Fréttablaðið - 10.11.2006, Síða 18

Fréttablaðið - 10.11.2006, Síða 18
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Fánaberi sporðdrekans Nöturleg staðreynd Nasistar Íslenski fjölnotendanetspunaleik- urinn Eve-online hefur slegið í gegn á heimsvísu. Leikurinn ger- ist í geimnum í framtíðinni og í dag eru um 150.000 áskrifendur. Þegar mest lætur eru um 30.000 manns að spila leikinn í einu. Nú eru þeir allra hörðustu mættir á þriðju aðdáendahátíðina sem hófst í gær á Hotel Nordica – eða Hotel Nördica eins og réttara væri að kalla hótelið núna. „Sá sem kemur lengst að er frá Nýja-Sjálandi, svo menn leggja ýmislegt á sig,“ segir Anna Katrín Ólafsdóttir hjá markaðsdeild CCP, sem stendur að baki leiknum. „Þessi hátíð hefur stækkað með hverju árinu, nú koma um 500 manns á hana, liðlega 350 spilarar að utan og 30 blaðamenn, bæði frá tölvublöðunum og danska sjón- varpinu.“ Anna segir margt í boði fyrir aðdáendur leiksins. „Menn spila náttúrulega bæði tölvuleikinn og safnkortaspil sem nýlega kom á markaðinn, og svo eru margir fyr- irlestrar í gangi þar sem framtíð leiksins verður kynnt og spenn- andi nýjungar afhjúpaðar. Spilur- um gefst tækifæri til að segja sína skoðun. Hönnuðir leiksins sitja fyrir svörum og dagskráin endar með fyrirlestri framkvæmda- stjóra CCP, Hilmari Veigari Pét- urssyni. Margir gestirnir hafa þekkst mjög lengi í spilaheimin- um svo það er gaman fyrir þá að hittast í eigin persónu.“ Karlmenn eru í miklum meiri- hluta, um 95 prósent spilara eru karlkyns, og nördastimpillinn hefur loðað við tölvuspilara. „Ég er nú bara mjög hugguleg og þokkalega ekkert nörd!“ segir Anna og hlær. „Ég byrjaði að spila leikinn þegar ég byrjaði hjá CCP og á þetta flotta geimskip í dag.“ Hátíðin endar á balli þar sem hljómsveit sem hönnuðirnir stofn- uðu og vakti mikla lukku í fyrra leikur fyrir dansi. Hún heitir Röxör. Fyrr á tímum var selkjöt ásamt hreifum og spiki mikilvæg fæða í mörgum landshlutum. Selkjötsát hefur minnkað stórlega og selaafurðir eru hvergi sjáanlegar í matvörubúðun- um í dag. Breiðfirðingurinn Guðmundur Ragnarsson hefur boðið til selaveislu árum saman og segir sel- kjöt, sé það rétt meðhöndl- að, vera algjört hnossgæti. Annað kvöld er komið að selaveislu ársins. „Þetta eru allt selir sem ég hef veitt í Breiðafirði,“ segir Guð- mundur. Hann starfar við að kokka ofan í starfsfólk Latabæjar í stúd- íóinu í Garðabæ en býður þeim þó ekki upp á sel. „Ég er ættaður úr Hergilsey og samkvæmt hlunn- indaréttindum má ég veiða í Herg- ilseyjarlöndum. Veiðitímibilið er nú eiginlega einn mánuður, októb- er. Ég veiði á bilinu 30-60 dýr og þetta eru allt útselskópar, 3-4 vikna gamlir. Þá hafa þeir stækkað úr um 15 kílóum og eru orðnir 80 kíló bara við það að drekka móður- mjólkina. Dýrin hafa aldrei borðað fisk og eru því algjör eðalmatur sem má líkja við frönsku mjólkur- kálfana sem þykja það fínasta á frönskum veitingarhúsum.“ Bragðið segir Guðmundur að það minni helst á svartfugl og hrein- dýr í einum bita. „Selkjöt á árum áður var oft með þráa- eða lýsis- bragði enda var lítið lagt upp úr meðhöndlun á kjötinu. Það fá margir sjokk þegar þeir smakka kjötið hjá mér því þetta er algjört lúxuskjöt sem jafnast fyllilega á við flottustu steikur.“ Guðmundur sér ekki fram á að selkjöt verði fáanlegt í kjötborð- um landsins. „Nei, ég held að það kæri sig enginn um að selveiðar verði iðnaður. Veiðarnar eru erfið- ar og veiðimenn bera mikla virð- ingu fyrir bráðinni og umhverf- inu. Svo er öll vinnsla eftir kúnstarinnar reglum og mikil natni lögð í þetta. Þetta er engin færibandavinna.“ Fyrsta selaveislan var haldin fyrir átta árum og þá komu 40 manns. Nú á Guðmundur von á 250 gest- um og segir að aðsóknin sé eigin- lega farin úr böndunum. „Þetta hefur spurst svona svakalega vel út og fólk kemur aftur og aftur. Maður er upp með sér að sjá kannski ungar stelpur af mölinni sem finnst þessi gamli matur algjört æði. Það er einmitt þetta sem mér er hugleiknast: að koma aftur með það sem forfeður okkar borðuðu, en bara í nýtískulegri og betri útgáfu. Þetta gamla íslenska er að koma voða mikið inn aftur. Þegar við erum búin að vera í öllu öðru förum við að leita upprun- ans.“ Veislan fer fram annað kvöld, laugardagskvöld, í nýja Hauka- húsinu að Ásvöllum í Hafnarfirði og má panta miða í síma 8486161 (4.900 kr. á mann). Á hlaðborðinu verður meðal annars boðið upp á grillaðan, reyktan, saltaðan og soðinn sel og súrsaða selshreifa- sultu. Að borðhaldi loknu verður stiginn dans. Ef þér verður ekki um sel í selaveislunni má benda á að selsteikur fást á meðan birgðir endast í veitingahúsinu Laugaási sem faðir Guðmundar rekur. Selkjötið er hin flottasta steik Pottur brotinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.