Fréttablaðið - 10.11.2006, Side 24

Fréttablaðið - 10.11.2006, Side 24
Svör frambjóðenda í fjögur efstu sætin í prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Reykjavík draga fram mynd af skýr- um ágreiningi milli fram- bjóðenda. Margir fram- bjóðendur sem náð hafa nokkrum pólitískum frama takast á um efstu sætin á listanum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, og Ágúst Ólafur Ágústsson varafor- maður eru ósammála um það hvort rétt hafi verið að ráðast í gerð Kárahnjúkavirkjunar. Einhverjum kann að finnast það einkennilegt að formaður og varaformaður stjórnmálaflokks séu ósamstiga í svo stóru og viðamiklu pólitísku máli eins og gerð Kárahnjúka- virkjunar, en óeining um þetta mál innan Samfylkingarinnar hefur áður verið opinberuð og sést skýr- lega á svörum frambjóðenda. Enn og aftur segja frambjóð- endur stjórnvöld ekki gera nóg til þess að sporna gegn fíkniefna- vandanum. Jóhanna Sigurðardótt- ir þingkona segir meðal annars að nauðsynlegt sé „að stórauka fjár- framlög til forvarna.“ Þrátt fyrir ófá fögur fyrirheit stjórnmálamanna um úrbætur og frekari aðgerðir gegn þeirri sam- félagslegu vá sem neysla fíkniefna og áfengis er, virðist sem stjórn- völd séu vanmáttug gegn fíkni- efnavandanum. Það sjónarmið ætti að geta verið nægilegur hvati fyrir frambjóðendur til þess að beita sér fyrir frekari úrbótum í þessum mikilvæga málaflokki, og það er gleðiefni að almennur vilji sé fyrir því hjá frambjóðendum í prófkjör- um stjórnmálaflokkanna að efla starf gegn fíkniefnavandanum, eins og fram hefur komið í svörum þeirra við spurningum í Frétta- blaðinu að undanförnu. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hafa formenn stjórn- málaflokkanna fallist á að bókhald allra stjórnmálaflokkanna verði opnað, á grundvelli tiltekinna skil- yrða sem ekki hafa verið opinber- uð. Frambjóðendur eru á einu máli um að það sé skynsamlegt en eru ósammála um hvort banna eigi fyrirtækjum að styrkja við stjórn- málastarfsemi með fjárframlagi. Það mál virðist krefjast frekari umræðu innan flokksins. Frambjóðendur eru allir sammála um að stjórnvöld hafi ekki staðið sig nægilega vel í málefnum inn- flytjenda. Sú afstaða kemur ekki á óvart. En svörin gefa vísbendingu um að frambjóðendur verði að móta sér skýra stefnu í þessu vandmeðfarna máli. Því vilji er ekki allt sem þarf þegar kemur að efnislegum lausnum á flóknum pólitískum vandamálum. Þar skipt- ir ábyrgð og framsýni ekki síður máli. Einkavæðingarhugmyndum, hvort sem er í heilbrigðiskerfinu eða í orkumálum, er alfarið hafn- að. Landsvirkjun skal ekki einka- væða, segja frambjóðendurnir. Lesendur geta út frá þeirri for- sendu ályktað, að Samfylkingin telji ásættanlegt að ríkið stýri því hvaða auðlindir eigi að nýta, en jafnframt að ríkið eigi að vera við stjórnvölinn í fyrirtækinu sem sækist eftir því að nýta auðlindirn- ar. Þetta er umdeilt sjónarmið, sér- staklega út frá hugmyndum um náttúruvernd. Ingibjörg Sólrún segir að „virkjanir tengdar stór- iðju eigi að reisa og reka á við- skiptalegum forsendum,“ sem gefur til kynna að hún vilji breyta regluverki og lögum frá því sem nú er. Ágúst Ólafur er eini frambjóð- andinn sem fellst á að Ríkisútvarp- inu verði breytt í opinbert hlutafé- lag, líkt og frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra gerir ráð fyrir. Hann segist ekki geta fallist á breyting- una nema á grundvelli þess að rit- stjórnarlegt sjálfstæði RÚV hald- ist óskert og að allir kjörnir fulltrúar hafi óheftan aðgang að upplýsingum. Ósamstiga í mikilvægum málum Frumsýning helgina 11.-12. nóvember

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.