Fréttablaðið - 10.12.2006, Qupperneq 12
greinar@frettabladid.is
N
ýjustu viðskiptahallatölur benda til þess að enn
meti landsmenn stöðu mála sem svo að krónan sé
of veik og neyti meðan á nefinu standi.
Aðhald ríkisins hefur minnkað með samþykkt
fjáraukalaga og ljóst að stjórnvöld reyna að stilla
sér þannig upp að samdráttar gæti ekki fyrr en að loknum
kosningum. Lausatök í stjórn efnahagsmála og mikill við-
skiptahalli auka verulega líkur á því að Seðlabankinn hækki
vexti á aukavaxtaákvörðunardegi 21. desember. Stýrivextir
verða því orðnir 14,5 prósent og framundan er ár sem felur
í sér talsverða hættu á harðri lendingu. Með slælegri stjórn
efnahagsmála hefur verið tekin óþarfa áhætta á dýpri sam-
drætti í efnahagslífinu í nauðsynlegri aðlögun þess næstu
mánuði.
Stýrivextir Seðlabankans mala hægt en örugglega. Eins og
útlitið er nú er ljóst að sá mikli fjármagnskostnaður sem fylg-
ir núverandi og fyrirsjáanlegu vaxtastigi mun leiða til þess
að einverjir einstaklingar og fyrirtæki komast í þrot. Tekjur
þeirra munu einfaldlega ekki standa undir svo miklum vaxta-
kostnaði. Í hve miklum mæli slíkt verður er ómögulegt að sjá
fyrir, en ljóst að full ástæða er til þess að fara varlega á næst-
unni og reyna eftir megni að draga úr skuldsetningu.
Vaxtamunur við útlönd hefur haldið krónunni sterkri.
Erlendir fjárfestar hafa nýtt sér vaxtamuninn með útgáfu
skuldabréfa í íslenskum krónum og líkur eru á því að nægur
vilji verði áfram til slíkrar útgáfu. Gengi krónunnar er ekki
mjög langt frá því sem gæti samræmst langtímajafnvægi og
því vaxtamunurinn freistandi fyrir fjárfesta. Sá galli er þó á
gjöf Njarðar að slík útgáfa krónubréfa er háð því að á móti
útgáfunni sé einhver sem tilbúinn er að skulda samsvarandi
fjárhæð á þessum háu vöxtum. Því lengur sem hávaxtatíma-
bilið varir því erfiðara verður að finna slíka skuldara.
Frestun á því að takast á við aðlögun í hagkerfinu er því
næsta vafasamur leikur og nauðsynlegt að stjórnvöld séu
minnt á ábyrgð sína í stjórn efnahagsmála. Við þær aðstæður
er nauðsynlegt að stjórnarandstaða haldi mönnum við efnið
og hvetji til skynsamlegs aðhalds í stjórn ríkisfjármála. Við
afgreiðslu fjáraukalaga bar því miður lítið á slíkri aðhalds-
kröfu frá stjórnarandstöðunni. Það kann að þýða að í komandi
kosningabaráttu verði auðvelt fyrir ríkisstjórnina að vísa
gagnrýni á bug með skírskotun til þess að stjórnarandstaðan
hafi verið tilbúin að eyða enn meiru.
Enda þótt nú stefni í að samdráttareinkenni í hagkerfinu
verði ekki veruleg fyrr en að loknum kosningum, þá skyldu
menn hafa það í huga að það er ekki óalgengt þegar kemur að
aðlögun í hagkerfi að aðlögun hefjist fyrr en flestir eru búnir
að spá. Það gæti því orðið kalt vor í efnahagslífinu.
Kosningavetur á
yfirdrætti
Ekkert er eins mikilvægt fyrir íslensk-an almenning og að koma á jafnvægi
í íslensku samfélagi og hagkerfi. Loforð
stjórnarflokkanna til almennings um
betri kjör í formi skattalækkana og hærri
húsnæðislána hafa því miður reynst
bjarnargreiði. Nýir útreikningar sýna að
verðbólga undanfarinna ára, sem rekja
má til efnahagsstefnu ríkisstjórnarinn-
ar, hefur étið upp allan ávinninginn af
lægra skatthlutfalli hjá venjulegum fjölskyldum og
það sem verra er, skuldabyrði þessara heimila hefur
aukist verulega.
