Fréttablaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 48
 31. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR „I wanna hold your hand,“ sungu fjórmenn- ingar frá Liverpool fyrir tugum ára. Þá dilluðu for- eldrar mínir sér í takt við bumbuslátt Ringo og biðu spennt eftir því að textahöfundar hér heima snéru lag- inu upp á hið ylhýra. Lífið var ein- falt, annað hvort fylgdi fólk Bítlun- um og safnaði hári eða hlustaði á Stones og fór á fyllerí. Tilveran var annað hvort eða ekki. Kommi eða ekki. Þótti töff að vera í skátunum, kunna að binda hnúta, slá upp tjaldi, þvo leirtauið í ám og spila á kassagítar. Ekkert stál og enginn hnífur. Bara Lennon og McCartney eða Richards og Jagger. Kaninn var kominn til að vera, ekki þótti ástæða til að mótmæla Straumsvíkurálverinu og stjórn- málamenn voru hleraðir án þess að það rataði í blöðin. Börnin gátu leikið sér úti á götu, máttu fara niður á bryggju, ömmur og afar voru hluti af uppeldinu, jafnvel var boðið í mat á sunnudögum þar sem öll fjöl- skyldan hittist og át lamb. Ræddi Víetnam, Sovétríkin, Bandaríkin og hvort Lee Harvey Oswald hefði í alvörunni skotið Kennedy. „Nei, CIA drap hann,“ sagði síðhærður drengur sem bar friðarmerki og hlustaði á Zeppelin. Árin líða. Síðan komu peningarnir sem Danirnir segja ættaða frá Rúss- landi. Og þá varð tilveran grá. Allt mátti en samt ekki. Kaninn fór, hvalirnir eltir uppi. Þjóðin í norður- höfum sýnir þessum „smáþjóðum“ allt í kring hverjir það eru sem ráða. „Hröktum tjallann 200 mílur frá, ekki halda að við getum ekki drepið nokkra hvali,“ er hrópað í þingsöl- um. Engin skyldi vanmeta þessa sundurleitu, fámennu þjóð sem hefur gleymt kúnstinni að mótmæla eftir að hún eignaðist sparifé. Börnin mega ekki fara niður á höfn, geta farið sér að voða. Mega ekki leika sér úti á götu því þar eru bílar. Þurfa að vera í vernduðu umhverfi, heilsdagsskóla. Fjöl- skyldurnar hittast ekki lengur, skrifa bara hvort öðru jólakort með fyrirfram ákveðinni kveðju. „Gleði- leg jól og takk fyrir samveruna á árinu sem er að líða,“ þrátt fyrir að hafa ekki sést í hálft annað ár. Stuð milli Stríða: allt var svo gott þá FReyR GíGJA GUnnARsson þjáist af nostalgíu ÞAR SEM ALLT SNÝST UM FÓTBOLTA! NÝTT Á GR AS.IS Fréttir og Íþróttir Leikir Skemmtun NÚ FÆRÐU GRAS.IS FÉTTIR Í SÍMANN!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.