Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2006, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 25.09.2006, Qupperneq 15
HÉRAÐSDÓMUR Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson hdl., lögmaður Aqua- networld og Mark Ashley Wells, hefur sagt sig frá skuldamáli sem Lesley Ágústsson hefur höfðað vegna fjársvika sem hún telur sig hafa orðið fyrir. Þormóður Skorri Steingríms- son hdl. hefur tekið við málinu og fer aðalmeðferð fram í Héraðs- dómi Reykjavíkur í dag. Erfitt reyndist að fá samband við Mark Wells, stofnanda fyrir- tækisins, þegar Fréttablaðið heim- sótti skrifstofu Aquanetworld við Suðurlandsbraut 4 nýlega og varð að bóka viðtalstíma í næstu viku. Stefanía Arna Marinósdóttir, einn af eigendum Aquanetworld, sagði þó að fyrirtækið væri að markaðssetja nýtt afsláttarkort hér á landi. Þegar viðskiptavinir framvísuðu kortinu væri því rennt gegnum posa og punktum safnað. „Fyrirtækið hefur verið í undir- búningi í þrjú ár en nú er markaðs- setning hafin, kortin komin í gang og posar komnir inn í fyrirtæki. Við erum með næstum áttatíu fyrirtæki,“ segir Stefanía Arna. Lesley Ágústsson fékk gjaf- sókn til að reka málið fyrir Héraðsdómi. Hún segist hafa tapað stórum fjárhæðum á Aqua- networld. - ghs Lögmaður afsláttarfyrirtækisins Aquanetworld segir sig frá meintu fjársvikamáli: Nýr lögmaður ver Aquanetworld SKRIFSTOFUR AQUANETWORLD Aquanetworld er með skrifstofur við Suðurlands- braut 4. Hér má sjá Krystyna Peratikos, tengdamóður Lesley, sem starfar í móttöku fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÚTGÁFA Landssamband sjálfstæðis- kvenna hefur gefið út ritið Níutíu raddir sem geymir greinar eftir jafn margar konur. Landssam- bandið fagnar nú 50 ára afmæli og kemur greinasafnið út í tengslum við þau tímamót. Hugmyndin að ritinu kviknaði út frá því að í fyrra voru 90 ár liðin frá því að íslenskar konur hlutu kosningarétt að sögn Ástu Möller, formanns landssambands- ins. „Þetta er innlegg 90 kvenna til þjóðfélagsmálanna, útfært til framtíðar.“ Ásta segir greinilegt að konur finni styrk í að mynda vettvang meðal kynsystra sinna. „Svona hagsmunasamtök skila veruleg- um árangri við að koma fram með ákveðið sjónarmið um mikilvægi kvenna í stjórnmálum.“ - sdg Konur í Sjálfstæðisflokknum: Gefa út ritið Níutíu raddir ÁSTA MÖLLER Segir þörf fyrir samtök á borð við landssambandið og sambæri- leg samtök séu að myndast í ýmsum stéttum. FORVARNIR Samningur um forvarnarsamstarf gegn bruna- slysum af völdum heits vatns var undirritaður á milli Orkuveitu Reykjavíkur og Sjóvá Forvarnar- húss á fimmtudaginn. Sjóvá Forvarnarhús mun leiða verkefn- ið með stuðningi og fulltingi Orkuveitu Reykjavíkur. Verkefnið beinist að því að þróa og kynna lausnir til að koma í veg fyrir brunaslys af völdum heits vatns. Áætlað er að verkefn- ið muni kosta fjórar milljónir króna og standa í eitt ár. Orku- veita Reykjavíkur mun fjár- magna verkefnið. - sdg Samstarf Orkuveitu og Sjóvá: Forvarnir gegn brunaslysum GUÐLAUGUR ÞÓR OG HERDÍS Stjórn- arformaður Orkuveitunnar, Guðlaugur Þór Þórðarson, og Herdís Storgaard, forstöðumaður Sjóvá Forvarnahúss, undirrita hér samninginn. BYGGÐAMÁL Þeir sem fluttu frá öðrum landshlutum til Fljótsdals- héraðs á fyrri helmingi þessa árs voru 25 fleiri en þeir sem fluttu í burtu. Þann 1. ágúst voru íbúar á Fljótsdalshéraði 4.764. Eiríkur Björgvinsson, bæjar- stjóri Fljótsdalshéraðs, segir að í þeim hópi fólks sem sé að flytja frá útlöndum sé fólk sem er að flytja heim aftur og útlendingar sem ætli að setjast að. Þá er nokkur hreyfing á fólki á milli byggðarlaga á Austurlandi. Þannig fluttu 24 til Fljótsdalshéraðs frá öðrum sveitarfélögum á Austur- landi á fyrri helmingi ársins og níu fluttu frá Fljótsdalshéraði í önnur sveitarfélög í fjórðungnum. - hs Íbúafjölgun á Fljótsdalshéraði: Fólk að flytja heim aftur MÁNUDAGUR 25. september 2006 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.