Tökum dæmi af hjónum með 500.000 krónur í
heildartekjur á mánuði sem tóku 12,5 milljóna króna
húsnæðislán til 20 ára árið 2003. Þessi hjón hefðu að
öðru jöfnu fengið 110 þúsund krónur vegna lægri
skatta á kjörtímabilinu. Verðbólgan hefur hins
vegar hækkað afborgunina af húsnæðisláni þeirra
um jafnháa upphæð, m.ö.o. skattalækkunin er öll
farin í hærri afborganir af húsnæðisláninu. En það
segir ekki alla söguna – uppreiknaður höfuðstóll
húsnæðislánsins hefur hækkað um 1 milljón króna
umfram það sem gerst hefði ef verð-
bólgan hefði verið í samræmi við mark-
mið Seðlabankans. Sú hækkun veldur því
að hjónin munu greiða vexti af þessari
viðbótar milljón næstu 16 árin.
Hvað er til ráða? Við þurfum að stuðla
að nýju jafnvægi í efnahagsmálum, draga
úr stóriðjuframkvæmdum sem valda
krampakenndri þenslu en þess í stað
skapa atvinnulífinu heilbrigt starfsum-
hverfi. Við getum dregið til okkar þekk-
ingarfyrirtæki m.a. í fjármálastarfsemi
en jafnvægi er alger forsenda þess að þau
leiti hingað til lands. Við þurfum að styrkja
þann grundvöll sem getur staðið undir öflugu þekk-
ingarhagkerfi í landinu – menntastofnanir, öflugar
samgöngur og háhraðanettengingu um land allt. Og
við verðum að skoða af fullri alvöru aðild að Evr-
ópusambandinu, því upptaka evru myndi – þegar
fram líða stundir – stuðla að auknu jafnvægi í okkar
efnahagsmálum, styrkja rekstrarskilyrði fyrir-
tækja og bæta verulega kjör heimilanna í landinu.
Öflug fyrirtæki og fjársterkir einstaklingar flýja
nú krónuna unnvörpum en íslenskur almenningur
situr fastur í rússíbananum.
Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Leiðin til jafnvægis
Einn af kostunum við það að alast upp á Siglufirði var sá
að á veturna var nægur snjór.
Göturnar urðu til dæmis að
fyrirtaks sparkvöllum sem við
strákarnir notuðum til linnu-
lausrar fótboltaiðkunar. Við
vorum svo sem ekki neinir
snillingar í þessari íþrótt en það
vantaði hvorki áhuga né keppnis-
skapið. Sérstaklega er mér
minnisstæður frá þessum árum
einn kunningi minn sem lét sig
aldrei vanta í boltaatið. Honum
voru mislagðir fætur, hann
þvældi sjálfan sig fram og aftur
um allan völl, allt í miklum
æsingi og flumbrugangi, keppnis-
skapið stóð í öfugum hlutföllum
við getuna. Ef illa gekk, og það
var oft, þá átti hann það til að
hrópa „ég er kominn í stuð“.
Þetta slagorði átti að hvetja bæði
hann og aðra sem voru með
honum í liði. Og öðru hverju
gerði vart við sig hjá samherjun-
um veik von um að nú væri
komið að því, að knattspyrnu-
hæfileikar kunningjans brytust
út og hann myndi breytast á
ögurstundu í einhvers konar
siglfirskan Maradona. En það
varð aldrei og „stuðið“ þýddi
bara marklaus ólæti, hlaup, bölv
og ragn og oftar en ekki dundu
skammirnar á þeim sem voru
með honum í liði. Það var enginn
að gera sér neina sérstaka rellu
út af þessu, hann var bara svona
og þetta var hluti af okkar
fótbolta.
