Fréttablaðið - 10.11.2006, Side 34
Jaroon Nuamnui og eiginmað-
ur hennar opnuðu „take away“
stað í hjarta Vesturbæjar.
Það virkar svolítið „útlenskt“ að
aka um í Vesturbænum og sjá að
þar er allt í einu kominn svokall-
aður „grill-bar“ eins og þeir eru
gjarna kallaðir erlendis. Slíkir
staðir eru þá aðallega hugsaðir
fyrir fólk sem býr í hverfinu og
sjaldan er verðið hátt.
Fyrir rétt rúmlega einu ári opn-
aði Thai Grill í Vesturbænum, eða
að Hagamel 67 (í sama húsi og
ísbúðin við Hagamel). Matreiðslu-
meistari Thai Grill er taílensk að
uppruna. Hún heitir Jaroon
Nuamnui og hefur rekið staðinn í
rúmlega ár ásamt Sigurði Guð-
mundssyni eiginmanni sínum.
Spurð að því hvernig það hafi
komið til að þau hjónin opnuðu
veitingastað inni í miðju íbúða-
hverfi segir Sigurður að þeim hafi
bara þótt eitthvað vanta í Vestur-
bæinn. „Það eru pitsu- og ham-
borgarastaðir þarna í kring, en
enginn staður sem selur austur-
lenskan mat.“
Jaroon er ýmsu vön þegar
kemur að matargerð, en fyrir
nokkrum árum opnaði hún sam-
bærilegan stað á Selfossi sem er
rekinn enn í dag við góðan orðstír.
Eftir að hafa búið á Selfossi fluttu
þau hjónin til Noregs, en þegar
þau sneru aftur til Íslands og
fluttu í Vesturbæinn langaði hana
aftur í eldhúsið. „Mig langaði að
vera með eitthvað lítið svona „take
away“ og skapa mér góðan starfs-
vettvang. Ég lærði að elda í Taí-
landi og þess vegna hefur þetta
alltaf legið svona beint við,“ segir
Jaroon.
Á Thai Grill er maturinn ekki
dýr, en hægt er að fá máltíðir á bil-
inu 580-980 krónur. Fyrir 980 krón-
ur fær fólk þriggja rétta máltíð.
Sigurður segir að viðskiptavina-
hópurinn fari ört vaxandi en yfir-
leitt sjái hann sömu andlitin oftar
en einu sinni. „Svo er líka mikið af
eldra fólki sem kemur hingað.
Fólk er orðið svo siglt í dag og
vant að borða alls konar mat. Taí-
lenskur matur er bæði saðsamur
og hollur, og svo þetta er náttúr-
lega bara gott.“
Matseðil Thai Grill má skoða á
vefsíðunni www.thaigrill.is.
Útlensk stemning í
Vesturbænum
Veislusalurinn Rúgbrauðsgerðin ehf
Borgartúni 6 • 105 Reykjavík •Sími 517-6545
www.rugbraudsgerdin.is
Sérfræðingar
í saltfiski
Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl.
Fyrir verslanir:
Til suðu:
saltfiskbitar blandaðir
gellur
gollaraþunnildi
Til steikingar:
saltfiskbitar blandaðir
saltfiskkurl
saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos)
gellur
Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti:
saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos)
saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar
saltfiskkurl
Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem:
ýsuhnakka
rækjur
þorskhnakka
steinbítskinnar og bita
Sími: 466 1016
ektafiskur@emax.is
Við Fjöruborðið
Eyrarbraut 3 • 825 Stokkseyri • S. 483 1550
www.fjorubordid.is • ifno@fjorubordid.is