Fréttablaðið - 25.09.2006, Qupperneq 10
10 25. september 2006 MÁNUDAGUR
Slökkvum ljósin og
horfum á stjörnurnar
28. september kl. 22:00
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
3
39
50
09
/2
00
6
Ert þú í leiðtogahlutverki á þínum vinnustað?
Viltu efl a þig & þroska í starfi og leik ?
Andy Lothian á Grand Hotel
Insights Norway & Lectura ehf
bjóða þig velkomin/n á morgunverðarfund með
Andy Lothian
stofnanda Insight Learning and Development
fi mmtudaginn 28.september 2006 á Grand hotel.
Fundurinn hefst með morgunverði kl. 9:30 og honum lýkur kl. 11:30
Aðgangur er gestum að kostnaðarlausu.
Vinsamlegast staðfestu komu þína með því að senda tölvupóst á
netfangið lisbet@lectura.is
Nánari upplýsingar á www.lectura.is
� ������������������������������������������
�����������������
ÁSTRALÍA Alríkisdómstóll Ástralíu
hefur komist að þeirri niðurstöðu
að Nyoongar-ættbálkurinn sé eig-
andi landsvæðis Perth-borgar. Þetta
er í fyrsta skipti sem frumbyggjum
er tryggður eignarréttur á þéttbýl-
issvæði, að sögn áströlsku frétta-
stofunnar ABC. Eignarrétturinn
nær þó ekki til lands sem byggt er
á.
John Howard, forsætisráðherra
Ástralíu, lýsti yfir „verulegum
áhyggjum“ af úrskurðinum, enda
gæti hann haft fordæmisgildi um
landsvæði borganna Melbourne og
Sydney ásamt fleirum. Philip Rudd-
ock, ríkissaksóknari Ástralíu, lýsti
einnig áhyggjum sínum og sagði að
úrskurðurinn þýddi að frumbyggj-
ar gætu meinað öðru fólki að sækja
almenningsgarða, strandsvæði og
önnur óbyggð svæði.
Talsmenn frumbyggja hafa
reynt að róa hvíta meirihlutann og
segjast engan áhuga hafa á að reka
fólk úr görðum sínum eða úr borg-
unum, ættbálkurinn sækist fyrst og
fremst eftir viðurkenningu á rétt-
indum sínum. Ein rök sem dómur-
inn telur til er að Nyoongar-menn
hafi í áranna rás ræktað siði sína og
hefðir og tilheyri því sannarlega
hinum upphaflega ættbálki sem á
svæðinu bjó. - kóþ
Óvæntur úrskurður alríkisdómstóls Ástralíu:
Frumbyggjarnir
eiga borgina
DANSARAR NYOONGAR-ÆTTBÁLKSINS Á GÓÐRI STUNDU Frumbyggjar Ástralíu hafa
mátt þola ýmsa niðurlægingu um árin. Þeir fagna að vonum nýjum úrskurði alríkis-
dómstólsins. NORDICPHOTOS/AFP
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Esteban
Lazo Hernández, starfandi
varaforseti Kúbu, hélt reiðilestur
yfir bandarískum ráðamönnum á
allsherjarþinginu í New York á
dögunum. Hann hélt því fram að
ríkisstjórn Bandaríkjanna eyddi
meiri fjármunum í að „ofsækja og
refsa“ þeim fyrirtækjum sem ættu í
viðskiptum við eyríkið en eytt væri
í rannsókn á því hver hefði
fjármagnað hryðjuverkaárásirnar á
Tvíburaturnana.
Varaforsetinn áréttaði einnig að
ríki ættu að hafa fullt frelsi til að
nýta auðlindir í friðsamlegum
tilgangi og vísaði þar til kjarnorku-
deilu Írana við helstu kjarnorku-
veldi heims. - kóþ
Ávarp Kúbu á allsherjarþingi:
Ofsóknir frekar
en rannsóknir
KÖNNUN Rúmlega 25 prósent
manns á aldrinum 18 til 85 ára
segja líklegt að þau myndu kjósa
framboð eldri borgara ef það
væri í boði við alþingiskosningar
í dag. Þetta kemur fram í könnun
sem Capacent Gallup gerði dag-
ana 31. ágúst til 13. september.
Tæp 70 prósent svöruðu því til
að ólíklegt væri að það myndi
kjósa slíkt framboð og tæp fimm
prósent tóku ekki afstöðu.
Afstaða fólks var skoðuð út frá
nokkrum þáttum. Fleiri konur en
karlar sögðu líklegt að þær myndu
kjósa framboð eldri borgara; rúm
30 prósent á móti tæpum 20 pró-
sentum karla. Því eldra sem fólk
er, því líklegra er að það muni
kjósa framboðið. Voru flestir
þeirra sem töldu það líklegt í elsta
aldurshópnum, 67 til 85 ára; rúm
60 prósent.
Fjöldi þeirra sem sögðust lík-
lega kjósa framboð eldri borgara
minnkar með aukinni menntun og
hærri fjölskyldutekjum sam-
kvæmt könnuninni. Ekki mældist
marktækur munur eftir búsetu.
Þegar afstaða var skoðuð út
frá því hvaða flokk fólk myndi
kjósa í dag kemur fram að þeir
sem kjósa Framsóknarflokkinn
og Sjálfstæðisflokkinn eru síður
líklegir til að kjósa framboðið.
Kjósendur Vinstri grænna voru
fjölmennastir þeirra sem sögðust
líklega kjósa framboð eldri borg-
ara.
Endanlegt úrtak var 1.300
manns og var svarhlutfall 60,9
prósent. - sdg
Afstaða fólks gagnvart framboði eldri borgara til Alþingis könnuð:
Fjórðungur styður framboðið
MYNDIR ÞÚ KJÓSA FRAMBOÐ ELDRI BORGARA?
Mjög líklegt frekar líklegt hvorki né frekar ólíklegt mjög ólíklegt
Karlar 10,8% 9,1% 4,0% 22,7% 53,5%
Konur 17,3% 13,4% 5,7% 25,3% 38,4%
UMHVERFISMÁL Mikill munur er á
því hversu mikið bifreiðar
menga. Þannig blæs BMW fjórum
tonnum af koltvísýringi út í
andrúmsloftið á ári en Fiat 1,8
tonnum.
Þetta kom fram í erindi
Sigurðar Inga Friðleifssonar,
framkvæmdastjóra Orkuseturs, á
samgönguviku. Tiltekin gerð af
Toyota Cruiser blæs út 6,1 tonni
af koltvísýringi árlega miðað við
tólf þúsund ekna km en Toyota
Prius blæs 1,2 tonnum. Sigurður
vildi með þessum samanburði
vekja athygli á því að hægt er að
minnka útblástur með því að
velja ákveðnar bílategundir. - hs
Samgönguvika í Reykjavík:
Litlir bílar
menga minna
KEISARAYNJA KVÖDD Áhugasamir
Danir fylgjast með þegar líkkista
Dagmarar, dóttur Kristjáns níunda,
var blessuð af rússneskum presti á
laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP