á nótunum, las leikinn illa og gaf margar slæmar sendingar. EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN 5 Fékk óþarfa spjald í síðari hálfleik fyrir að henda boltanum í burtu. Venjulega fyrirgefst honum letin í varnarleiknum en þegar annað gengur ekki upp er því ekki að heilsa. Sérstaklega í leik gegn liði eins og Danmörku. GUNNAR HEIÐAR ÞORVALDSSON 7 Eins og alltaf hljóp hann eins og vitleysingur allan leikinn og barðist fyrir öllum boltum. Það er lofsvert í leikjum sem þessum þar sem menn mega einfaldlega ekki gefast upp. VARAMENN VEIGAR PÁLL GUNNARSSON 7 Leysti Hjálmar af hólmi á 66. mínútu og átti fríska innkomu. Hefði mátt koma fyrr af bekkn- um. STEFÁN GÍSLASON - Leysti Brynjar af hólmi á 76. mínútu. ARNAR ÞÓR VIÐARSSON - Leysti Kára Árnason af hólmi á 83. mínútu. Laugardalsv., áhorf: 10 þúsund Ísland Danmörk TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 5–10 (2–6) Varin skot 3–2 Horn 3–1 Aukaspyrnur fengnar 18–19 Rangstöður 4–1 0-1 Dennis Rommedahl (5.) 0-2 Jon Dahl Tomasson (33.) 0-2 Ivanov, Rússland (6) FÓTBOLTI Danir unnu í gær sterkan 2-0 sigur á íslenska landsliðinu á Laugardalsvelli en mörk Dana skoruðu þeir Dennis Rommedahl og hinn íslenskættaði Jon Dahl Tomasson í fyrri hálfleik. Eins og ávallt má velta fyrir sér hvað hefði gerst ef Eiður Smári hefði skorað úr algeru dauðafæri í fyrri hálfleik en í næstu sókn Dana skoruðu gestirnir síðara mark sitt. Sigur Dana var þó í hæsta máta sanngjarn. Áhorfendur tóku vel undir í íslenska þjóðsöngnum áður en leikur hófst og íslensku leikmenn- irnir stöppuðu stálinu hver í annan rétt eins og í Belfast. Það var allt til staðar, frábært veður, full stúka og bullandi þjóðarstolt. Íslenska liðið var þétt en snemma kom í ljós að Danir áttu mun auðveldara með að komast að markinu en síðustu andstæðingar liðsins. Skot Thomas Gravesen strax á þriðju mínútu bar vott um að restin af leiknum yrði ekki auð- veld. Jóhannes Karl fékk strax gult spjald á fjórðu mínútu leiks- ins sem vissi ekki á gott. Á fimmtu mínútu splundruðu Danirnir vörn Íslendinga. Christi- an Poulsen gaf háa sendingu inn á Dennis Rommedahl og klikkaði íslenska vörnin á rangstöðugildr- unni. Rommedahl tók snyrtilega við boltanum og skilaði honum örugglega í netið. Skelfileg byrjun á leiknum og greinilegt að Morten Olsen hefur lesið leik íslenska liðsins eins og opna bók. Greinilegt að Íslendingar ætl- uðu að reyna að halda ótrauðir áfram en þrátt fyrir nokkra ágæta tilburði gerði liðið of mörg ódýr mistök og voru Íslendingar heppn- ir að þau kostuðu liðið ekki fleiri mörk í upphafi leiks. Á 30. mínútu fékk Eiður Smári besta færi leiksins. Ívar átti langa sendingu inn í teig og Eiður gerði vel með því að halda aftur af varn- armanninum og leggja af stað á hárréttum tíma. Hann var á auðum sjó, í frábæru skotfæri, en lét verja frá sér. Skömmu síðar átti íslenska liðið innkast á vallarhelmingi Dana. Það heppnaðist illa og Danir fengu skyndisókn. Gravesen átti fasta sendingu fram á völlinn sem Rommedahl hljóp með, dró að sér íslensku vörnina og renndi boltan- um á Tomasson sem ýtti honum yfir línuna. Eins góður og fyrri hálfleikur- inn var í Belfast var frammistaðan gegn Dönum fyrir hlé slæm. Íslenska liðið var einfaldlega og algerlega yfirspilað og var þar að auki óheppið. Síðara markið var ódýrt og Eiður hefði átt að skora. Vörnin átti afar slæman dag og átti mjög erfitt með að halda aftur af þeim Rommedahl og Tomasson. Íslenska liðið reyndi að færa sig framar á völlinn í síðari hálfleik og sækja en það gekk afar erfiðlega gegn sterkri danskri vörn. Það hélt ágætlega sínum hlut í vörninni en annars einkenndist leikurinn af baráttu á miðjunni í upphafi síðari hálfleiks. Dönum tókst einfaldlega að klippa á allar leiðir Íslendinga að danska markinu og létu ekki grípa sig í bólinu með hinu fræga van- mati á íslenska liðinu. Þarna var mætt lið sem var með einfalt verk- efni, að verjast vel og sækja hratt sem gekk fullkomlega eftir. Íslenska liðið var yfirspilað og enginn leikur betur en andstæðing- urinn leyfir. Það er þó pínlegt að fá á sig tvö mörk í fyrri hálfleik og hlýtur það að skrifast á einfalt ein- beitingarleysi. Kannski að Íslend- ingar voru ósjálfrátt værukærir eftir góða frammistöðu í Belfast en staðreyndin er sú að danska liðið er á allt öðrum og hærri stalli en lið Norður-Íra. Það má læra af leiknum og halda áfram með uppbyggingu íslenska landsliðsins. