Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2006, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 10.11.2006, Qupperneq 24
Svör frambjóðenda í fjögur efstu sætin í prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Reykjavík draga fram mynd af skýr- um ágreiningi milli fram- bjóðenda. Margir fram- bjóðendur sem náð hafa nokkrum pólitískum frama takast á um efstu sætin á listanum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, og Ágúst Ólafur Ágústsson varafor- maður eru ósammála um það hvort rétt hafi verið að ráðast í gerð Kárahnjúkavirkjunar. Einhverjum kann að finnast það einkennilegt að formaður og varaformaður stjórnmálaflokks séu ósamstiga í svo stóru og viðamiklu pólitísku máli eins og gerð Kárahnjúka- virkjunar, en óeining um þetta mál innan Samfylkingarinnar hefur áður verið opinberuð og sést skýr- lega á svörum frambjóðenda. Enn og aftur segja frambjóð- endur stjórnvöld ekki gera nóg til þess að sporna gegn fíkniefna- vandanum. Jóhanna Sigurðardótt- ir þingkona segir meðal annars að nauðsynlegt sé „að stórauka fjár- framlög til forvarna.“ Þrátt fyrir ófá fögur fyrirheit stjórnmálamanna um úrbætur og frekari aðgerðir gegn þeirri sam- félagslegu vá sem neysla fíkniefna og áfengis er, virðist sem stjórn- völd séu vanmáttug gegn fíkni- efnavandanum. Það sjónarmið ætti að geta verið nægilegur hvati fyrir frambjóðendur til þess að beita sér fyrir frekari úrbótum í þessum mikilvæga málaflokki, og það er gleðiefni að almennur vilji sé fyrir því hjá frambjóðendum í prófkjör- um stjórnmálaflokkanna að efla starf gegn fíkniefnavandanum, eins og fram hefur komið í svörum þeirra við spurningum í Frétta- blaðinu að undanförnu. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hafa formenn stjórn- málaflokkanna fallist á að bókhald allra stjórnmálaflokkanna verði opnað, á grundvelli tiltekinna skil- yrða sem ekki hafa verið opinber- uð. Frambjóðendur eru á einu máli um að það sé skynsamlegt en eru ósammála um hvort banna eigi fyrirtækjum að styrkja við stjórn- málastarfsemi með fjárframlagi. Það mál virðist krefjast frekari umræðu innan flokksins. Frambjóðendur eru allir sammála um að stjórnvöld hafi ekki staðið sig nægilega vel í málefnum inn- flytjenda. Sú afstaða kemur ekki á óvart. En svörin gefa vísbendingu um að frambjóðendur verði að móta sér skýra stefnu í þessu vandmeðfarna máli. Því vilji er ekki allt sem þarf þegar kemur að efnislegum lausnum á flóknum pólitískum vandamálum. Þar skipt- ir ábyrgð og framsýni ekki síður máli. Einkavæðingarhugmyndum, hvort sem er í heilbrigðiskerfinu eða í orkumálum, er alfarið hafn- að. Landsvirkjun skal ekki einka- væða, segja frambjóðendurnir. Lesendur geta út frá þeirri for- sendu ályktað, að Samfylkingin telji ásættanlegt að ríkið stýri því hvaða auðlindir eigi að nýta, en jafnframt að ríkið eigi að vera við stjórnvölinn í fyrirtækinu sem sækist eftir því að nýta auðlindirn- ar. Þetta er umdeilt sjónarmið, sér- staklega út frá hugmyndum um náttúruvernd. Ingibjörg Sólrún segir að „virkjanir tengdar stór- iðju eigi að reisa og reka á við- skiptalegum forsendum,“ sem gefur til kynna að hún vilji breyta regluverki og lögum frá því sem nú er. Ágúst Ólafur er eini frambjóð- andinn sem fellst á að Ríkisútvarp- inu verði breytt í opinbert hlutafé- lag, líkt og frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra gerir ráð fyrir. Hann segist ekki geta fallist á breyting- una nema á grundvelli þess að rit- stjórnarlegt sjálfstæði RÚV hald- ist óskert og að allir kjörnir fulltrúar hafi óheftan aðgang að upplýsingum. Ósamstiga í mikilvægum málum Frumsýning helgina 11.-12. nóvember
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.