Fréttablaðið - 24.12.2006, Side 28

Fréttablaðið - 24.12.2006, Side 28
Jólin í Húsdýragarðinum eru ekki íburðarmikil en þó er reynt að gera óvenjuvel við dýrin á aðfangadag. Jón Gíslason, yfirdýrahirðir í Hús- dýragarðinum, segir að aðfanga- dagur sé að mestu leyti eins og aðrir dagar í garðinum. „Það gengur allt sinn vanagang og við erum með opið svo fólk getur komið og kíkt við. Við reynum samt auðvitað að gera vel við dýrin og gaukum að þeim besta heyinu og auka skammti af fóðurbæti og svona,“ segir hann. Sögusagnir segja að stundum gerist það að dýrin fari að tala á jólanótt. „Persónulega hef ég ekki orðið var við það sjálfur en maður veit ekkert hvað gerist þegar eng- inn er nálægt,“ segir Jón. Á gamlárskvöld er öllu meiri viðbúnaður í Húsdýragarðinum en á aðfangadag að sögn Jóns þar sem dýrin geta orðið hrædd við hávað- ann frá hátíðahöldunum. „Við reynum að vera með ljós í öllum húsum og tónlist á þannig að dýrin verði sem minnst vör við lætin í flugeldum og þess háttar,“ segir hann. Hátíðlegt í Húsdýragarði Óskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Skólavörðustíg 21 Sími 551 4050 • Reykjavík

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.