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Sama gamla sagan gegn Dönum Ísland átti aldrei möguleika gegn gríðarsterku liði Dana á Laugardalsvelli í gær. Handrit leiksins hefði get- að verið skrifað af Dana en skömmu eftir að Eiður Smári brenndi af dauðafæri gerðu Danir út um leikinn. HITI Í HERMANNI Hermann Hreiðarsson átti erfitt með að sætta sig við tapið og lét skapið hlaupa með sig í gönur á köflum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVEKKTUR Eiður Smári Guðjohnsen átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tapið gegn Danmörku á Laugardalsvelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI „Það er leiðinlegt að tapa og það virðist aldrei verða skemmtilegra,“ sagði Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari frem- ur bitur í bragði. Hann sagði að íslenska liðið hefði tapað leiknum í byrjun. „Mér fannst að við bærum of mikla virðingu fyrir Dönunum og þeirra tæknilega leik. Við vorum of langt frá þeirra mönnum og áttum að vera mun þéttari fyrir. Þeir nýttu sér þetta vel og spiluðu í gegnum okkur.“ Hann segir að Dennis Romm- edahl, sem skoraði fyrra mark Dana, hafi skorað tvö sams konar mörk í leik Dana gegn Portúgal í síðustu viku. „Það er grátlegt að vita af því að hann hafi skorað, að mér skilst rangstöðumark, og ekki síður dapurt að hann hafi endur- tekið það sem hann gerði gegn Portúgölum tvisvar. Það sýnir að akkúrat þarna vorum við ekki alveg á tánum.“ Eyjólfur segir að margt hefði getað breyst ef íslenska liðið hefði nýtt þau tvö dauðafæri sem það fékk í fyrri hálfleik. „Lukkan þarf líka að vera á okkar bandi. Við nýttum okkar færi í Belfast en ekki nú.” Hann segir ætla að setjast yfir upptökur af leiknum og greina hann vel svo hægt verði að draga lærdóm af honum. - esá Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari var vitanlega ósáttur eftir tapið í gær: Það er alltaf leiðinlegt að tapa og skánar ekki RÁÐÞROTA Landsliðsþjálfararnir Eyjólfur og Bjarni áttu engin svör við leik Dana í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen sagði eftir leik í gær að hugur íslensku landsliðsmannanna hefði verið í góðu standi fyrir leik en þegar hann hófst hafi ef til vill vantað upp á einbeitinguna. „Það var allt til staðar til spila okkar besta leik en það verður erfitt þegar við fáum mark á okkur snemma, það setti okkur út af lag- inu. Ég get líka tekið það á mig að það hefði ef til vill breytt miklu ef ég hefði nýtt færið mitt í fyrri hálfleik en í staðinn skora þeir strax í kjölfarið ódýrt mark. Það var vendipunktur leiksins.“ Hann sagði að oft þegar slík staða komi upp, minnki sjálfs- traust leikmanna ósjálfrátt. „Við þorðum ekki að halda boltanum eins vel og við getum. Eftir á að hyggja hefðum við ef til vill átt að spila allan leikinn eins og við gerð- um í síðari hálfleik, með auka- mann á miðjunni. Þá virtumst við loka svæðunum vel og þeirra send- ingarleiðum. Í fyrri hálfleik gáfum við þeim of mikinn tíma á boltan- um en það er auðvelt að vera vitur eftir á.“ Eiður sagði aðspurður að íslenska liðinu virðist einfaldlega ganga alltaf illa á móti Dönunum. „Það sterkasta við danska liðið er að leikmennirnir eru mjög sam- stilltir. Þeir spiluðu sinn fótbolta, eins og þeir gera alltaf - spiluðu upp á góða hreyfingu fram á við og að fá boltann inn fyrir vörnina. Við vissum þetta alveg en það er oft erfitt að koma í veg fyrir það þó það sé fyrirsjáanlegt.” - esá Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði segir liðið hafa skort einbeitingu: Þorðum ekki að halda boltanum BESTA FÆRIÐ Eiður Smári fékk sannkallað dauðafæri í stöðunni 0-1 en brást bogalist- in. Skömmu síðar kláruðu Danir leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.