Fréttablaðið - 10.11.2006, Side 75

Fréttablaðið - 10.11.2006, Side 75
Hljómsveitin Í svörtum fötum hefur gefið út sína fjórðu plötu, Orð. Á plötunni eru tólf ný lög sem eru öll samin af meðlimum sveitarinnar, þar á meðal „Þessa nótt“ sem hefur fengið góðar viðtökur að und- anförnu. „Við vildum gera þetta sjálfir núna. Við erum ekki með „pródúsent“ en við höfum áður verið með Haf- þór Guðmundsson og Þorvald Bjarna,“ segir Einar Örn Jónsson, hljómborðsleikari Í svörtum fötum. „Við þykjumst vera orðnir svo reyndir að við treyst- um okkur í þetta sjálfir. Þessi plata er aðeins meira „beisík“ og ekki eins mikið „pródúseruð“ og áður,“ segir hann. „Hún er mjög fjölbreytt. Við höfum mjög ólíkan tónlistarsmekk og leyfum því bara að haldast svolítið á plötunni. Það er hin og þessi stemning í gangi. Við höfum stundum reynt að halda okkur við ákveðna línu en núna var öllum gefinn laus taumur- inn.“ Í svörtum fötum gaf ekki út plötu í fyrra vegna þess að söngvarinn Jónsi gaf þá út sína fyrstu sóló- plötu. „Við hinir vorum orðnir helvíti hressir eftir pásuna og bandið kom með meira „innpútt“ en venju- lega. Jónsi hefur átt flest lögin á hinum plötunum en bandið kom meira inn í þetta núna.“ Síðustu þrjár plötur Í svörtum fötum hafa náð gullsölu og er engin ástæða til að ætla annað í þetta skiptið. Næstu stóru tónleikar sveitarinnar verða á Nasa 2. desember. Fjölbreytt stemning á nýrri plötu Miðasala á almennar sýningar í Smárabíói og Regnboganum er hafin í fyrsta sinn á netinu á slóð- inni midi.is/bio. Hingað til hefur midi.is verið leiðandi í sölu aðgöngumiða á tónleika, leiksýn- ingar, íþróttaviðburði eða annað en nú hafa kvikmyndahúsin loks- ins bæst við. Í dag hefst einnig forsala á heimsfrumsýningu á einni stærstu mynd ársins, Casino Royale, sem kemur í bíó föstudaginn 17. nóv- ember um land allt. Í Casino Roy- ale er Daniel Craig í hlutverki James Bond og mega gagnrýnend- ur vart vatni halda yfir frammi- stöðu Craigs. Forsala á netinu Fyrstu tónleikarnir í mánaðarlegu tónleikahaldi Triangle Product- ions á Barnum verða haldnir í kvöld. Hiphop verður á efnis- skránni í kvöld og koma fram Beatmakin Troopa, Steve Samplin, Rain og Agzilla. Annars verða margar fleiri skemmtilegar og fjölbreyttar uppákomur í boði á Barnum í vetur, þar á meðal verður elektró- og rokktónlistarkvöld auk þess sem erlendir listamenn munu mæta til leiks eftir áramót. Fjörið í kvöld hefst klukkan 22 og stendur yfir til 1.00. Aðgangur er ókeypis. Hiphop á Barnum Nýjasta plata tónlistarmannsins Jóhanns Jóhannssonar, IBM 1401 - A User’s Manual, fær ágæta dóma á hinni virtu bandarísku tónlistarsíðu Pitchfork, eða 6,9 af 10 mögulegum. „Platan byrjar mjög fallega en vegna langdregins miðhlut- ans er erfitt að mæla með IBM 1401-A User´s Manual sem heil- steyptu verki,“ segir í dómnum. „Jóhann er engu að síður heill- andi tónskáld og bestu tónarnir á þessari plötu kalla fram gæsa- húð.“ Gagnrýnandinn segist jafn- framt fyrst hafa heillast af Jóhanni í laginu, Odi et Amo, af plötunni Englabörn sem kom út árið 2002. Þar hafi hann komið sterkur inn sem tónskáld með áhugaverðar hugmyndir um tækni og tónlist. Kallar fram gæsahúð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.