Fréttablaðið - 16.10.2006, Side 15
MÁNUDAGUR 16. október 2006 15
RÁÐNING Sigurbjörg Sigurgeirs-
dóttir, einn umsækjenda um starf
sviðsstjóra velferðarsviðs Reykja-
víkurborgar, hefur lagt fram kvört-
un til umboðsmanns Alþingis. Þar
er þess óskað að hann láti fara fram
mat á því hvort borgarráð hafi farið
að settum reglum þegar Stella K.
Víðisdóttir var ráðin í starfið.
Dögg Pálsdóttir, lögmaður Sigur-
bjargar, segir umbjóðanda sinn
hafa ákveðið að nota sér þann rétt
sem hún hefur til að skjóta málinu
til umboðsmanns. „Þar til niður-
staða hans liggur fyrir er málið í
biðstöðu.“
Sigurbjörg var ein af fimm
umsækjendum um starfið sem boð-
aðir voru í viðtal en hún telur að við
ráðningu Stellu hafi verið gengið
framhjá sér sem hæfari umsækj-
anda. Í fréttatilkynningu frá Sigur-
björgu kemur fram að hún dragi í
efa að hæfasti umsækjandinn hafi
verið ráðinn í starfið þegar náms-
og starfsferill Stellu og hennar sé
borin saman.
Ráðning Stellu olli töluverðu
fjaðrafoki í síðasta mánuði og sendi
Stéttarfélag íslenskra félagsráð-
gjafa frá sér yfirlýsingu vegna
ráðningarinnar. Stéttarfélagið telur
óviðunandi að gengið sé framhjá
sérfræðiþekkingu á sviði velferðar-
mála við ráðningu sviðsstjóra og
skoraði á yfirmann velferðarmála í
Reykjavík að endurskoða ráðning-
una. - hs
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir er ósátt við ráðningu nýs sviðsstjóra velferðarsviðs:
Kvörtun til umboðsmanns Alþingis
VELFERÐARSVIÐ REYKJAVÍKURBORGAR Einn umsækjenda um starf sviðsstjóra velferðar-
sviðs hefur lagt fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis.
LÖGREGLUMÁL Maður á þrítugs-
aldri var handtekinn á skemmti-
stað á Akureyri eftir að lögregla
fann fíkniefni í fórum hans. Við
leit á manninum fundust um átta
grömm af hvítu dufti sem talið er
vera amfetamín, auk tveggja e-
taflna.
Lögregla framkvæmdi í
kjölfarið leit á heimili mannsins
og fundust þá tveir hnífar og
ólögleg loftbyssa.
Maðurinn gekkst greiðlega við
brotum sínum og var sleppt úr
haldi að loknum yfirheyrslum.
Talið er að efnin hafi verið ætluð
til einkaneyslu og telst málið að
fullu upplýst. - þsj
Maður tekinn með fíkniefni:
Með vopn á
heimili sínu
STJÓRNMÁL Bjarni Gaukur Þór-
mundsson, íþróttakennari í
Kópavogi, hefur
ákveðið að gefa
kost á sér í 7.-8.
sæti í prófkjöri
Samfylkingar-
innar í Suðvestur-
kjördæmi fyrir
alþingiskosning-
arnar næsta vor.
Bjarni
Gaukur hefur
starfað mikið
innan íþróttahreyfingarinnar og
fyrir tilstuðlan hans var komið af
stað yngri flokkum í körfuknatt-
leiksdeild Breiðabliks. Þá situr
hann í stjórn Körfuknattleikssam-
bands Íslands. Bjarni er ritari
Samfylkingarinnar í Kópavogi og
var í kosningastjórn fyrir
sveitarstjórnarkosningarnar
síðastliðið vor. - hs
Prófkjör Samfylkingarinnar:
Gefur kost á sér
í 7. til 8. sæti
BJARNI GAUKUR
ÞÓRMUNDSSON
STJÓRNMÁL Júlíus Helgi Einars-
son hefur ákveðið að gefa kost á
sér í 2.-4. sæti á
framboðslista
Samfylkingar-
innar í Suður-
kjördæmi fyrir
komandi
alþingiskosn-
ingar.
Júlíus býr í
Sandgerði ásamt
fjölskyldu sinni,
hefur verið í
stjórn Samfylkingarinnar í bænum
og situr nú í byggingarnefnd.
Júlíus er múrarameistari að
mennt en hefur einnig lokið námi
frá Tölvuháskóla Íslands. Hann
starfaði sem skrifstofustjóri hjá
Verkalýðs- og sjómannafélagi
Keflavíkur og nágrennis en rekur
nú eigið fyrirtæki á sviði upplýs-
ingatækni. - hs
Prófkjör Samfylkingarinnar:
Gefur kost á sér
í 2. til 4. sæti
JÚLÍUS HELGI
EINARSSON
STJÓRNMÁL Sandra Franks
stjórnmálafræðingur hefur
ákveðið að gefa kost á sér í 3.-4.
sæti í prófkjöri
Samfylkingar-
innar í Suðvestur-
kjördæmi.
Sandra hefur
setið á þingi sem
varaþingmaður
þar sem hún
beitti sér einkum
fyrir skattfrelsi
líknarfélaga,
neytendamálum og aðgerðum
gegn barnaklámi á netinu.
Sandra lauk BA-prófi í
stjórnmálafræði frá HÍ og
stundar nú meistaranám í
lögfræði við Háskólann í Reykja-
vik. Helstu baráttuefni Söndru
eru neytendamál og málefni
langveikra barna. - hs
Prófkjör Samfylkingarinnar:
Sækist eftir
3. til 4. sæti
SANDRA FRANKS
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
3
45
24
10
/2
00
6
Fæst nú í Útilif Smáralind