Fréttablaðið - 16.10.2006, Side 78
16. október 2006 MÁNUDAGUR38
HRÓSIÐ …
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT 2 ákefð 6 hætta 8 stefna 9
veitt eftirför 11 guð 12 ferðalag 14 góð
lykt 16 verslun 17 sæ 18 utan 20 frá
21 vangi.
LÓÐRÉTT 1 þrár 3 hljóta 4 pressa 5
óhreinka 7 ásækni 10 að 13 skilaboð
15 skott 16 tjara 19 ónefndur.
LAUSN
Kvikmyndin Börn fær mjög góða
dóma hjá hinu virta kvikmynda-
tímariti Variety en það hefur oft
verið nefnt biblía kvikmyndagerðar-
mannsins. Gagnrýnandinn Gunnar
Rehlin er mjög ánægður með svart/
hvíta litinn og segir Reykjavík
aldrei hafa verið sýnda á þennan
hátt. Þegar Fréttablaðið hafði uppi á
Ragnari Bragasyni, leikstjóra mynd-
arinnar, hafði hann vitað af þessum
dómi í þó nokkurn tíma en sagðist
vera ánægður að fá hann loksins
birtan. „Neikvæðir dómar í Variety
hafa oft haft slæm áhrif á sölu
mynda og því er fínt að þessi dómur
er frá,“ segir Ragnar, sem sat á flug-
vellinum í Frankfurt og beið eftir
flugvél til Suður-Kóreu þar sem
Börn verða sýnd á einni stærstu
kvikmyndahátíð Asíu í Kuzam. „Ell-
efu tíma flug, hvorki meira né
minna. Ég verð bara að
drekka nokkra bjóra,
lesa tvær bækur og
sem betur fer á ég
auðvelt með að sofa í
flugvélum,“ segir
Ragnar en Börn verða
sýnd þrisvar
á hátíð-
inni.
Síðustu forvöð eru nú fyrir
Íslendinga að sjá þessa rómuðu
kvikmynd í bíó og myndin verður
ekki fáanleg á myndbandaleigum.
Ragnar segir að þau hafi ákveðið að
sleppa þeim millilið en þess í stað
komi út glæsilegur DVD-pakki með
öllu tilheyrandi. „Börn og Fullorðnir
verða báðar gefnar út í hefðbundn-
um DVD-útgáfum en svo ætlum við
að búa til stóran pakka með áður
óséðum senum, viðtölum og þar
fram eftir götunum,“ útskýrir Ragn-
ar en hann segist hafa undir hönd-
unum fimmtíu mínútur af efni sem
sé engu síðra en það sem birtist í
myndinni. „Þessar senur eru marg-
ar hverjar þær flottustu sem við
gerðum en hentuðu einfaldlega ekki
söguþræðinum,“ segir leikstjórinn.
Börn fá góða dóma í Variety
RAGNAR BRAGASON Börn og Fullorðnir verða hvor-
ug fáanleg á myndbandaleigum en verða gefnar
út í veglegum DVD-pakka.
BÖRN Fengu prýðilega dóma í hinu virta
kvikmyndatímariti Variety.
Kvikmyndafyrirtækið True
North vinnur nú hörðum höndum
að því að flokka það mikla magn
myndefnis sem náðist á tónleika-
ferð Sigur Rósar um landið nú í
sumar. Um sextíu manns koma að
gerð myndarinnar og segir Finn-
ur Jóhannsson hjá True North að
verkið þokist í rétta átt. „Þetta
gengur mjög vel og er allt í góðri
vinnslu,“ segir Finnur og stað-
festir jafnframt að mikill áhugi
sé erlendis á þessari mynd. Tón-
leikaferð hljómsveitarinnar vakti
verðskuldaða athygi enda spilaði
sveitin á stöðum þar sem jafnan
hefur ekki verið mikið um tón-
leikahald. Finnur vildi hins vegar
ekki upplýsa frá hvaða löndum
áhuginn væri mestur og sagði
málið einfaldlega ekki komið á
það stig.
