Tíminn - 20.05.1979, Page 3

Tíminn - 20.05.1979, Page 3
Sunnudagur 20. mai 1979. 3 Nýtt rit: SKAFTFELLIN GUR Frá Kálfafellsstað. Nýtt rit hefur hafið göngu sina. Það heitir Skaftfellingur og útgefandi er Austur-Skafta- fellssýsla. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Friöjón Guð- röðarson sýslumaður, og rit- nefnd skipa : Friðjón Guðröðar- son, Sigurður Björnsson og Benedikt Stefánsson. Meðal efnis I fyrsta heftinu má nefna eftirfarandi: Friðjón Guðröðarson skrifar Aöfaraorðum hlutverk sýslufé- laga, Sigurður Björnsson, Kvi- skerjum skrifar um Stefán Eiriksson i Árnanesi, Sigurlaug Arnadóttir, Hraunkoti skrifar grein, sem nefnist Breyttir bú- skaparhættír i Lóni, Páll Þor- steinsson, Hnappavöllum skrifar grein, sem hann nefnir Sauðfjársala öræfinga, Gunnar Snjólfsson, Höfn skrifar um Sýslumenn I Skaftafellssýslu 1891-1976, Steinþór Þórðarson Hala, á þarna grein, sem heitir Sjósókn i Suðursveit. Birt er ræða, sem Bjarni Bjarnason, Brekkubæ flutti við vigslu Bjarnaneskirkju i Nesjum.og einnig er birt i ritinu Þjóðhátiðarljóð 1974 eftir Þor- stein Jóhannsson. Enn fremur birtist hér annáll ársins 1977, og árferðinu lýst, eins og það var i hreppum Austur-Skaftafellssýslu það árið. Þessa annála rita eftirtaldir menn: Oddur Jóns- son, Fagurhólsmýri um Hofs- hrepp, Torfi Steinþórsson um Borgarhafnarhrepp, Arnór Sigurjónsson um Mýrahrepp, Þrúðmar Sigurðsson um Nesja hrepp, Óskar Helgason um Hafnarhrepp, og Þorsteinn Geirsson um Bæjarhrepp. . Margar myndir prýða þennan fyrsta árgang Skaftfellings.Rit- ið er prentað á vandaðan pappir og hið smekklegasta að öllum frágangi. Vorkappreiðar Fáks Vorkappreiðar Fáks voru haldnar sunnudaginn 13. mai s.l. Fjöldi keppnishesta mætti til leiks en alls var keppt i 5 grein- um. Úrslit i einstökum greinum urðu þessi: Brokk 800 m. 1. Blesi, Valdemars Guðmundssonar. 1.57.7 min. 2. Styrmir, Júlíusar Hafsteinssonar. 2.10.5 — 3. Þön, Þórdfsar Hauksdóttur. 2.17.7 — Stökk 800 m. 1. Þróttur, Tómasar Ragnarssonar. 65.2 sek. 2. Gustur, Björns Baldurssonar. 66.5. — 3. Tinna, Þórdísar H. Albertsson. 66.5. —. Skeið 250 m. 1. Þór, Þorgeirs Jónssonar. 24.4 sek. 2. Villingur, Bergljótar Leifsdóttur. 24.6. —. 3. Vafi, Erlings Sigurössonar. 24.6. —. Stökk 350 m. 1. óli, Guðna Kristinssonar. 26.2 sek. 2. Stomur, Hafþórs Hafdals. 26.7. 3. Reykur, Harðar Albertssonar. 27.3. —. Stökk 250 m. unghross. 1. Don.Harðar Albertssonar. 19.8 sek. 2. Sáttur, Margrétar Jónsdóttur. 19.9. —. 3. Leo, Baldurs Baldurssonar 20.0. —. G.T.K. Ábúðamiklir tfmaverðir fyigjast með hlaupahrossunum. Ljósm.: G.T.K. Þróttur, Tómasar Ragnarssonar sigrar f 800 m. stökki. nordÍYIende LITSJONVÖRP GREIÐSLUKJÖR sem gera yður kleif t að velja vandað trtborgun Eftirstöftvar ! 20% 2 mán. vaxtalaust i 30% 3 mán. vaxtalaust 35%-90% 3 mán. vaxtalaust 35%-90% 4-6 mán. meö vöxtum [ 100% Staðgr.afl. 5% BÚÐIN Skipholti 19 simi 29800 Bögballe ABURÐARDREYFARAR TIL AFGREIÐSLU STRAX Kaupid fötu af vatni Véladeild Sambandsins Ármúla3 Reykjavik Simi 38900 Til sölu Vegna óviðráðanlegra orsaka eru til sölu 28 gyltur og 2 geltir. Upplýsingar gefur Birgir Hannesson i sima 93-2260 kl. 8-11 s.d. Strákur á 14. ári óskar eftir sveita- plássi, er vanur. Hefur verið á dráttarvélanám- skeiði. Upplýsingar i sima 38327.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.