Fréttablaðið - 25.09.2006, Qupperneq 16
25. september 2006 MÁNUDAGUR16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Heildarlausn fyrir snyrtinguna
Lotus Professional
R
V
62
15
C
Hvítur sápuskammtari Foam
Hvítt WC Compact statíf fyrir tvær rúllur
Á tilboði í september
Arngrímur Þorgrímsson
Sölustjóri hjá RV
3.982 kr.
1.865 kr.
1.865 kr.
Hvítur enMotion snertifrír skammtari
Guð er á
móti græn-
metisætum
Samkvæmt
mörgum bókstafs-
trúarhreyfingum,
bæði í Biblíubelti
Bandaríkjanna og
meðal múslima,
eru mörg teikn
á lofti um að
dómsdagur sé
í nánd. Pétur
Þorsteinsson,
prestur Óháða
safnaðarins, trúir þessu líka og vitnar
í Biblíuna: „Í annarri grein Trúarjátn-
ingarinnar segir að Kristur komi aftur
til að dæma lifendur og dauða. Sem
kristinn maður trúi ég þessu auð-
vitað og að þarna verði efsti dagur,”
segir hann og bætir við í léttum dúr:
„Eftir efsta dag verður samband
okkar og Guðs það sama og áður en
Adam og Eva fóru á kálkúrinn. Mér
sýnist að Guð sé á móti grænmetis-
ætum og eftir dómsdag hljótum við
að éta eingöngu rollukjöt og rjóma.”
Samkvæmt Pétri þarf fólk ekki að
óttast dómsdag því Guð er réttlátur
dómari. En hvenær kemur svo að
stóra deginum? „Ætli það verði ekki
bara þegar við höfum étið sunnu-
dagssteikina og erum búin í hádegis-
hölluninni. Þá verður dómsdagur.”
SJÓNARHÓLL
DÓMSDAGUR
PÉTUR ÞOR-
STEINSSON
PRESTUR ÓHÁÐA
SAFNAÐARINS
„Það stóð nú alltaf til að taka bíl-
prófið en það tafðist í 15 ár vegna
annarra verkefna. Svo sá ég smugu í
stundaskránni og dreif í þessu,“ segir
Freyr Eyjólfsson, dagskrárgerðarmað-
ur á Rás 2, sem fékk loksins ökuskír-
teinið í síðasta mánuði. Hann bættist
þar með í hóp með mönnum eins og
Bubba Morthens og Merði Árnasyni,
sem tóku bílprófið seint og um síðir.
Freyr segist ekkert hafa fundið fyrir
bílprófsleysinu. „Mér finnst nú bara
gaman að hjóla og labba og svo kann
ég á strætó. Ef mikið lá við átti maður
kærustu og vini sem höfðu bílpróf.“
Freyr hafði keyrt traktor í sveit sem
unglingur en fannst samt dálítið erfitt
að læra á bíl. „Það var meira mál en
ég hélt. Ég mætti auðmjúkur í bók-
legu tímana og var þar með eintóm-
um krökkum í bekk. Ég hefði getað
verið pabbi þeirra allra svo þetta var
dálítið skrítin upplifun. Eftir prófið
hef ég samt haldið áfram að labba
og hjóla og ætla ekki
að breytast í jeppa-
karl eða bíla-
hlussu.“
Freyr keyrir nú fjölskyldubílinn,
Toyotu Corolla, og segist vera mjög
góður bílstjóri. „Ég fer aldrei yfir
hámarkshraða og gef alltaf
stefnuljós. Svo hlusta ég auð-
vitað alltaf á Umferðar-
útvarpið kl. 17. En það
læðist engu að síður
að manni ótti
við allar þessar
hörmungarfréttir
úr umferðinni. Ég
er ekkert óörugg-
ur í umferðinni,
þannig séð, en
maður er hræddur
við fávita sem keyra
allt of hratt. Það virðist
nóg vera til af þeim.“ - glh
„Af mér er það helst
að frétta að ég bý á
bak við míkrófón þessi
misserin, er að gera við-
talsrannsókn á íslensk-
um skjalasöfnum og
svo tók ég líka viðtöl við
fullt af listamönnum og
listasafnsfólki í sumar, en
þau birtust í Póstpostillu
sem kom út í tengslum við
sýninguna Pakkhús postulanna í
Listasafni Reykjavíkur.”
Oddný segist að auki vera í
teymi með bróðir sínum Ugga
og pabba, Ævari Kjartanssyni,
við að taka upp viðtöl við fólk
í Stykkishólmi um veðrið.
„Það er verkefni fyrir Roni Horn en núna þegar
nunnurnar fara bráðum úr Hólminum koma
listamennirnir siglandi,“ segir Oddný og
bætir við að myndlistin sé eins og veðrið í
lífi sínu og allt um kring.
