Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2006, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 10.12.2006, Qupperneq 16
www.tm-software.com P IP A R • S ÍA • 6 08 83 Microsoft Dynamics CRM gerir sölu- og markaðsfólki kleift að beina sérsniðnum skilaboðum til núverandi og væntan- legra viðskiptavina, stytta söluferlið og auka söluna. • Styrktu tengslin við viðskiptavinina • Framkvæmdu snjallara markaðsátak • Haltu betur utan um verkefnin • Breyttu ábendingum um sölu í tækifæri • Breyttu upplýsingum í mikilvæg markaðsgögn TM Software er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki með skrifstofur í 11 löndum og um 450 starfsmenn. Fyrirtækið þjónar yfir 1.800 viðskiptavinum í rúmlega 20 löndum í fjórum heimsálfum. TM Software hefur ítrekað verið heiðrað sem eitt af framsæknustu fyrirtækjum Evrópu á „Europe´s 500” listanum. Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við söludeild í síma 545 3200 eða á netfangið sala@maritech.is Maritech Styttu söluferlið og auktu söluna Vátryggingafélag Íslands greiddi viðskiptavinum sínum alls um 6,5 milljarða króna í trygg- ingabætur á árinu 2005 og ætla má að bótaupphæðin verði að minnsta kosti 7,4 milljarðar króna á árinu sem er að líða. Ljóst er því að margir urðu því miður fyrir tjóni en fá sem betur fer tjón sín bætt, að svo miklu leyti sem unnt er að bæta skaða með fjármunum. Starfsfólk VÍS fær ófáar tölvu- póstsendingar og upphringingar frá viðskiptavinum sem þakka fyrir þjónustu félagsins þegar á hana reynir. Þær raddir berast hins vegar ekki jafn víða og eru ekki eins háværar og raddir þeirra sem af einhverjum ástæð- um eru óánægðir með uppgjör vegna tjóna. Margir líta á tryggingar sem kvöð fremur en nauðsynlega vernd og öryggi gegn hvers konar vá. Fólk greiðir iðgjald fyrir til- tekna vátryggingu og kaupir sér þannig vernd gagnvart tjóni sem það kann hugsanlega að verða fyrir en vonar auðvitað að aldrei reyni á slíkt. Eðli vátrygginga er að tryggingatakinn fái bættan skaða sem hann verður fyrir, hvorki meira né minna. Sumir telja sig bera skarðan hlut frá borði við tjónauppgjöf og spyrja sem svo: „Fyrir hvað hef ég eigin- lega borgað öll þessi ár ef ég fæ svo ekkert út úr tryggingunum þegar á þarf að halda?“ Þarna gætir misskilnings varðandi eðli trygginga. Menn líta alltof oft á tryggingariðgjald sem einhvers konar innistæðu í tryggingafélag- inu sem þeir „eigi rétt á að fá til baka“ í formi tjónsuppgjörs. Það er auðvitað ekki svo heldur borg- ar tryggingartaki tryggingafélag- inu fyrir að taka á sig áhættu og skuldbinda sig til að greiða bætur ef viðkom- andi verður fyrir tjóni sem trygg- ingin nær yfir. Tjóns- uppgjör eru mjög mismunandi, allt frá kostnaði sem nemur nokkrum þúsundum króna upp í tugi milljóna króna. Fæstir gera sér til dæmis grein fyrir því að greiðslur vegna ökutækjanna sjálfra eru aðeins brot af heildar- upphæð bóta þegar bílar lenda í árekstri og fólk slasast það mikið að leiði til varanlegrar örorku. Slysabætur geta skipt milljónum króna, jafnvel tugum milljóna króna í alvarlegustu tilvikunum. Slysabætur er ekki staðlaðar greiðslur heldur miðast þær við flókna útreikninga þar sem tekið er tillit til aldurs og tekna viðkom- andi. Fyrir nokkrum árum, áður en ég réðst til starfa hjá Vátrygg- ingafélagi Íslands, heyrði ég um harðan árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi. Þar slösuðust fjórir ungir menn lífshættulega og þrír þeirra hlutu varanlega örorku. Ekki datt mér í hug að áreksturinn kæmi verulega við fjárhag tryggingafélagsins, sem reyndar var VÍS. Annað kom á daginn. Heildartjónabætur vegna þessa eina umferðarslyss voru áætlaðar um 60 milljónir króna! Það gefur því auga leið að þurft hefur mörg tryggingariðgjöld og sterkan sjóð til þess að standa undir þeim kostnaði. „Tryggingafélagið vísaði í smáa letrið og kom sér undan að borga,“ segja gjarnan þeir sem lýsa óánægju sinni. Hvað VÍS varðar er staðreyndin sú að í trygginga- skilmálunum er alls