Fréttablaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 75
Hljómsveitin Í svörtum fötum hefur gefið út sína fjórðu plötu, Orð. Á plötunni eru tólf ný lög sem eru öll samin af meðlimum sveitarinnar, þar á meðal „Þessa nótt“ sem hefur fengið góðar viðtökur að und- anförnu. „Við vildum gera þetta sjálfir núna. Við erum ekki með „pródúsent“ en við höfum áður verið með Haf- þór Guðmundsson og Þorvald Bjarna,“ segir Einar Örn Jónsson, hljómborðsleikari Í svörtum fötum. „Við þykjumst vera orðnir svo reyndir að við treyst- um okkur í þetta sjálfir. Þessi plata er aðeins meira „beisík“ og ekki eins mikið „pródúseruð“ og áður,“ segir hann. „Hún er mjög fjölbreytt. Við höfum mjög ólíkan tónlistarsmekk og leyfum því bara að haldast svolítið á plötunni. Það er hin og þessi stemning í gangi. Við höfum stundum reynt að halda okkur við ákveðna línu en núna var öllum gefinn laus taumur- inn.“ Í svörtum fötum gaf ekki út plötu í fyrra vegna þess að söngvarinn Jónsi gaf þá út sína fyrstu sóló- plötu. „Við hinir vorum orðnir helvíti hressir eftir pásuna og bandið kom með meira „innpútt“ en venju- lega. Jónsi hefur átt flest lögin á hinum plötunum en bandið kom meira inn í þetta núna.“ Síðustu þrjár plötur Í svörtum fötum hafa náð gullsölu og er engin ástæða til að ætla annað í þetta skiptið. Næstu stóru tónleikar sveitarinnar verða á Nasa 2. desember. Fjölbreytt stemning á nýrri plötu Miðasala á almennar sýningar í Smárabíói og Regnboganum er hafin í fyrsta sinn á netinu á slóð- inni midi.is/bio. Hingað til hefur midi.is verið leiðandi í sölu aðgöngumiða á tónleika, leiksýn- ingar, íþróttaviðburði eða annað en nú hafa kvikmyndahúsin loks- ins bæst við. Í dag hefst einnig forsala á heimsfrumsýningu á einni stærstu mynd ársins, Casino Royale, sem kemur í bíó föstudaginn 17. nóv- ember um land allt. Í Casino Roy- ale er Daniel Craig í hlutverki James Bond og mega gagnrýnend- ur vart vatni halda yfir frammi- stöðu Craigs. Forsala á netinu Fyrstu tónleikarnir í mánaðarlegu tónleikahaldi Triangle Product- ions á Barnum verða haldnir í kvöld. Hiphop verður á efnis- skránni í kvöld og koma fram Beatmakin Troopa, Steve Samplin, Rain og Agzilla. Annars verða margar fleiri skemmtilegar og fjölbreyttar uppákomur í boði á Barnum í vetur, þar á meðal verður elektró- og rokktónlistarkvöld auk þess sem erlendir listamenn munu mæta til leiks eftir áramót. Fjörið í kvöld hefst klukkan 22 og stendur yfir til 1.00. Aðgangur er ókeypis. Hiphop á Barnum Nýjasta plata tónlistarmannsins Jóhanns Jóhannssonar, IBM 1401 - A User’s Manual, fær ágæta dóma á hinni virtu bandarísku tónlistarsíðu Pitchfork, eða 6,9 af 10 mögulegum. „Platan byrjar mjög fallega en vegna langdregins miðhlut- ans er erfitt að mæla með IBM 1401-A User´s Manual sem heil- steyptu verki,“ segir í dómnum. „Jóhann er engu að síður heill- andi tónskáld og bestu tónarnir á þessari plötu kalla fram gæsa- húð.“ Gagnrýnandinn segist jafn- framt fyrst hafa heillast af Jóhanni í laginu, Odi et Amo, af plötunni Englabörn sem kom út árið 2002. Þar hafi hann komið sterkur inn sem tónskáld með áhugaverðar hugmyndir um tækni og tónlist. Kallar fram gæsahúð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.