Fréttablaðið - 25.09.2006, Síða 78

Fréttablaðið - 25.09.2006, Síða 78
 25. september 2006 MÁNUDAGUR38 HRÓSIÐ … 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT: 2 andlegt áfall 6 í röð 8 pota 9 sódi 11 hróp 12 tipl 14 fjallstindur 16 tveir eins 17 kóf 18 sarg 20 guð 21 réttur. LÓÐRÉTT: 1 eymsl 3 tveir eins 4 súlur 5 ósigur 7 þegn 10 persónufornafn 13 kvenkyns hundur 15 mjög 16 for 19 tveir eins. LAUSN: Nýtt matarblað lítur dagsins ljós í nóvember undir nafninu Bístró. Ritstjórn blaðsins er að mestu skipuð gömlum starfsmönnum Gestgjafans með þær Nönnu Rögnvaldardóttur og Friðrikku Hjördísi Geirsdóttur í broddi fylk- ingar en með þeim verða ljós- myndarinn Gísli Egill Hrafnsson, vínsérfræðingurinn Þorri Hrings- son og Sólveig Jónsdóttir, sem öll hafa unnið saman á einn eða annan hátt undanfarin ár. „Þetta er stjörnum prýtt lið,“ segir Friðrikka en þegar Frétta- blaðið náði tali af þeim stöllum höfðu þær nýverið lokið við fund með starfsmönnum blaðsins og ljóst að mikil spenna og eftirvænt- ing var í loftinu hjá þeim. „Þarna fer saman alveg gríðarleg reynsla og fjölbreytileiki þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi,“ bætir Nanna við. Bistro verður að upplagi matar- og lífsstílstímarit með aðgengileg- um uppskriftum fyrir sem flesta. „Við ætlum að fylgjast með því sem er í gangi kringum okkur,“ segir Friðrikka. „Og tengja okkur við það besta sem gengur og ger- ist út í hinum stóra heimi,“ bætir Nanna við. Hvorki Nanna né Friðrikka voru hræddar við samkeppnina sem fyrir er á markaðinum. „Við erum í raun ekkert að hugsa um það,“ segir Nanna. „Við erum að byggja upp nýtt og ferskt blað og ætlum ekki að horfa um öxl,“ bætir hún við og segir það hafa verið kærkomið að skipta um umhverfi enda gefist henni nú tækifæri til þróa þær nýju hug- myndir sem hún hafi í kollinum. „Ég get lofað því að það verður mikil matgleði og ást í blaðinu,“ segir Nanna. - fgg Stjörnum prýtt matartímarit RITSTJÓRARNIR Nýja blaðið ber heitið Bistro og kemur fyrsta eintakið út í nóvember. Tölvufyrirtækið CCP, sem á heið- urinn af einhverjum vinsælasta netleik heims í dag EVE: Online, hyggst færa út kvíarnar á næst- unni því eftir tæpan mánuð kemur út spilaleikurinn EVE: The Second Genesis um allan heim en spilin eru þegar komin í hill- urnar hjá mynda- sögubúðinni Nexus. „Þetta er svona EVE offline,“ grínast Magnús Bergsson, mark- aðsstjóri CCP. „Spilið er af teg- undinni CCG , sem útleggst á ensku sem Collectable Card Game eða söfnunarvænn spilaleikur,“ útskýrir Magnús. „Þú kaupir byrj- unarpakka með 52 spilum og færð annan stokk sem þú getur látið einhvern vin hafa og svo byrjið þið að spila. Leikurinn gengur út á hernaðartaktík og leikmenn kaupa svokölluð „boost- er“ spil sem henta herkænsku hvers og eins,“ útskýrir Magnús, sem við- urkennir að þetta sé algjör harð- kjarna nördaleik- ur. „Þeir sem spila þessi spil eru hins vegar allt öðru- vísi hópur en þeir sem spila tölvu- leikina,“ segir Magnús. Að sögn markaðsstjórans hefur kynningarstarfið gengið mjög vel og fóru þeir meðal annars með spilið á stóra ráðstefnu í Indianapolis sem heitir Gen Con og mæltist spilið mjög vel fyrir. „Að búa til svona spil er mjög erfitt og við vorum eitt og hálft ár að koma því á koppinn,“ segir Magnús og bætir við að ef þetta nái vinsæld- um geti þetta orðið mikið æði. „Það er eiginlega enginn millivegur á þess- um markaði, ann- að hvort meikar þú það eða ekki,“ segir Magnús, sem vildi ómögulega gefa upp hvaða vænt- ingar CCP hefði. „Þetta gæti hins vegar orðið stærra heldur en Eve: Online því það eru hald- in mót í svona spilum þar sem spilað er um peninga,“ segir Magnús en fyrir áhugasama má benda á að Nexus-búðin ætlar að halda mót í spilinu á næstunni. - fgg Gæti orðið stærra en Eve: Online MAGNÚS BERGSSON EVE: The Second Genes- is er algjört nördaspil sem hefur fengið góð viðbrögð á ráðstefnum en það verður gefið út um allan heim eftir einn mánuð. EVE:ONLINE Íslenski netleikurinn sem hefur slegið í gegn og nú er svo komið að spilaleikur er að koma út á vegum fyrirtækisins CCP. FRÉTTIR AF FÓLKI Eins og greint var frá í Fréttablaði fimmtudagsins réðst ungur maður inn