Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.12.2006, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 24.12.2006, Qupperneq 14
Laganemar á fyrsta ári í Háskóla Íslands þreyttu próf í hinni víðfrægu Almennu lögfræði á fimmtudaginn. „Almennan“, eins og hún er kölluð, er prófsteinninn á námsferli lögfræði- nema og er löngu orðin alræmd fyrir erfitt námsefni og miskunnarlaus próf. „Þetta hefur verið í svínslegri kant- inum í ár,“ segir Friðrik Árni Friðriks- son laganemi. „‚Það var mikið um and- vörp og stunur í prófstofunum og margir voru hreinlega stjarfir við komuna út.“ Friðrik telur að prófið hafi verið erfiðara en undanfarin ár. „Maður mætir ekki í próf í Almennunni til að brillera, heldur reynir maður bara að troða marvaðann og halda sér á floti. Ég er ánægður með að klára þetta og þetta er þá allavega að baki eftir lang- ar og erfiðar vikur. Maður reynir að njóta jólanna og svo kemur bara í ljós hvernig mér gekk,“ segir Friðrik. Í fyrra féll rúmur helmingur nem- enda að sögn Friðriks, en hann býst við meira falli í ár. „Það er verið að reyna að sigta út, enda óvenju margir skráðir í námskeiðið í ár. Það er gott mál að kröfur séu gerðar og það er til marks um gæði lagadeildar HÍ. En það má náttúrulega deila um hversu langt á að ganga í því,“ segir Friðrik. Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysin- gar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. „Ég hef náttúrulega aldrei átt afmæli á neinum öðrum degi þannig að ég þekki ekkert annað.“ Bretar og Bandaríkjamenn slíðra sverðin „Þetta leggst bara mjög vel í mig, ég hlakka til,“ segir séra Guðbjörg Arnar- dóttir, sóknarprestur í Oddasókn, sem mun sjá um sína fyrstu jólamessu í ár. Guðbjörg var vígð á árinu og tók við sókninni 1. júlí síðastliðinn. „Mætingin hefur verið nokkuð góð síðan ég byrjaði,“ segi Guðbjörg. „Það er mjög vel mætt þegar unglinga- eða barnakórinn er að syngja. Guðsþjón- usturnar hafa verið sérstaklega vel sóttar á aðventunni.“ Guðbjörg verður önnum kafin í dag, aðfangadag. „Ég verð á Lundi, hjúkr- unar- og dvalarheimili á Hellu klukkan fjögur og messu klukkan sex í Þykkva- bæjarkirkju. Loks er messa klukkan ellefu í kvöld í Odda,“ segir Guðbjörg. Í Oddaprestakalli eru þrjár kirkjur, sem eru allar í umsjón Guðbjargar. „Á jóladag klukkan tvö er aftur messa í Odda og á sama tíma á öðrum í jólum á Keldum,“ segir Guðbjörg. „Þetta er nokkuð þétt dagskrá. Það verður nóg að gera í helgihaldinu.“ Guðbjörg segir að kirkjustarfið sé kannski meira sýnileg í desember en á öðrum tímum ársins. „Prestar fara og tala á samkomum, í skólum og hjá félagasamtökum og ég er þakklát fyrir að fá að taka þátt í þannig starfi,“ segir hún. Aðspurð segist hún ekki þurfa að leggja Lúkasarguðspjallið á minnið. „Líklega kann ég jólaguðspjallið frá því í barnæsku. Það er að sjálfsögðu hápunkturinn á messunni. Það er gaman að fá að takast á við að lesa það og krefjandi að flytja þessa sögu sem öllu máli skiptir. Það verður spennandi að fá að boða fagnaðarerindið nákvæm- lega eins og það er,“ segir Guðbjörg. Samveran með fjölskyldunni rask- ast þó lítillega vegna jólavertíðarinnar. „Við fjölskyldan borðum ásamt tengda- föður mínum heima í Odda á milli messunnar í Þykkvabæ og messunnar í Odda. Þá tökum við upp eitthvað af pökkunum og gefum börnunum sinn tíma. Það verður smá flakk á okkur,“ segir Guðbjörg. Gullbrúðkaup Á jóladag 25. desember 2006 eiga gullbrúðkaup hjónin: Dagrún Kristjánsdóttir og Þorbjörn Gissurarson. Þau giftu sig í kirkjunni á Suðureyri við Súgandafjörð. Vegna ungs aldurs þurftu þau forsetaleyfi til þess. Þau senda öllum ætting jum sínum og vinum sínar bestu jóla- og nýárskveðjur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Þórunn Ágústsdóttir verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 27. desember kl. 13.30. Hulda Eggertsdóttir Guðrún Eggertsdóttir Klemenz Gunnlaugsson Dýrleif Eggertsdóttir ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Þórunn Sólbjört Friðjónsdóttir Hjúkrunarheimilinu Eir, áður að Fannafold 158a, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 21. desember. Útförin auglýst síðar. Björn Ingi Þorvaldsson Þorvaldur Björnsson Guðrún P. Björnsdóttir Ingi Þór Björnsson Helga Þóra Þórsdóttir Bjarni Björnsson Brynja Þorkelsdóttir Kristinn Björnsson Ampon barnabörn og barnabarnabörn. Laganemar í öngum sínum Tónlistarsíðan Rjóminn hefur birt lista sinn yfir bestu plötur ársins, annars vegar erlendar og hins vegar innlendar. Af erlend- um plötum þótti The Life Pursuit með Íslandsvinun- um í Belle & Sebastian skara fram úr, en hljóm- sveitin hélt tónleika á Nasa og í Bræðslunni á Borgar- firði eystri í sumar. Return to the Sea með Islands, sem einnig hélt hljómleika á Íslandi á árinu, er í öðru sæti árslistans. Wine For My Weakness, frumraun Péturs Ben þótti besta íslenska plata ársins að mati Rjómans. Please Don‘t Hate Me með Lay Low fylgdi fast á hæla henn- ar. Pétur Ben á toppinn Safnplatan 100 íslensk jólalög fyrir alla fjölskylduna á fimm geislaplötum er orðin söluhæsta platan á þessu ári og eru seld 19 þúsund eintök frá útgefanda plöt- unnar, Senu. Á plötunum fimm er að finna samtals hundrað jólalög með íslenskum flytjendum. Á tveimur plötum er að finna vinsælustu jólalögin síðustu tvo áratugina, á einni er að finna öll gömlu góðu jólalögin með eldri flytjendum, á einni er að finna vinsælustu jólabarnalögin og á síðustu eru hátíðlegri jólalögin. Jólalög í 19 þúsund
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.