Fréttablaðið - 25.09.2006, Side 70
Söngkonan Madonna segist ekki
vera guðlastari þrátt fyrir hávær-
ar gagnrýnisraddir þess efnis
vegna tónleikferðar hennar.
Á tónleikunum syngur Mad-
onna lagið Live to Tell hangandi á
krossi með þyrnikórónu á höfðinu.
Hafa rússneska rétttrúnaðar-
kirkjan og leiðtogar kaþólskra
haldið því fram að um guðlast sé
að ræða. „Þetta er ekkert öðruvísi
en að hafa kross um hálsinn. Atrið-
ið mitt er ekki andstætt kristinni
trú og ekki guðlast,“ sagði Mad-
onna. „Ég vil að áhorfendur hvetji
mannfólkið til að hjálpa hvert
öðru,“ bætti hún við. „Ég trúi því
að ef Jesús væri á lífi í dag myndi
hann gera það sama.“
Vegna gagnrýninnar íhugar
bandaríska sjónvarpsstöðin NBC
um þessar mundir hvort hún eigi
að sjónvarpa tónleikum Madonnu
þar í landi í nóvember.
Tónleikaferðinni, sem ber heitið
Confessions, lauk í Japan á fimmtu-
dag og er hún sú ferð sem hefur
halað inn mesta peninga fyrir kven-
kyns listamann. Sáu alls 1,2 millj-
ónir manns sextíu tónleika söng-
konunnar víðs vegar um heiminn.
Enginn guðlastari
MADONNA Söngkonan Madonna segist
ekki vera guðlastari. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Ástralski leikarinn Russel Crowe
hefur líst yfir áhuga sínum á að
leika Steve Irwin, krókódílafang-
aran fræga, í kvikmynd byggða á
ævi hans. Crowe og Irwin voru
mjög góðir vinir og bað Irwin
Crowe um að leika sig í mynd
byggðri á ævi sinni áður en hann
lést. Leikarinn er því nú í viðræð-
um við kvikmyndafyrirtækið Uni-
versal um að gera kvikmyndina og
er Crowe mikið í mun að heiðra
minningu vinar síns með mynd-
inni.
Steve Irwin lést eftir að hafa
verið stunginn af stingskötu í
hjartastað þegar hann var að kafa
undan ströndum Ástralíu.
Vill leika Irwin
RUSSEL CROWE Vill gera mynd um
vin sinn Steve Irwin, kródílafangarann
fræga, og leika aðalhlutverkið sjálfur.
[UMFJÖLLUN]
TÓNLIST
Ég skrifa nú vanalega ekki um
safnplötur, enda eru þær oftast
bara gefnar út til þess að safna
saman á einn stað því þekktasta frá
hverri sveit og maka krókinn.
Annað slagið eru þó gefnar út
plötur í fræðsluskyni. Oftast verða
þær til þegar einhver tónlistarnörd
verður uppnuminn af gamalli tón-
list sem hann gróf upp einhvers
staðar. Tropicália er þó nokkuð
merkileg. Öll lögin tuttugu sem hér
eru að finna voru gefin út í Brasilíu
á stuttu tískutímabili frá 1968-1970,
þegar tónlistarmenn þar leyfðu sér
að verða örlítið fyrir áhrifum frá
frjálslyndum straumum og stefn-
um hipparokksins. Þeir blönduðu
saman brasilískum samba, djassi
og tangó við rokktónlist og útkom-
an var virkilega áhugaverð. Eini
tónlistarmaðurinn sem ég hafði
heyrt um áður af þessari plötu var
Gilberto Gil, það væri ekkert fjarri
lagi að kalla hann mótsvar Brasilíu
við Burt Bacharach. Hann semur
afar sæt lög, sérstaklega er lagið
Domingo No Parque frábært. Sér-
staklega fallegt í niðurbrotsköflun-
um.
En það er ekki Gilberto Gil sem
stelur senunni. Heldur eru það
frekar listamenn eins og Tom Zé
sem varð víst ekki stjarna í sínu
eigin landi fyrr en David Byrne
uppgötvaði hann nokkrum áratug-
um eftir að hann hóf feril sinn.
Lagið hans Jimmy, Renda-se er frá-
bært. Vegur fullkomlega salt milli
big-band sambatónlistar og
nýbylgjurokks. Ekta tónlist sem
gæti endað í kvikmynd eftir Taran-
tino. Annað slíkt lag er með sveit-
inni Os Mutantes, en sú sveit á bæði
lög ein auk þess sem hún spilar
undir hjá Gilberto Gil í einu lagi.
