Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.10.2006, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 16.10.2006, Qupperneq 62
 16. október 2006 MÁNUDAGUR22 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér á síðunni má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid. is eða hringja í síma 550 5000. ���� �� ����� ��������� ����� ���������� ����������������������������������������� ����������������������� ������������� Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, Sigríður Kristín Guðmundsdóttir frá Ólafsfirði, sem lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 5. október, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. okt. kl. 15.00. Ásdís Elfa Jónsdóttir Smári Hermannsson Brynjar Þórðarson Unnur Jónasdóttir Jóna Ingibjörg Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín,móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Pálsdóttir Lækjasmára 6, Kópavogi, lést á hjartadeild Landspítalans sunnudaginn 8.októ- ber. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 17. október kl 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á HjartaHeill. Sigurður Pálsson Þórunn Sigurðardóttir Sigurður Knútsson Páll Sigurðsson Aldís Aðalbjarnardóttir Sigrún Sigurðardóttir Tómas Erling Lindberg Ásgeir Sigurðsson Jóhanna Guðný Guðjónsdóttir Guðný Sigurðardóttir Halldór Morthens Hildur Sigurðardóttir barnabörn og langömmubörn. Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Borghildur Ásgeirsdóttir áður til heimilis að Blikahólum 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. október kl. 13.00. Reynir Ásgeirsson Björg Rósa Thomassen Baldur Gunnarsson Gunnhildur Gunnarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson „Þetta er fyrst og fremst frumkvöðull með sterka framtíðarsýn,“ segir Pál- ína Matthíasdóttir viðskiptafræðingur um Mohammad Yunus, sem hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Yunus er stofnandi Grameen-bankans í Bangla- dess og deilir verðlaununum með bank- anum fyrir að stuðla að efnahagsleg- um og félagslegum umbótum meðal hinna fátæku. Pálína var í rannsóknarvinnu hjá bankanum í sumar á meðan hún skrif- aði B.S.-ritgerðina sína í alþjóðavið- skiptum við Copenhagen Business School í Danmörku, en hún útskrifað- ist þaðan fyrir skömmu. „Þetta er banki sem stuðlar að því að veita lítil lán án veðs eða tryggingar. Þessi lán eru notuð til að skapa atvinnu eða byggja hús þannig að fólk geti bjargað sér sjálft úr fátæktargildrunni,“ útskýrir hún. Pálína vann ekki aðeins hjá bankan- um í mánuð heldur bar hún einnig til þess gæfu að hitta Yunus sjálfan. „Ég hitti hann einu sinni og spjallaði heil- mikið við hann. Hann var mjög vina- legur og hafði frá mörgu fróðlegu að segja. Hann hefur náð að skapa alveg sérstakan kúltur innan fyrirtækisins og breytt heilmiklu í Bangladess. Hann sér starfsfólki sínu fyrir hvatningu og innblæstri og allir sem vinna fyrir hann eru staðráðnir í að eyða fátækt í landinu.“ Pálína er nýflutt aftur heim til Íslands og leitar sér nú að vinnu við hæfi. Hún kvartar auðvitað ekki yfir að geta bætt því við á starfsferilskrána að hún hafi unnið hjá handhafa friðar- verðlauna Nóbels. „Það skemmir að minnsta kosti ekki fyrir,“ segir hún og hlær. „Ég hef líka mikinn áhuga á því starfi sem bankinn hefur unnið og þetta er síst til þess að minnka hann.“ bergsteinn@frettabladid.is PÁLÍNA MATTHÍASDÓTTIR: Í VINNU HJÁ HANDHAFA FRIÐARVERÐLAUNA NÓBELS Frumkvöðull með framtíðarsýn PÁLÍNA MATTHÍASDÓTTIR Vann hjá Grameen-bankanum og ræddi við Yunus sjálfan einu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA MOHAMMAD YUNUS Stofnaði Grameen- bankann árið 1976. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES OSCAR WILDE FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1854 „Maður getur aldrei verið of varkár í vali sínu á óvinum.“ Skáldið var með gleggri mönnum og vissi oftast hvað það söng. MERKISATBURÐIR 1890 Landshöfðingi tekur formlega í notkun síma sem lagður var milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. 1902 Landakotsspítali er formlega tekinn í notkun, en St. Jósefssystur létu reisa hann. 1934 Gangan langa í Kína hefst þegar kommúnistum tekst að brjótast í gegnum raðir þjóðernissinna, sem höfðu umkringt kommúnista í suðvesturhluta landsins. 1953 Írafossstöðin við Sog er vígð. 1964 Kínverjar sprengja fyrstu atómsprengju sína. 1970 Anwar Sadat er kosinn forseti Egyptalands. Tíu hátt settir nasistaforingjar voru á þessum degi árið 1946 hengdir fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Þeir voru látnir svara fyrir glæpina, sem þeir frömdu í seinni heimsstyrjöldinni, fyrir stríðsglæpadómstólnum í Nürnberg og dauðadómarnir voru kveðnir upp yfir þeim tveimur vikum áður. Meðal þeirra dæmdu voru Joachim von Ribbentrop utanríkisráðherra, Hermann Göring, stofnandi Gestapo og yfirmaður flughers Þjóðverja, og Wilhelm Frick innanríkisráðherra. Sjö aðrir, þar á meðal Rudolf Hess, fyrrum aðstoðarmaður Hitlers, fengu fangelsisdóma og þrír til viðbótar voru sýknaðir. Martin Bormann, formaður Nasistaflokksins, var dæmdur til dauða þó hann væri fjarstaddur en það liggur fyrir að hann lést í Berlín undir lok stríðsins. Hinir dauðadæmdu voru hengdir einn af öðrum hinn 16. október en Göring, sem sagður var bera mikla ábyrgð á helför gyðinga, framdi sjálfsmorð með því að taka inn blásýru kvöldið áður en framfylgja átti dómnum. ÞETTA GERÐIST: 16. OKTÓBER 1946 Stríðsglæpamenn teknir af lífi í Nürnberg HERMANN GÖRING AFMÆLI Pétur Péturs- son, fyrrver- andi þulur, er 88 ára. Guðbergur Bergsson rithöfundur er 74 ára. Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir alþing- ismaður er 57 ára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.