í hljóðver útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 með hníf og hótaði öllu illu ef hann fyndi ekki rapparann Dóra DNA vegna meints gríns sem rapparinn hefði gert að sér. Málið vakti upp mikla umræðu um öryggi starfsmanna stöðvar- innar sem láta ýmislegt flakka í beinni og hefur verið ráðin bót á því máli. Af hnífamanninum er það hins vegar að segja að hann sá að sér og fannst ekki annað hægt en að biðjast afsökunar á framferði sínu. Hann hringdi því í starfsmann stöðvarinnar, Þorkel Mána Pétursson, og bað hann um að koma afsök- unarbeiðninni á framfæri við hlutaðeigandi sem og Þorkell gerði. - fgg LÁRÉTT: 2 lost, 6 áb, 8 ota, 9 gos, 11 óp, 12 trítl, 14 gnípa, 16 aa, 17 kaf, 18 urg, 20 ra, 21 ragú. LÓÐRÉTT: 1 bágt, 3 oo, 4 stólpar, 5 tap, 7 borgara, 10 sín, 13 tík, 15 afar, 16 aur, 19 gg. Ofurtala 15 16 18 28 34 13 16 23 34 36 39 35 47 14 1 8 3 2 6 7 2 6 5 2 20.9.2006 Þrefaldur 1. vinningur næsta laugardag 1. vinningur gekk ekki út 27 23.9.2006 Einfaldur 1. vinningur 1. vinningur gekk út VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Ramadan. 2 Össur Skarphéðinsson. 3 Björgólfur Thor Björgólfsson. „Allt rólegt,“ segir Ólafur Jóhann- esson þegar náðist tali af honum en eins og greint var frá í Frétta- blaðinu í síðustu er kvikmynda- leikstjórinn á Taílandi þar sem herinn gerði nýverið valdarán. „Þetta virðist ætla að renna ljúf- lega í gegn,“ bætir hann við en forsætisráðherra landsins hefur boðað friðsamlega sátt. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu á föstudaginn er í bígerð kvikmynd sem byggð er á bók Þorvaldar Þorsteinssonar, Við fótskör meistarans, og kláraði Ólafur handritið á meðan valdar- áninu stóð. Hann reiknar með að myndin fari í tökur í byrjun næsta árs en þegar hefur verið samið við Eggert Þorleifsson um að hann leiki eitt aðalhlutverk- anna í myndinni. „Þorvaldur sagði mér að hann hefði skrifað eina persónuna með Eggert í huga og því lá beint við að hafa samband við hann,“ segir Ólafur, sem jafnframt hefur í huga að gera mynd eftir framhaldsbók- inni og hefur hann þegar hlotið styrk fyrir myndinni, sem ber vinnuheitið Spaceman. „Hún fer vonandi í framleiðslu árið 2008,“ segir kvikmyndagerðarmaður- inn. Má segja að þarna sé Ólafur að venda kvæði sín kross því hann hefur hingað til einbeitt sér að gerð svokallaðra leikinna heimildarmynda. Ólafur hefur mörg járn í eld- inum að venju en hann er að þróa tvær myndir með leikstjórum frá Taílandi og Indlandi. „Sú fyrri fjallar um munaðarleysingjahæli hérna í Taílandi en konan sem rekur það lítur nákvæmlega út eins og móðir Theresa auk þess sem við rákumst á tólf ára gaml- an strák sem segir ekki neitt heldur situr bara og íhugar til- veru sína,“ segir Ólafur. Myndin á Indlandi fjallar hins vegar um bílvirkja í Mumbai en strákarnir þar læra sumir hverjir bílvirkj- un frá sex ára aldri. Ólafur er auk þess að leggja lokahönd á heimildarmyndina Queen Racheala og þá verður nýjasta afurð hans, Act Normal, frum- sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðinni í Reykjavík. - fgg ÓLAFUR JÓHANNESSON: KOMST Í HANN KRAPPAN Á TAÍLANDI Kláraði handrit í valdaráni ÓLAFUR OG DROTTNINGIN Kvikmyndaleikstjórinn er að leggja lokahönd á heimildarmyndina um stelpustrákana í Taílandi. ... fær Þórólfur Árnason fyrir að fara á hjólhesti í vinnuna hvenær sem færi gefst. Ölstofa Kormáks og Skjaldar er stundum kölluð hverfisbar fjöl- miðlastéttarinnar og bar það viðurnefni með rentu á föstudagskvöld. Dagsins önn var venju fremur strembin hjá starfsfólki NFS fyrir helgi, en eins og kunnugt er var ákveðið að draga saman seglin á stöðinni með tilheyrandi niður- skurði. Sjónvarpsfólkið lét þó ekki deigan síga heldur kom saman í eins og eina hestaskál á Ölstofunni. Meðal þeirra sem þangað mættu voru Kristinn Hrafnsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Lára Ómarsdóttir, Sindri Sindrason, Herdís Sigur- grímsdóttir og Svavar Halldórsson. Þegar líða tók á kvöldið mætti svo sjálfur Róbert Marshall, skipstjórinn sem hvarf úr brúnni fyrr um morguninn, og fór vel á með honum og fyrrum sam- starfsfólki. - bs

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.