Jorge Ben á bara eitt lag á plöt-
unni, og það er það eina sem er
sungið á ensku. Það heitir Take It
Easy, My Brother Charlie, og hljóm-
ar eins og ádeila á Bandaríkin og
þáverandi stríð þeirra. Gömul saga
og ný greinilega að tónlistarmenn
heimsins hafi áhyggjur af því
hvernig fólk hagar sér í Hvíta hús-
inu.
Gal Costa er með englarödd, svo
hvæsir hún eins og köttur í laginu
Cou Recomecar í köflunum þar
sem sveitin er alveg að missa sig í
grúvinu.
Þetta er frábær plata fyrir alla
þá sem eru opnir fyrir heimstón-
list. Þetta er þó nokkuð beittara en
Buena Vista Social Club, og án efa
töluvert svalara. Frábær leið til
þess að kynnast broti af tónlistar-
menningu sem er annars týnd og
tröllum gefin. Lifi uppreisnin.
Birgir Örn Steinarsson
Hippar í Brasilíu
Tónlistarmaðurinn og rithöfund-
urinn Valur Gunnarsson gefur í
lok október út plötuna Vodka
Songs með Gímaldin, forsprakka
5tu herdeildarinnar.
„Ég var staddur í Finnlandi
eftir áramót með hægðatregðu í
skáldsöguskrifum og byrjaði óvart
að skrifa lagatexta í staðinn,“
segir Valur, sem áður var í hljóm-
sveitinni Ríkið. „Gímaldin var
staddur í Pétursborg á sama tíma
og ég og ég lét hann fá textana og
hann samdi lög við þá. Ég var svo
ánægður með útkomuna að mér
fannst það glæpur við siðmenn-
inguna ef þetta yrði ekki gefið út.
Ég veit samt ekki hvort siðmenn-
ingin sé á sama máli,“ segir hann.
Að sögn Vals er nafn plötunnar,
Vodka Songs, lýsandi fyrir stemn-
inguna í Pétursborg þar sem hann
þurfti að glíma við 30 stiga frost.
„Maður var alltaf hálfveikur eða
hálffullur og þetta var gott til að
halda á sér hita yfir háveturinn,“
bætir hann því við að textarnir
fjalli um síkalda stemningu, pólit-
ík og kvenfólk og séu nokkurs
konar drykkjuvísur.
Hugsanlega verða útgáfutón-
leikar vegna plötunnar haldnir um
jólin, þegar Gímaldin kemur heim
frá Rússlandi. - fb
Valur og Gímaldin
með Vodka Songs
VALUR GUNNARSSON Valur var staddur í Finnlandi þegar hann ákvað að semja
lagatexta í stað skáldsögu.
TROPICÁLIA-A BRAZILIAN REVOLUTION
IN SOUND
NIÐURSTAÐA:
Niðurstaða: Tropicália er frábær safnplata frá
Brasilíu með tónlist frá árunum 1968-1970.
Þar var sveifla, þar var rokk og djass... allt í
einum hrærigraut.
!óíbí.rk004
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
JOHN TUCKER MUST DIE kl. 6, 8 og 10
CRANK kl. 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA
ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 10.15
TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 8 og 10.10 B.I. 7 ÁRA
VOLVER kl. 5.50 og 8 B.I. 12 ÁRA
FACTOTUM kl. 6
JOHN TUCKER MUST DIE kl. 8 og 10
CLERKS 2 kl. 8 og 10
ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 6
MY SUPER EX-GIRLFRIEND kl. 6
"BIÐIN VAR VEL ÞESS VIRÐI, OG SMITH KLIKKAR
EKKI Í EINA MÍNÚTU. FYNDNASTA
GAMANMYNDIN SEM ÉG HEF SÉÐ Á ÁRINU!"
KVIKMYNDIR.IS
EMPIRE V.J.V. Topp5.is
Heiðarleg, fróðleg
og bráðskemmtileg mynd
DV
L.I.B. Topp5.is
MEÐ HINNI SJÓÐHEITU SOPHIA BUSH
ÚR ONE TREE HILL.
EKKI HATA LEIKMANNINN, TAKTU HELDUR Á HONUM!
FRÁBÆR GAMANMYND UM ÞRJÁR VINKONUR
SEM STANDA SAMAN OG HEFNA SÍN Á
FYRRVERANDI KÆRASTA SEM DÖMPAÐI ÞEIM!
JOHN TUCKER MUST DIE kl. 4, 6, 8 og 10
CLERKS 2 kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 12 ÁRA
ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 5.45 og 10.15
SÝND Í LÚXUS kl. 5.45, 8 og 10.15
MY SUPER-EX GIRLFRIEND kl. 8 og 10.10
LITTLE MAN kl. 3.50
GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 3.50 og 6
GRETTIR 2 ENSKT TAL kl. 3.50