Fréttablaðið - 10.12.2006, Síða 95
Suður-Afríkumaðurinn Charl
Schwartzel heldur forskoti sínu á
Alfred Dunhill-mótinu í Suður-
Afríku. Birgir Leifur datt úr leik í
fyrradag en Schwartzel hefur
tveggja högga forskot þegar einn
hringur er eftir.
Schwartzel fékk fimm fugla í
gær og einn örn en varð að sætta
sig við þrjá skolla þar að auki og
lék á 68 höggum. Hann hefur leik-
ið alla dagana á 68 höggum og er
samtals á 12 höggum undir pari.
Mark Pilkington frá Wales lék
vel í gær og fór hringinn á 65
höggum. Pilkington er í öðru sæti
ásamt Englendingnum Lee West-
wood á 10 höggum undir pari.
Schwartzel byrjaði einstaklega
vel og fékk þrjá fugla og örn á
fyrstu sex holunum. „Þetta var
mjög misjöfn spilamennska hjá
mér í dag. Ég byrjaði betur í dag
en ég hef áður gert en svo fékk ég
þessa skolla um miðbik hringsins.
Ég var að hitta boltann ágætlega
þegar ég fékk þessa skolla en
greinilega ekki nógu vel samt,“
sagði Schwartzer sem vann þetta
mót árið 2004 og endaði í öðru sæti
í fyrra.
Ernie Els, sigurvegari mótsins
frá því í fyrra, lék á þremur högg-
um undir pari í gær og á því litla
möguleika á að verja titil sinn að
þessu sinni.
Schwartzel eykur forskot sitt í S-Afríku
Thierry Henry er ennþá
sannfærður um að Arsenal geti
náð toppliðunum Manchester
United og Chelsea. Arsenal er 19
stigum á eftir Manchester United
og mætir Chelsea í dag, þar sem
Henry verður fjarri góðu gamni
vegna meiðsla.
„Við höfum allt til þess að bera
til að keppa við Chelsea og
Manchester United. Til þess ná
þeim þurfum við að hafa stöðug-
leika í okkar leik, jafnvel þótt við
höfum ekki sama jafnvægi í leik
okkar og Chelsea,“ sagði Henry
við breska blaðið Daily Express.
Gengi Arsenal hefur verið
mjög brokkgengt á leiktíðinni og
leikurinn í dag mjög mikilvægur
fyrir titilbaráttu liðsins á þessari
leiktíð.
Getum enn
orðið meistarar
John McEnroe er ekki
dauður úr öllum æðum. Hann
tapaði fyrir Chilemanninum
Marcelo Rios á BlackRock
Masters í tveimur settum, 6-3 og
6-2, og eftir að hafa gagnrýnt
Rios eftir leikinn kenndi hann
sjálfum sér um tapið þegar reiðin
var runnin af honum.
„Ég spilaði ekki nógu vel og
það veldur mér vonbrigðum því
ég átti ágæta möguleika. Hluti af
því er vegna þess að hann hreyfir
sig mjög vel. Ég hitti boltann
mjög vel, hreyfði mig mjög vel
og maður skyldi ætla að ég ætti
að geta gert betur á lykilaugna-
blikum.
Ég er samt ekkert ósáttur. Mér
fannst eins og ég ætti að geta
spilað betur en ég veit ekki af
hverju ég gerði það ekki,“ sagði
McEnroe sem er skaphundur
mikill.
McEnroe allt
annað en sáttur