Fréttablaðið - 10.12.2006, Síða 18
„Í meðförum góðra skálda eru áhrif
orða slík að við skiljum þau ekki til
hlítar.“
Nóbelsverðlaunin afhent í fyrsta sinn
„Þetta er nú bara eitt af því
sem gerist í lífi allra sem fá
að lifa meðalævi,“ segir
Sigurður Skúlason leikari,
skáld og þýðandi, um það að
ná sextugsaldrinum í dag.
Sigurður virðist líka hafa of
mörgu skemmtilegu að
sinna til þess að afmælið
eigi hug hans allan. „Já það
er nóg að gera en ég verð
samt að játa að það er eitt
og annað sem hangir á spýt-
unni við afmælið. Ég er nú
til að mynda að hætta sem
fastráðinn leikari við Þjóð-
leikhúsið en er samt fjarri
því að hætta að leika.“
Á ferli sínum við Þjóð-
leikhúsið hefur Sigurður
leikið á annað hundrað hlut-
verka og það allt síðan hann
kom fyrst fram á sviðið í
leikritinu Ferðinni til
tunglsins, sem frumsýnt
var 5. janúar 1957. En Sig-
urður hefur ekki látið sköp-
unarkraftinn nema staðar
við leiklistina heldur einnig
tekist á við að yrkja, þýða
og sitthvað fleira. „Það er
satt, ég hef alltaf verið hald-
inn forvitni um tilveruna og
manneskjuna og því fylgir
ákaflega rík tjáningarþörf.
Þörf til þess að tjá umhverfi
sitt, upplifanir og tilfinn-
ingar. Þessi sköpunarþörf
er tengd sextugsafmælinu
því um þessar mundir
kemur út hljóðbók sem heit-
ir „og líf vort aðeins leit“ en
þar les ég ýmis ljóð og texta
sem eru mér hugleiknir og
hafa raunar verið margir
hverjir um langa hríð.“
Á hljóðbókinni er að
finna fjölbreytta flóru texta
og meðal þess sem vekur
athygli er „Fyrir Júlíu, fyrir
Lennon“ en fyrir skömmu
var Sigurður kynnir á stór-
tónleikum sem haldnir voru
til þess að heiðra minningu
og list Lennons. „Það kom
mér ánægjulega á óvart að
lagið Julia var upphafslag
tónleikanna svo mér gafst
færi á að hefja kynninguna
á lestri tengdan þessu fal-
lega lagi. Ég hef haft sterk-
ar taugar til Lennons, listar
hans og lífssýnar allt frá
því snemma á sjöunda ára-
tugnum svo þetta var sér-
staklega ánægjulegt.“
Það er greinilega í nógu
að snúast hjá Sigurði um
þessar mundir og orkan er
mikil. „Já, starfsorkuna
sæki ég meðal annars í
reglulega hreyfingu, svo
einfalt er það nú. Ég hreyfi
mig alltaf eitthvað á hverj-
um degi hvort sem það er
badminton, sund, ganga eða
annað og það er það sem
heldur mér gangandi.“ Eins
og Sigurðar er von og vísa
er sköpunargleðin í aðal-
hlutverki á afmælisdaginn
en í dag kl. 15 verður efnt
til kynningar á hljóðbók
Sigurðar á Súfistanum og
þangað eru allir velkomnir.
Áskær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Stefán V. Þorsteinsson
fyrrv. rafiðnfræðingur og kennari,
Herjólfsgötu 40, Hafnarfirði,
sem andaðist á gjörgæsludeild LSH Fossvogi
mánudaginn 4. desember, verður jarðsunginn frá
Víðistaðakirkju þriðjudaginn 12. desember kl. 14.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð
Fríkirkjunnar í Hafnarfirði eða líknarstofnanir.
Erla Guðmundsdóttir
Inga Þóra Stefánsdóttir
Helga Björg Stefánsdóttir Rögnvaldur Guðmundsson
Elfa Stefánsdóttir Haraldur J. Baldursson
Víðir Stefánsson Elín R. Sigurðardóttir
Magnús Hjörleifsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát ástkærrar
systur okkar, mágkonu og frænku,
Sigríðar Gizurardóttur
lífeindafræðings, Kvisthaga 29, Reykjavík.
Lúðvík Gizurarson Valgerður Guðrún Einarsdóttir
Bergsteinn Gizurarson Marta Bergman
Sigurður Gizurarson Guðrún Þóra Magnúsdóttir
Dagmar Sigríður Lúðvíksdóttir Trausti Pétursson
Dóra Lúðvíksdóttir Einar Gunnarsson
Einar Lúðvíksson Georgina Anne Christie
Gizur Bergsteinsson Bylgja Kærnested
Dagmar Sigurðardóttir Baldur Snæland
Magnús Sigurðsson
Júlía Sigurðardóttir
Gizur Sigurðsson
Ólafur Sigurðsson
Ingibjörg Sigurðardóttir Arnar Loftsson
LEGSTEINAR
OG FYLGIHLUTIR
Í MIKLU ÚRVALI
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður og afa,
Árna Sigurðssonar
Þrastargötu 8, Reykjavík.
Sérstakar þakkir viljum við færa Eiríki Jónssyni lækni
og starfsfólki Landspítalans við Hringbraut.
Guð blessi ykkur öll.
Ingigerður R. Árnadóttir
Árni Ragnar Árnason
Elmar Freyr Árnason
Kærar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð
og vinarhug vegna andláts eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
Ólafs Þorlákssonar
bónda á Hrauni í Ölfusi.
Helga Sigríður Eysteinsdóttir
Þórdís Ólafsdóttir Ólafur Þór Ólafsson
Guðrún Ólafsdóttir Helgi Ólafsson
Hjördís Ólafsdóttir Marc Origer
Ásdís Ólafsdóttir Sverrir J. Matthíasson
Þórhildur Ólafsdóttir Hannes Sigurðsson
Herdís Ólafsdóttir Þórhallur B. Jósepsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Gunnar Baldur Guðnason
Hraunbæ 116, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík,
mánudaginn 11. desember kl. 15.00.
Sigrún Gunnarsdóttir Reinhold Richter
Hrafn Norðdahl Herdís Hübner
Hjörtur Elvar Hjartarson
og barnabörn.
Elsku dísin, litla dóttir okkar,
systir og barnabarn,
Svandís Þula Ásgeirsdóttir
sem lést af slysförum laugardaginn 2. desember síð-
astliðinn, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mið-
vikudaginn 13. desember kl. 11.00. Blóm og kransar
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er vin-
samlega bent á Barnaspítala Hringsins, í von um bata
Nóna Sæs. S. 543 3724.
Hrefna Björk Sigurðardóttir Ásgeir Ingvi Jónsson
Pálmi Freyr Steingrímsson
Nóni Sær Ásgeirsson
Sigurður J. Pálmason Auður Eysteinsdóttir
Sigríður Jónsdóttir Hjalti Svanberg Hafsteinsson
Þóra Kristjánsdóttir Jón Guðmundsson
og aðrir aðstandendur.