Fréttablaðið - 31.10.2006, Side 48

Fréttablaðið - 31.10.2006, Side 48
 31. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR „I wanna hold your hand,“ sungu fjórmenn- ingar frá Liverpool fyrir tugum ára. Þá dilluðu for- eldrar mínir sér í takt við bumbuslátt Ringo og biðu spennt eftir því að textahöfundar hér heima snéru lag- inu upp á hið ylhýra. Lífið var ein- falt, annað hvort fylgdi fólk Bítlun- um og safnaði hári eða hlustaði á Stones og fór á fyllerí. Tilveran var annað hvort eða ekki. Kommi eða ekki. Þótti töff að vera í skátunum, kunna að binda hnúta, slá upp tjaldi, þvo leirtauið í ám og spila á kassagítar. Ekkert stál og enginn hnífur. Bara Lennon og McCartney eða Richards og Jagger. Kaninn var kominn til að vera, ekki þótti ástæða til að mótmæla Straumsvíkurálverinu og stjórn- málamenn voru hleraðir án þess að það rataði í blöðin. Börnin gátu leikið sér úti á götu, máttu fara niður á bryggju, ömmur og afar voru hluti af uppeldinu, jafnvel var boðið í mat á sunnudögum þar sem öll fjöl- skyldan hittist og át lamb. Ræddi Víetnam, Sovétríkin, Bandaríkin og hvort Lee Harvey Oswald hefði í alvörunni skotið Kennedy. „Nei, CIA drap hann,“ sagði síðhærður drengur sem bar friðarmerki og hlustaði á Zeppelin. Árin líða. Síðan komu peningarnir sem Danirnir segja ættaða frá Rúss- landi. Og þá varð tilveran grá. Allt mátti en samt ekki. Kaninn fór, hvalirnir eltir uppi. Þjóðin í norður- höfum sýnir þessum „smáþjóðum“ allt í kring hverjir það eru sem ráða. „Hröktum tjallann 200 mílur frá, ekki halda að við getum ekki drepið nokkra hvali,“ er hrópað í þingsöl- um. Engin skyldi vanmeta þessa sundurleitu, fámennu þjóð sem hefur gleymt kúnstinni að mótmæla eftir að hún eignaðist sparifé. Börnin mega ekki fara niður á höfn, geta farið sér að voða. Mega ekki leika sér úti á götu því þar eru bílar. Þurfa að vera í vernduðu umhverfi, heilsdagsskóla. Fjöl- skyldurnar hittast ekki lengur, skrifa bara hvort öðru jólakort með fyrirfram ákveðinni kveðju. „Gleði- leg jól og takk fyrir samveruna á árinu sem er að líða,“ þrátt fyrir að hafa ekki sést í hálft annað ár. Stuð milli Stríða: allt var svo gott þá FReyR GíGJA GUnnARsson þjáist af nostalgíu ÞAR SEM ALLT SNÝST UM FÓTBOLTA! NÝTT Á GR AS.IS Fréttir og Íþróttir Leikir Skemmtun NÚ FÆRÐU GRAS.IS FÉTTIR Í SÍMANN!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.