Fréttablaðið - 25.09.2006, Qupperneq 15
HÉRAÐSDÓMUR Vilhjálmur H. Vil-
hjálmsson hdl., lögmaður Aqua-
networld og Mark Ashley Wells,
hefur sagt sig frá skuldamáli sem
Lesley Ágústsson hefur höfðað
vegna fjársvika sem hún telur sig
hafa orðið fyrir.
Þormóður Skorri Steingríms-
son hdl. hefur tekið við málinu og
fer aðalmeðferð fram í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í dag.
Erfitt reyndist að fá samband
við Mark Wells, stofnanda fyrir-
tækisins, þegar Fréttablaðið heim-
sótti skrifstofu Aquanetworld við
Suðurlandsbraut 4 nýlega og varð
að bóka viðtalstíma í næstu viku.
Stefanía Arna Marinósdóttir,
einn af eigendum Aquanetworld,
sagði þó að fyrirtækið væri að
markaðssetja nýtt afsláttarkort
hér á landi. Þegar viðskiptavinir
framvísuðu kortinu væri því
rennt gegnum posa og punktum
safnað.
„Fyrirtækið hefur verið í undir-
búningi í þrjú ár en nú er markaðs-
setning hafin, kortin komin í gang
og posar komnir inn í fyrirtæki.
Við erum með næstum áttatíu
fyrirtæki,“ segir Stefanía Arna.
Lesley Ágústsson fékk gjaf-
sókn til að reka málið fyrir
Héraðsdómi. Hún segist hafa
tapað stórum fjárhæðum á Aqua-
networld. - ghs
Lögmaður afsláttarfyrirtækisins Aquanetworld segir sig frá meintu fjársvikamáli:
Nýr lögmaður ver Aquanetworld
SKRIFSTOFUR AQUANETWORLD Aquanetworld er með skrifstofur við Suðurlands-
braut 4. Hér má sjá Krystyna Peratikos, tengdamóður Lesley, sem starfar í móttöku
fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÚTGÁFA Landssamband sjálfstæðis-
kvenna hefur gefið út ritið Níutíu
raddir sem geymir greinar eftir
jafn margar konur. Landssam-
bandið fagnar nú 50 ára afmæli
og kemur greinasafnið út í
tengslum við þau tímamót.
Hugmyndin að ritinu kviknaði
út frá því að í fyrra voru 90 ár
liðin frá því að íslenskar konur
hlutu kosningarétt að sögn Ástu
Möller, formanns landssambands-
ins. „Þetta er innlegg 90 kvenna
til þjóðfélagsmálanna, útfært til
framtíðar.“
Ásta segir greinilegt að konur
finni styrk í að mynda vettvang
meðal kynsystra sinna. „Svona
hagsmunasamtök skila veruleg-
um árangri við að koma fram með
ákveðið sjónarmið um mikilvægi
kvenna í stjórnmálum.“ - sdg
Konur í Sjálfstæðisflokknum:
Gefa út ritið
Níutíu raddir
ÁSTA MÖLLER Segir þörf fyrir samtök á
borð við landssambandið og sambæri-
leg samtök séu að myndast í ýmsum
stéttum.
FORVARNIR Samningur um
forvarnarsamstarf gegn bruna-
slysum af völdum heits vatns var
undirritaður á milli Orkuveitu
Reykjavíkur og Sjóvá Forvarnar-
húss á fimmtudaginn. Sjóvá
Forvarnarhús mun leiða verkefn-
ið með stuðningi og fulltingi
Orkuveitu Reykjavíkur.
Verkefnið beinist að því að
þróa og kynna lausnir til að koma
í veg fyrir brunaslys af völdum
heits vatns. Áætlað er að verkefn-
ið muni kosta fjórar milljónir
króna og standa í eitt ár. Orku-
veita Reykjavíkur mun fjár-
magna verkefnið. - sdg
Samstarf Orkuveitu og Sjóvá:
Forvarnir gegn
brunaslysum
GUÐLAUGUR ÞÓR OG HERDÍS Stjórn-
arformaður Orkuveitunnar, Guðlaugur
Þór Þórðarson, og Herdís Storgaard,
forstöðumaður Sjóvá Forvarnahúss,
undirrita hér samninginn.
BYGGÐAMÁL Þeir sem fluttu frá
öðrum landshlutum til Fljótsdals-
héraðs á fyrri helmingi þessa árs
voru 25 fleiri en þeir sem fluttu í
burtu. Þann 1. ágúst voru íbúar á
Fljótsdalshéraði 4.764.
Eiríkur Björgvinsson, bæjar-
stjóri Fljótsdalshéraðs, segir að í
þeim hópi fólks sem sé að flytja
frá útlöndum sé fólk sem er að
flytja heim aftur og útlendingar
sem ætli að setjast að. Þá er
nokkur hreyfing á fólki á milli
byggðarlaga á Austurlandi. Þannig
fluttu 24 til Fljótsdalshéraðs frá
öðrum sveitarfélögum á Austur-
landi á fyrri helmingi ársins og níu
fluttu frá Fljótsdalshéraði í önnur
sveitarfélög í fjórðungnum. - hs
Íbúafjölgun á Fljótsdalshéraði:
Fólk að flytja
heim aftur
MÁNUDAGUR 25. september 2006 15