Finnur staðfesti hins vegar að
heimildarmyndin myndi rata á
hvíta tjaldið, sem hlýtur að telj-
ast mikið gleðiefni, og verður
eflaust mögnuð sjón að sjá hljóm-
sveitina spila á stöðum eins og
Ásbyrgi eða á Miklatúni í kvik-
myndahúsum borgarinnar. Finn-
ur vildi ekkert gefa upp um
kostnað á myndinni en miðað við
þann fjölda sem vinnur að gerð
hennar og umfangið má reikna
með að kostnaðurinn sé í kring-
um áttatíu milljónir. - fgg
Myndin um Sigur Rós á hvíta tjaldið
MIKIL EFTIRVÆNTING Kvikmyndarinnar um Sigur Rós er beðið með mikilli eftirvænt-
ingu en hún verður væntanlega sýnd í öllum betri kvikmyndahúsum landsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
LÁRÉTT: 2 ofsa, 6 vá, 8 átt, 9 elt, 11 ra,
12 reisa, 14 ilmur, 16 bt, 17 sjó, 18 inn,
20 af, 21 kinn.
LÓÐRÉTT: 1 þver, 3 fá, 4 strauja, 5 ata,
7 áleitni, 10 til, 13 sms, 15 rófa, 16 bik,
19 nn.
Enn bíða menn eftir því, innan
sem utan útvarpshúss, að Páll
Magnússon útvarpsstjóri láti til
sín taka. Það sem af er
hefur Páll verið með
ólíkindum atkvæðalítill
og hafa til dæmis þeir
sem vinna við Rás 1 og
2 varla séð manninn.
Víst er að til dæmis
sjónvarpsþulurnar,
sem eru barn
síns tíma, eru
ánægðar með aðgerðalítinn Pál
því þær hljóta að vera í hættu
í væntanlegum niðurskurði.
Hugsanlega heldur Páll að sér
höndum og bíður afgreiðslu
frumvarps um RÚV á þingi. Einn er
þó sá þáttur sem hann lætur sig
miklu varða og er það Kastljósið
sem nýtur fulltingis Páls, verndar
hans og athygli.
Ferill Heiðars Jónssonar snyrtis
sem veðurfréttamaður á NFS varð
ekki langur. Heiðar var nýmættur til
starfa þegar stöðinni
var lokað og því varð
hann að finna sér
nýjan starfsvettvang.
DV greinir frá því
fyrir helgi að hann
hafi ákveðið að
róa á algerlega
ný mið, hafi ráðið
sig til starfa við
vefsíðugerð hjá
hugbúnaðarfyrirtæki.
Heiðar fékkst hins vegar ekki til að
tjá sig um eðli starfsins eða hjá
hvaða fyrirtæki hann starfar.
Sjónvarpsmaðurinn Auðunn
Blöndal sló rækilega í gegn í liðinni
viku með fyrsta þættinum af
Tekinn á sjónvarpsstöðinni Sirkus.
Leikkonan Halla Vilhjálmsdóttir
var fyrsta fórnarlambið og á næstu
vikum munu fjölmargir þekktir
einstaklingar verða teknir fyrir.
Sú saga gengur nú manna á milli
að þvert á yfirlýsingar stjórnanda
þáttarins hafi hann síður en svo
lokið sér af við að hrekkja fræga
fólkið. Enn eigi eftir að taka upp
að minnsta kosti
einn þátt svo víst má
telja að þjóðþekktir
einstaklingar verði
vel á varðbergi á
næstunni.
- jbg/hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
... fær Stefán Karl Stefánsson
sem kemur fram í nýrri stór-
mynd með Owen Wilson og Ben
Stiller.
Valgeir Sigurðsson dvaldist í Malí
á vegum Damons Albarn í fimm
daga í lok september, en hann var
einn af tuttugu manna hópi sem
Albarn bauð til landsins til að kynn-
ast tónlistarhefðum þess. Ferðin
var fyrsti liðurinn í verkefni sem
ber heitið Africa Express og miðar
að því að færa saman tónlistarfólk
frá Malí og Vesturlöndum, en
Damon Albarn hefur verið ötull
talsmaður malískrar tónlistar
síðan hann heimsótti landið á
vegum góðgerðarsamtakanna
Oxfam fyrir sex árum.