ekkert „smátt letur“ að finna. Skilmálar ein- stakra trygginga á okkar vegum eru vel skilgreindir og útskýrðir á sérstökum blöðum og í bækling- um sem viðskiptavinir fá afhenta þegar þeir kaupa tryggingar. Sé skilmálum síðan breytt er við- skiptavinum undantekningarlaust sent bréf þar að lútandi til kynn- ingar og útskýringar. Við teljum hreint ekki eftir okkur að upplýsa viðskiptavini okkar enda sýnir reynslan að fæstir kynna sér tryggingaskilmála nægilega vel og halda oft að vátryggingavernd- in sé víðtækari en þar er kveðið á um. Algengt er til dæmis að fólk rugli saman skilmálum innbús- tryggingar annars vegar og hús- eigendastryggingar hins vegar og telji að innbústrygging nái til tjóns á teppi eða parketi. Staðreyndin er hins vegar sú að engin innbús- trygging bætir tjón á gólfefnum heldur kemur þar til kasta húseig- endatryggingar. Tryggingastarfsemi er í eðli sínu áhættusöm atvinnugrein og aldrei að vita hvað morgundagur- inn ber í skauti sér. Langan tíma getur tekið að gera upp tjón af ýmsu tagi, til dæmis geta liðið nokkur ár frá slysi þar til endan- lega er kveðið upp úr með örorku þeirra sem slösuðust. Þá fyrst kemst á hreint hve miklar bætur falla á tryggingafélagið. Þess vegna eru það sjálfsögð og aug- ljós búhyggindi að áætla strax, og leggja til hliðar, fjárupphæð fyrir slíkum útgjöldum. Viðskiptavinir verða að geta treyst því að vátryggingafélag þeirra standi undir þeim skuldbindingum sem á það falla ef eitthvað bjátar á. Höfundur er framkvæmdastjóri Vátryggingafélags Íslands. Smátt letur og tryggingabætur Frjálslyndi flokkur-inn hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að fela stjórnvöld- um að hefja undirbún- ing þess að afnumin verði verðtrygging húsnæðislána. Helstu rök fyrir afnámi verðtryggingar lána eru þau að hún kemur í veg fyrir að vaxtahækkanir sem Seðlabank- inn beitir til að slá á þenslu virki sem skyldi. Fylgjendur verðtryggingar hafa talið að með verðtryggingu lána á Íslandi sköpuðust forsend- ur fyrir lægri vöxtum og stöðug- leika en sú hefur alls ekki orðið raunin. Íslendingar búa við hæstu vexti í Evrópu og frá því að gríð- arleg hækkunarhrina stýrivaxta hófst í maí 2004 hafa stýrivextir hækkað um 264% en verðbólga hefur fjórfaldast á sama tíma. Þetta sýnir að hækkun stýri- vaxta hefur alls ekki tilætluð áhrif, enda bera langtímalán jafnan fasta verðtryggða vexti. Breyting stýrivaxta hefur lítil sem engin áhrif á verðtryggðu lánin og þar með hefur umrædd hækkun stýrivaxta lítil áhrif til að minnka þenslu. Einu merkjan- legu áhrif stýrivaxtahækkana varða minni fyrirtæki og ein- staklinga sem tekið hafa skamm- tímalán. Búast má við að stýri- vaxtahækkunin snerti einkum þá sem standa hvað lakast að vígi við öflun lánsfjár. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, tekur í nýju frétta- bréfi samtakanna undir sjónarmið Frjálslynda flokksins um að hagstjórnar- tæki Seðlabankans virki ekki sem skyldi. Íslenskt fjármálakerfi er orðið hluti af alþjóðlegu umhverfi og þess vegna þarf að aðlaga reglur þess og kjör því sem almennt gerist í vestrænum ríkjum. Lánskjör íbúðalána til almennings eru einn þeirra þátta sem þarf að aðlaga en í Evrópu heyra verðtryggingar til algerra undantekninga. Það er mjög mikilvægt að hafa í huga að afnám verðtryggingar mun ekki skerða hag lánveitenda eins og lífeyrissjóðanna til lengri tíma litið. Afnám verðtryggingar yki á stöðugleika í efnahagslífinu þar sem lánastofnanir þyrftu í auknum mæli að taka tillit til stýrivaxta Seðlabankans í öllum ákvörðunum sínum. Við afnám verðtryggingar gæti lánveitandi ekki varpað allri ábyrgð á verðbólguáhættu á lán- takandann og það mundi ýta undir ábyrga efnahagsþróun. Við breytinguna mundi einnig skap- ast þrýstingur til lækkunar vaxtastigs í landinu þar sem lán- veitendur og lántakendur yrðu að taka mið af raunhæfum vaxta- kröfum. Höfundur er þingmaður Frjáls- lynda flokksins. Afnemum verðtrygginguna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.