Fréttablaðið - 24.12.2006, Síða 50

Fréttablaðið - 24.12.2006, Síða 50
Nemendur í 8 ára Æ í Skóla Ísaks Jónssonar fluttu helgileik á jólaskemmtun skólans í liðinni viku. Leik- urinn þótti takast sérstak- lega vel, enda framsögn, leikur og tónlistarflutning- ur allur hinn vandaðasti. Sigurveig Úlfarsdóttir umsjónar- kennari hafði veg og vanda af leiknum ásamt þeim Ásu Valgerði Sigurðardóttur tónmenntakenn- ara og Ebbu Áslaugu Kristjáns- dóttur. Goðsögnin Brian Wilson úr The Beach Boys, Mickey Hart úr The Grateful Dead og Paul Stanley úr Kiss eru á meðal þeirra sem munu miðla af reynslu sinni til ungra rokk- ara í Rock N´Roll Fantasy-æfinga- búðunum í Hollywood á næsta ári. Æfingabúðirnar munu standa yfir í fimm daga og mun kennslan fara fram í tólf tíma á dag. Munu stjörnurnar eyða dögunum með nemendunum og gefa þeim ýmis góð ráð. Á meðal fleiri tónlistar- manna sem ætla að taka þátt í verkefninu eru Scott Ian úr Anthrax og Bret Michaels úr Poison. Kennarinn Wilson Björk Guðmundsdóttir og tónlist- armaðurinn Prince eru meðal þeirra sem eiga lög á nýrri plötu til heiðurs kanadísku söngkonunni Joni Mitchell. Platan nefnist A Tribute To Joni Mitchell og hefur að geyma útgáf- ur ýmissa tónlistarmanna á sígild- um lögum söngkonunnar. Syngur Björk lagið Boho Dance. Á meðal þeirra sem einnig eiga lög á plötunni eru Sufjan Stevens, sem hélt tónleika í Fríkirkjunni á dögunum, Elvis Costello, K.D. Lang, Annie Lennox, Sarah McLac- hlan og James Taylor. Platan er væntanleg í búðir þann 5. mars. Af Mitchell er það annars að frétta að hún er að vinna að nýrri plötu í hljóðveri í Los Angeles. Til heiðurs Mitchell Hljómsveitirnar The Doors og The Grateful Dead, ásamt söng- konunni Joan Baez, eru á meðal þeirra sem fá heiðursverðlaun Grammy fyrir framlag sitt til tón- listarinnar. „Þeir sem fá heiðursverðlaunin á þessu ári eru eins fjölbreyttir listamenn og þeir eru áhrifamikl- ir. Hafa þeir tekið upp mörg þekkt- ustu og áhugaverðustu lög allra tíma,“ sagði forseti bandarísku tónlistarakademíunnar. The Doors var gríðarvinsæl undir lok sjöunda áratugarins með lögum á borð við Light My Fire, People Are Strange og Break on Through. Sveitin hætti störfum þegar söngvarinn Jim Morrison lést í París aðeins 27 ára gamall. Heiðursverðlaunin verða afhent í 49. sinn í Los Angeles þann 11. febrúar næstkomandi. Fá heiðursverðlaun

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.