„Mér var boðið með í gegnum
umboðsmann úti í London sem ég
er í samstarfi við. Hann vann með
Damon Albarn við að skipuleggja
þetta,“ sagði Valgeir, en með
honum í för var fríður flokkur tón-
listarmanna, svo sem Norman
Cook, Martha Wainwright og
Scratch úr The Roots, ásamt skipu-
leggjendum og öðrum sem eru
viðriðnir tónlistarheiminn. Valgeir
er sjálfur upptökustjóri og hefur
meðal annars unnið með Björk og
Will Oldham.
Hópurinn sótti heim ýmsar stór-
stjörnur malískrar tónlistar. „Þetta
voru einkatónleikar sem voru sett-
ir upp gagngert fyrir okkur,“ sagði
Valgeir. „Bassekou Koyaté bauð
okkur inn í stofu til sín og Salif
Keita spilaði fyrir okkur á klúbbn-
um sínum. Svo skiptist fólk á að
grípa í hljóðfæri með þeim,“ sagði
Valgeir, en þeir Koyaté og Keita
eru einir færustu tónlistarmenn
Malí. Valgeir segir þó ferð hópsins
í þorpið Kela standa upp úr, en það
er höfuðstöðvar svokallaðs griot.
„Í þessu þorpi hefur griot-tónlistar-
mannahefðin lifað mann fram af
manni í sex hundruð ár,“ sagði Val-
geir. „Þetta var ótrúlega merkilegt
og þorpið allt mjög frumstætt. Þó
að Malí sé eitt af fátækustu lönd-
um heims er mjög jákvæð orka og
mikil gleði í fólkinu, við fengum
alveg ofboðslega hlýjar móttökur,“
sagði hann.
Valgeir segir hópinn hafa verið
sammála um að ferðin hefði verið
framar öllum vonum. „Maður vissi
svo sem ekki hverju maður átti
von á. En þetta hreyfði allt mjög
mikið við manni,“ sagði hann. „Ég
var búinn að afgreiða svona heims-
tónlist fyrir nokkuð mörgum árum,
en þessi ferð gaf henni dálítið nýtt
líf. Þetta var allt öðruvísi í svona
mikilli nálægð,“ sagði Valgeir.
Damon Albarn fól Valgeiri hlut-
verk upptökustjóra í ferðinni og
hann tók upp alla tónleika sem hóp-
urinn sótti. „Ég er nú ekki búinn að
hlusta í gegnum þetta, og þetta mið-
aði svo sem ekkert að útgáfu,“ sagði
hann. „Það gæti vel verið eitthvað
þarna sem er vert að gefa út, en ég
veit ekkert hvað verður,“ sagði Val-
geir, en kvikmyndatökulið var einn-
ig með í för svo von gæti verið á
heimildarmynd um ævin-
týrið.
sunna@frettabladid.is
VALGEIR SIGURÐSSON: FÓR TIL MALÍ MEÐ DAMON ALBARN
Mikil gleði í fátæku landi
Í ÞORPINU KELA Valgeir segir móttökur
heimamanna hafa verið ótrúlegar, en
sum barnanna höfðu aldrei séð hvítan
mann áður. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGEIR SIGURÐSSON
VALGEIR UPPTÖKUSTJÓRI Var falið það verkefni á fyrsta degi ferðarinnar að taka upp tónlistarviðburðina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
DAMON ALBARN
Heillaðist af
malískri tónlist
fyrir sex árum
og hefur verið
ötull við að
kynna hana
síðan.
��������
��� �� ��� ��� ���
��� ��� ��� ��� ������
����������
�� �� �� �� �
�� �� �� �� �
����������
����������
�������������������
����������
��������������������������
��
����������
����������
��������������
������ ����������
��������������������������
������������
��������������
��������������
�������
����������
����