Í sjálfu sér kemur mér ekki
við vandræðagangurinn hjá
Samfylkingunni, hann er auðvitað
innanhúsmál þeirra sem þar
starfa. En mér varð mjög hugsað
til þessa kunningja míns að
norðan þegar ég las grein eftir
Mörð Árnason hér í Fréttablaðinu
þar sem hann segir „Ég tek líka
eftir því að formaðurinn er að
finna fjölina sína fyrir átökin
framundan og það er mjög
mikilvægt að einmitt formaður-
inn sé í stuði“. Mörður var að
reyna að útskýra fyrir lesendum
blaðsins þá kenningu Ingibjargar
að þingflokkurinn hafi á undan-
förnum árum hagað sér þannig að
þjóðin þyrði alls ekki að treysta
því fólki sem þar sæti. Og líkt og
hjá kunningja mínum fyrir
norðan þá skiptir engu máli
getuleysi liðinna ára, öllu skiptir
að vera kominn í stuð, og svo er
hlaupið og snúist og snúist og
hlaupið.
Fyrir þingmenn Samfylkingar-
innar hlýtur að vera erfitt að
kyngja því að formaðurinn skuli
varpa ábyrgðinni yfir á þing-
mannahópinn með þeim hætti
sem hún gerir. Össur Skarphéð-
insson, formaður og verkstjóri
þessa traustrúna þingmannahóps,
hlýtur að vera hugsi yfir þessu
útspili formannsins. Ætli sú
hugsun hafi læðst að honum og
öðrum í þingflokknum að kannski
felist vandi Samfylkingarinnar í
því að formaður flokksins hafi
ekki fundið fjölina sína, að hún
hafi ekki verið í stuði hingað til.
Hvernig á til dæmis að túlka
þessi ummæli Ingibjargar í
Fréttablaðinu í gær þar sem hún
talar um erindi sitt í pólitík:
„Fyrir ári síðan var þetta ekki
runnið mér eins í merg og bein
og ég skynjaði þetta ekki jafn
sterkt af því að erindið var ekki
eins nálægt. Nú skynja ég
erindið.“ Ingibjörg hefur verið í
pólitík í 25 ár, hún var forsætis-
ráðherraefni Samfylkingarinnar
árið 2003 og formaður frá 2004.
En nú stuttu fyrir kosningar er
formaður Samfylkingarinnar
sem sagt komin í stuð, nú fyrst
skynjar hún erindið. Samfylking-
in sagðist hafa verið tilbúin fyrir
kosningarnar 1999, hún þóttist
reiðubúin fyrir kosningarnar
2003 og nú fyrir kosningarnar
2007 skynjar formaðurinn
erindið sem var ekki runnið
henni í merg og bein fyrir ári
síðan. Það má reikna með að
þetta viðbúnaðarstig Samfylking-
arinnar fari vaxandi á næstu
mánuðum, að minnsta kosti í orði
Vandinn er sá að Samfylkingin
virðist hafa sama ofnæmið fyrir
stefnufestu og ég hef fyrir
köttum. Viðbrögðin eru eins hjá
okkur báðum, best að halda sig
sem lengst frá ofnæmisvaldinum.
Í staðinn fyrir stefnu klastrar
Samfylkingin saman nokkrum
málum sem talin eru til vinsælda
fallin. Síðan fylgja upphrópanir
um að nú sé ríkisstjórnin einungis
að framfylgja stefnu Samfylking-
arinnar, ásamt hefðbundnum
yfirboðum við gerð fjárlaga og
ábyrgðarleysi þegar kemur að
erfiðum úrlausnarefnum sem
ríkisvaldið stendur frammi fyrir.
En nú eru að koma kosningar
og þá fara ímyndarsérfræðingar
Samfylkingarinnar á kreik.
Eftirfarandi ummæli Ingibjargar
í Silfri Egils síðustu helgi eru
áhugaverð: „Við þurfum að sýna á
næstu mánuðum, mjög sterkt, að
ekki aðeins höfum við erindi
heldur líka að við vitum hvernig
við ætlum að takast á við það
verkefni sem framundan er, við
ætlum að vera trúverðug, starfa
af heilindum, við ætlum að vera
ábyrg – þessa mynd þurfum við
að sýna, þetta er svona ímyndar-
vandi.“ Ímyndarfræðingar
Samfylkingarinnar standa nú
frammi fyrir þessu tröllvaxna
verkefni.
Að skynja erindið