Tíminn - 01.04.1979, Síða 25

Tíminn - 01.04.1979, Síða 25
Sunnudagur 1. apríl 1979 25 Gróður og garðar Ingólfur Davíösson: Suður í löndum og séð í stofu MALLORCA - LA LONJA Snarrótarpuntur (Ljósm. Tim- inn Tryggvi) Pálm asunnudagur, hver stendur nú með pálmann i hönd- unum? Margir Islendingar hafa séð tignarleg pálmatré suður i löndum, séð hina háu,grönnu, spengilegu stofna og laukkrón- una biakta hátt uppi. Virðing fyrir pálmum er ævaforn i Miðjarðarhafslöndum. Pálma- blöð voru sigurmerki meö Grikkjum og Rómverjum, og tákn frjósemi i Egyptalandi, þegar á dögum Faraóanna. Fylgismenn Krists hylltu hann meö pálmablööum, sem siðan urðu tákn trúar og friðar. Það munu aðallega hafa verið blöð döðlupálmans sem vegsemdar nutu, enda hefur hann frá fornu fari veriö hið mesta nytjatré áþurrviðrasvæðum i Norð- ur-Afriku og Suövesturasíu. Hann er einkennistré i eyði- merkurvinjunum. „Konungur eyðimerkurinnar stendur með fæturna í vatni en höfuðið i glóð sólarinnar”, segir gamalt mál- tæki. Svipmikill er 10-20 m hár döðlupálmi sannarlega. Ná- frændi hans, „Kanarieyja-döðlupálminn”, er viða ræktaður til prýðis I Miðjarðarhafslöndum og hafa margir séö hann, t.d. á Mallorca, en döðlurhans eru lit- ils virði. Norðar i Evrópu hafa blöð köngulpálma (Cycas) veriö notuð á sama hátt og ekta pálmablöð, enda tilkomumikil, stinn og leðurkennd 1-2 m löng. Kanarieyjadöölupálmar Hefur könguipálmi verið rækt- aður i gróðurhúsum vegna blað- anna. Bæjarnafnið Pálmholt i Arnarneshreppi við Eyjafjörð er sérkennilegt, og til er nafnið pálmaviðir á gulviði.bæði hér og i Færeyjum. Benda nöfnin lik- lega tilgamallar venju i ýmsum norðlægum löndum að kalla sumar trjátegundir með löng og mjó blöð pálma. Mun það standa I sambandi við skreyt- Melgras, rósakollur o.fl. tgulker úr tsafjarðardjúpi (Ljósm. Timinn Tryggvi) ingar á pálmasunnudag við kirkjulegar athafnir. Blöð köngulpálma hafa verið seld undir nafninu pálmablöð, sem þau likjast mjög en raunar er köngulpálmi skyldur barr- trjám. Aðeins ein pálmategund — dvergpálminn— vex villtur i Evrópu, þ.e. i vestanverðum Miðjaröarhafslöndum. Fáeinar fremur smávaxnar pálmateg- undir eru ræktaöar til skrauts innanhússi norðlægum löndum, þ.á.m. hér á landi. Veröur e.t.v. vikið að þvi efni siöar. Hverfum nú frá suðrænu sviði og litum á þurrkaöa blómvendi frá siðasta sumri inni i stofu, þar sem þeir enn eru augna- yndi. Allmargir rækta eiliföar- blóm i görðum sinum til blóma- vandagerðar. Elifðarblómin draga nafn sitt af þvi að þau haida þurrkuð afar lengi fógr- um blómlitum sinum gulum, hvitum og rauðum. Hér gefuraðlita á svarthvitri mynd, sýnishorn i veggvasa, en vitanlega njóta litirnir sin ekki vel nema á litmynd. Nokkra hugmyndum fegurð og endingu eilifðarblóma gefur þó myndin. Þurrkaðar starir eru festar á þilið við hlið veggvasans og mynda litinn blævæng, en til vinstri sést móasef I litlum vasa. Myndin i' rammanum er af gamla bænum á Stóru-Hámund- arstöðum á Árskógsströnd sum- arið 1933. Á litlu boröi skartar snarrót- arpuntsvöndur og heldur enn prýðilega sinum blágráa gljáa. 1 spanskri hunangskrukku standa melgras og rósakollur, en hirtir stökkva á ofnu teppi bakvið. Stórt igulker úr Isa- fjarðardjúpi i forgrunni. Úti eru allar jurtir og tré i dvala en nú tekst vel að taka aukagreinar af viði, ribsi o.fl. tegundum ogfá þær til aö laufg- ast inni i stofu. Skal setja greinarnar i vatn eins og afskorin blóm og laufgast þær þá fljótlega. Þið munuð hafa gaman af að reyna þetta. Blómamyndirnar hefur Tryggvi ljósmyndari Timans tekiö. Stóru-Hámundarstaðir 1933. Eiliföarblóm t.h. Móasef neöst t.v. Starir fyrir miöju (Liósm. Timinn Tryggvi) 20/3 1979 Verslunarhúsnæði Til sölu er Blómaskáli minn i Hveragerði ásamt ibúðarhúsi, gróðurhúsum, sjoppu með öllu tilheyrandi. Blómaskáli með eða án sjoppu. Blóma- skáli með eða án gróðurhúsa. Blóma- skáli með eða án ibúðarhúss. Ræktun i fullum gangi. Laust hvenær sem er. Semja ber við Frank Michelsen Hvera- gerði c/o Blómaskáli Michelsen. Uppl. ekki gefnar i sima. Paul V. Michelsen. Aðalfundur Flugleiða h.f. verður haldinn þriðjudaginn 10. april 1979 i Kristalsal Hótels Loftleiða og hefst kl. 13.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykktar félagsins. 2. Önnur mál. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum á aðalskrifstofu fé- lagsins, Reykjavikurflugvelli frá og með 2. april n.k. til hádegis fundardag. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar i hendur stjórnarinnar eigi siðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Stjórnin. » mm wm Hjólbarðasólun, hjólbarðasala og öll hjólbarða-þjónusta Mjög gott verö Nú er rétti tíminn til að senda okkur hjólbarða til sólningar t'iíium fyrirliggjandi flcstar stœrdir hjólbarda. sólaóa ofi nýja pjonusia POSTSENDUM UM LAND ALLT Hf Skiphott 35 105 REYKJAVÍK slmi 31055

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.