Fréttablaðið - 10.12.2006, Side 98
Finnst George Bush fyndnastur allra
„Ég hef það bara ljómandi fínt,
vakti í alla nótt og kláraði lagið,
hef því ekki yfir neinu að kvarta,”
segir tónlistarmaðurinn Sigurður
Laufdal sem oftast er kallaður
Siggi Lauf. Hann sendir frá sér
nýtt lag í þessari viku og ber það
heitið Í frelsarans nafni.
„Lagið er svona mín túlkun á
svörtu bókinni góðu,” segir Siggi
og á þá við Biblíuna. Í laginu er að
finna afar beinskeytta og kómíska
texta sem snúa allir út úr sögum
Biblíunnar á einn eða annan hátt.
Sem dæmi má nefna: „Jesú var
bara hippi, á geðtrufluðu kókaín
trippi“ og „í eyðimörkinni var
hann súr enda á 40 daga kókaín
kúr,“ og er þá gamanið bara rétt að
byrja og lítið gefið í kraftaverk
frelsarans, því í kjölfarið fylgir
lýsing á því hvernig lærisveinarn-
ir tólf borðuðu ofskynjunarsveppi
og sáu í framhaldninu Jesú ganga
á vatni.
Faðir Sigurðar er enginn annar
en tónlistarmaðurinn og predikar-
inn Guðlaugur Laufdal sem þekkt-
astur er fyrir störf sín á sjón-
varpsstöðinni Omega. Sigurður
segir að faðir sinn hafi ekki haft
mikið út á lagasmíðarnar að setja,
þrátt fyrir að efni lagsins gæti
skarast á við predikanir föðurins.
„Hann hringdi og óskaði mér til
hamingju með lagið, spurði mig
svo hvort mér þætti textinn ekki
skrítinn, en ég sagði honum að
hann yrði að gera það upp við sig
sjálfur og meira var það ekki.”
Sigurður hefur samið tónlist
síðan hann var 14 ára gamall en í
dag er hann 23 ára. Hann segir
undanfarið ár hafa verið nokkurs
konar vendipunkt fyrir sig í tón-
list, en nú í ár, „er ég fyrst orðinn
sáttur við sjálfan mig,” segir hann
af einlægni. Siggi var mjög dug-
legur við að spila í allt sumar og
alveg fram á haust. Í síðasta mán-
uði lagði hann í langferð norður á
land þar sem hann spilaði á nokkr-
um stöðum og svo kom hann einn-
ig fram á Gullkindarverðlaunum
útvarpsþáttarins Capone. „Annars
ætla ég bara að koma sterkur inn á
nýju ári.“ Nafn lagsins Í frelsar-
ans nafni átti upphaflega að vera
nafn á fyrstu plötu Sigurðar en sú
er hugmynd farin af borðinu núna.
„Nýju lögin mín eru flest á ensku,
svo að ég ætla að bíða og sjá hvort
sniðugra verði að hafa titil plöt-
unnar á sama tungumáli,“ en nán-
ari áform um útgáfu eru enn ekki
klár. Eins og flesta aðra tónlistar-
menn dreymir Sigurð að geta
haft ofan í sig með tónlistinni
eingöngu, en annað biður
hann ekki um. Helstu
áhrifavaldar hans eru
Bubbi Morthens og Nir-
vana-goðið sjálft, Kurt
Cobain, en hann segir
tónlist sína þó vart líkj-
ast þeirra.
...fær Snæbjörn Arngrímsson,
bókaútgefandi hjá Bjarti, sem
setur mark sitt á jólabókasöl-
una í Danaveldi um þessar
mundir og hefur nýverið opnað
útibú í Noregi.
„Yfirvöld í Kasakstan hafa miklar
áhyggjur af því hvernig það er
kynnt fyrir umheiminum og kvik-
myndin um blaðamanninn Borat
er kannski helsta ástæðan fyrir
því,“ segir Svavar Halldórs sem á
dögunum fylgdi íslensku glímuliði
til Kasakstans en sýnt verður
frá ferðinni í fréttaskýringa-
þættinum Kompás í kvöld.
Kasakstan hefur verið
mikið í fréttum að undan-
förnu eftir að kvikmynd
gamanleikarans Sasha Baron
Cohen, Borat: Cultur-
al Learnings of
America for
Make Benefit
Glorious Nation
of Kazakhstan,
sló heldur betur
í gegn um allan heim. Yfirvöld í
Kasakstan segja leikarann hafa
haft þjóðina að fífli og sáu sig
meðal annars tilneydda til að birta
tveggja opnu auglýsingu í New
York Times þar sem staðreynda-
villur Borats voru leiðréttar.
„Borat bregður ekki upp raun-
særri mynd af landinu þótt
vissulega sé eitthvað sann-
leikskorn í einhverju,“ segir
Svavar sem komst í kast við
lögregluna þegar myndavél-
arnar voru dregnar upp.
„Við vorum færðir
inni á lítilli lögreglu-
stöð og látnir
útskýra dvöl
okkar í landinu
í löngu máli,“
segir Svavar
og bætir við að
ekki megi þó
eingöngu
skella skuld-
inni á Sasha Baron Cohen og fífla-
læti hans. „Kasakstan er ekki full-
komið lýðræðisríki þótt myndin
hafi ekki bætt úr skák,“ segir
Svavar.
Fréttamaðurinn segir það hafa
komið sér í opna skjöldu hversu
mikið bil var á milli ríkra og
fátækra. „Við hittum þarna fólk í
lægstu þrepum þjóðfélagsins,
ólöglega innflytjendur með rétt
tæpar þrjú þúsund krónur á mán-
uði,“ segir hann. „En svo kynnt-
umst við líka auðmönnunum sem
eru í innsta hring forseta Kasak-
stans.“
Kompás á slóðum Borats í Kasakstan