„Við Uggi erum líka að vinna með
öðru góðu myndlistarfólki, meðal ann-
ars með mömmu okkar, að útgáfu
á listverkaöskju Apaflösu í
kjölfarið á röð sýninga sem
við skipulögðum í New
York. En svo ætla ég að
fara til Parísar í vetur
í eitthvert fræða-
og nunnuklaustur,
enda er kærasti
minn við störf í
Kongó í Afríku.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ODDNÝ EIR ÆVARSDÓTTIR RITHÖFUNDUR OG FRÆÐAKONA
Úr apaflösu í fræðaklaustur
„Þetta er búið að standa til í mörg
ár, enda tónlistarsafnið, Bíldudal-
ur og Jón Kr. allt saman mjög
heillandi fyrirbæri,“ segir Steinn
Skaptason, trommuleikari og tón-
listaráhugamaður. „Þetta stóð allt
hundrað prósent og vel það undir
væntingum. Safnið er mjög per-
sónulegt og endurspeglar bæði
Jón sjálfan og íslenska tónlistar-
sögu vel. Þarna er mjög góður
andi.“
Jón Kr. tók ferðalöngunum
með opnum örmum. „Við færðum
safninu nokkrar gull- og platínu-
plötur með Sálinni sem Jón var
mjög ánægður með. Ég held að
við höfum fengið sérmeðferð
þeirra vegna. Jón sveif með
okkur aftur í tímann, sýndi okkur
safnið hátt og lágt og jós úr sagna-
brunni sínum. Hann er stórkost-
leg persóna og það var aldrei
dauður punktur,“ segir Steinn.
Daginn eftir fór Jón Kr. með
pílagrímunum í bíltúr. „Við fórum
að fossinum Dynjanda í Arnar-
firði. Þar sýndi meistarinn okkur
einn af mörgum minnisvörðum
sem hann hefur reist víða um
land á eigin kostnað af miklum
dugnaði og hugsjón. Þennan
minnisvörð reisti hann í tilefni af
því að atriði í kvikmyndinni Börn
náttúrunnar var tekið þarna við
fossinn. Jón var einmitt með ein-
söng í þeirri mynd.“
Steinn segist dást að því mikla
starfi sem Jón hefur áorkað.
„Þetta var alveg stórkostleg upp-
lifun, safnið alveg æðislegt og
Jón sömuleiðis. Það er minn
draumur að fara þarna aftur sem
allra fyrst.“ gunnarh@frettabladid.is
Aldrei dauður punktur með Jóni Kr.
FÉLAGARNIR KOMNIR AÐ DYNJANDA
Þar hefur Jón Kr. komið fyrir minnis-
varða. FRÉTTABLAÐIÐ/TRAUSTIJÚL
BIRGIR, JÓN KR. OG STEINN Láta fara vel um sig í tónlistarsafninu. FRÉTTABLAÐIÐ/TRAUSTIJÚL
Lagt í rúst
„Svona aðgerðir á svona
stuttum tíma munu
leggja stóran hluta
landbúnaðarins, og
úrvinnslugreina hans, í
rúst.“
Sigurgeir Þorgeirsson,
framkvæmdastjóri
Bændasamtakanna, fer
ófögrum orðum um tillögur
Samfylkingar til lækkunar á
matvöruverði. Fréttablaðið,
24. september.
Enn sami sonurinn
„Hann hefur ekkert
breyst heldur er bara
ennþá sami sonurinn og
hann hefur alltaf verið.“
Þóra Hallgrímsdóttir, móðir
Björgólfs Thors Björgólfs-
sonar, segist afar stolt af
syni sínum. Hann var nýlega
valinn kynþokkafyllsti
auðjöfurinn af viðskiptablað-
inu Financial Times.
Fréttablaðið, 24. september.
■ Hjartaknúsar-
inn með barns-
andlitið, Cliff
Richard, spilar í
Höllinni í mars
á næsta ári.
Samkynhneigð
hefur löngum
verið borin upp á
Cliff en hann neitar öllu slíku. Hann
hefur þó aldrei verið við kvenmann
kenndur og virðist fá sína útrás með
að spila tennis.
Ónefndur Íslendingur hitti Cliff
í flughafnarverslun nýlega. Þeir
tóku tal saman og Íslendingurinn
sagðist vera að kaupa skinku handa
mömmu sinni. „Ég líka,“ sagði þá
Cliff. Ótrúleg tilviljun!
TILVILJUN:
SKINKA HANDA MÖMMU
FREYR OG COROLLA
Freyr fer aldrei yfir hámarkshraða.
FREYR EYJÓLFSSON LOKSINS KOMINN MEÐ BÍLPRÓF:
Breytist ekki í bílahlussu
Ferðafélagarnir Steinn
Skaptason, Birgir Baldurs-
son og Trausti Júlíusson
fóru í pílagrímsferð vestur
á Bíldudal í sumar. Þeir
færðu Jóni Kr. Ólafssyni
í tónlistarsafninu Melód-
íur minninganna nokkrar
gullplötur með Sálinni hans
Jóns míns, sem Birgir spil-
aði með á árum áður. Þeim
var tekið með kostum og
kynjum.